Þokan fjölgar Skagamönnum!

Þykk þoka á SkaganumÞykk þoka umlukti himnaríki í morgun og ég rétt komst út á stoppistöð, rataði eiginlega eftir minni. Aðeins einn farþegi var í strætó, ásamt bílstjóranum, sem ég held að heiti Skúli. Líklega hafa margir Skagamenn ráfað um í morgun og ekki fundið stoppistöðvarnar ... þokan hefur áður hjálpað okkur Skagamönnum við að fjölga okkur, ekki bara sem rökkvuð og kynlífshvetjandi, heldur er fólk fast á Skaganum og verður svo hrifið og ánægt eftir tvo, þrjá daga að það fer aldrei heim sín aftur. 

SkokkkkkKarlinn sem fyrir var í strætó þegar ég kom upp í hafði fyllt fremsta sætið af farangri og sat sjálfur á öðrum bekk, sætinu fyrir aftan. Ég fussaði og sveiaði (í gríni auðvitað) yfir því að sætið mitt væri fullt af töskum og drasli ... og settist fyrir aftan bílstjórann. Það fer betur um tískusýningardömuleggi mína löngu í fremstu sætunum. „Þú hefur greinilega verið á Írskum dögum?“ sagði ég, enda reyni ég við allt karlkyns sem hreyfist. „Já,“ sagði maðurinn, „ég skrapp svo aðeins á harmonikkuhátíð á Suðurnesjum.“ Einhverra hluta vegna fór hann svo að nöldra yfir EM í Sjónvarpinu, að fréttirnar hefðu verið teknar frá honum og svona. Ég og strákur sem bættist við hjá íþróttahúsinu bentum honum á að það væru fínar fréttir t.d. á Stöð 2, mbl.is, visir.is, dv.is og eyjan.is. Ætla að reyna að muna að verða ekki svona ... eða tryllist ef ég fæ ekki kvöldmatinn minn kl. 18.30 sharp, fréttirnar mínar kl. 1900 sharp og slíkt. Var reyndar búin að slökkva á sjarmanum þegar hann nefni harmonikkuhátíðina en þarna var mér nóg boðið. Sökkti mér niður í spennubók eftir Dean Koontz, dormaði í göngunumþar sem vantar lesljós í strætó og hélt svo áfram að lesa eftir göng. Dásamlegt alveg. Hitti Elínu í Mosó í leið 15 og hún var hress og skemmtileg eins og venjulega. Hún er farin að skokka og er víst enn á stiginu að „hlussast“, sagði hún. Hún er kornung alveg, reyndar orðin amma, en ætlar greinilega að verða hress amma og það lengi, lengi. Myndin hér að ofan er EKKI af Elínu en var samt ábyggilega tekin í Mosfellsbænum um helgina ... sýnist þetta jafnvel geta verið Sigurður Hreiðar.

ÍsfólkiðÍ leið 18 voru flestir gömlu, góðu farþegarnir, NEMA sá ógreiddi. Tek það fram að ef hann er búinn að þvo sér um hárið og láta klippa sig þá er ekki séns að ég þekki hann í útliti. Ljúf skátastelpa spjallaði við mig í Ártúni og kom líka upp í leið 18, hún er að lesa bók nr. 26 af Ísfólkinu. Ég sagði henni að sonur minn , 28 ára, hefði verið 2-3 ára þegar ég keypti í algjöru hallæri Ísfólksbók nr. 5, enda eina bókin sem til var í sjoppunni, og bara haft gaman af. „Já, þetta eru frábærar bækur,“ sagði stelpan sem er í unglingavinnunni og er að lesa Ísfólkið í annað skiptið.   

Haffi HaffAð vanda farðaði Haffi Haff mig við komu .... hmmm, nei, kannski ekki á hverjum morgni, en núna í morgun, það á nefnilega að skipta um myndir af okkur fögru blaðakonunum, þessar sem eru fremst í blaðinu og ég get ekki sagt að ég bíði spennt eftir útkomunni.

Ég myndast venjulega eins og vitfirrtur vélsagarmorðingi, þrátt fyrir flotta förðun og jafnvel íbúfentöflu.

Hafið það gott í dag, kæru bloggvinir, og passið ykkur á sólinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Eins og sjá má fann ég ekki gleraugun mín þennan morgun og þarafleiðandi heldur ekki fötin mín svo ég bara dreif niður gardínurnar og sveipaði mig með þeim. Hljóp síðan af stað og sönglaði morgunsönginn: nýja skrúðið nýfærð í náttúran sig gleður

og náttúran hljóp svo bara með mér.

Nú verð ég líklega að finna mér megrunakúr í minni gömlu og góðu Viku!

Sigurður Hreiðar, 7.7.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Danski kúrinn er voða góður ... en held að þú þurfir ekkert á honum að halda. Þetta var bara kvikindislegt grín, múahahahahaha.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.7.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fer aldrei í myndatökur án þess að hafa tekið amk. eina Ibúfentöflu.  ALDREI!

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góðan dag Gurrí mín

Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef dálitlar áhyggjur af þeim ógreidda. Hann hefur ekki sést nema einu sinni og það er vika síðan! 

Hvað gerir annars íbúfen fyrir fótógeníuna, stelpur? Á maður að prófa þetta? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.7.2008 kl. 14:49

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vil vita meira um þetta ibúfen, tók það einu sinni 2x ád í 5 daga og hjartað fór í verkfall, má aldrei taka það aftur svo ég er forvitin að vita hvað ég er að fara á mis við.  Þú verður nú svo að skella nýju myndinni hér inn þegar hún kemur, þú ert hvort eð er alltaf fallegust Bravo

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 15:04

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég held að þessi ógreiddi sé einn af Indverjunum, dulbúinn til að forðast stingandi ástaraugnaráð.

Þröstur Unnar, 7.7.2008 kl. 15:33

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér finnst myndir af þér í Vikunni svo fín. Þú getur ekki myndast verr en ég. Litlir frændur mínir ræddu það einu sinni í fullri alvöru að segja mynd af mér inn á uglypeople.com og skildu það allir ákaflega vel.

Helga Magnúsdóttir, 7.7.2008 kl. 20:07

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef 0% áhuga á EM í sjónvarpinu en skil ekki fólk sem kvartar undan þannig sjónvarpsefni.  Það er svo auðvelt að horfa ekki á eitthvað sem manni leiðist í sjónvarpinu.  Fyrir fréttafíkla er sömuleiðis auðvelt að fletta upp á fjölda fréttatíma á netinu.  Jafnvel útlenskum fréttatímum líka ef fólk er í stuði.

Jens Guð, 7.7.2008 kl. 21:13

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bíddu, hvað gerir íbúfenið .. ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:20

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Íbúfenið virkar auðvitað róandi ... slakar á hrukkum og gerir augnaráðið dularfullt og interísant, ein 200 mg tafla nægir mér alveg til að verða mjög kúl á mynd.

Sá ógreiddi svaf greinilega yfir sig í morgun. Vona að hann sé ekki hættur í vinnunni þarna í Hálsaskógi. Meira að segja Indverjarnir voru óvenjufáir í morgun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:50

12 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ísfólkið er málið allavega eru þær hér í hillunum og eru marg marg lesnar og sumar svo að þurft hefur að endurnýja þær. Nýjasti aðdánandinn er 10 ára dótturdóttirin sem alveg húkkt á þessum "bókmenntum" og er búin að fara tvisvar í gegnum safnið frá áramótum og mörgum sinnum í sumar bækurnar. Enn meira fannst henni þær spennandi þegar hin amman sagði að þetta væri svo mikið klám að hún hefði ekki getað lesið þær :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:56

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ísfólkið já! Vekur upp minningar Haffi Haff er náttlega bara snillingur í að gera mann sætan... Þarf endilega að skoða þetta með íbúfenið

Laufey Ólafsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:36

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

th_HugsandKissesLittleAngel

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband