8.7.2008 | 12:41
Gjafmildir Skagamenn
Ljóst er að myndatakan í gær hafði verulega slæm áhrif á heilsu himnaríkisfrúar. Heilsu OG útlit. Við heimkomu í gær var farðinn hreinsaður af (með blautum þvottapoka) og græðandi og gott krem sett yfir. Síðan var sest út á svalir í hálftíma. Í morgun var síðan andlitið þrútið og rautt, sérstaklega vinstri kinnin, og ekki nóg með það, heldur kominn hósti, hálsbólga og almennur slappleiki. Það verður því engin Betuheimsókn í dag, maður smitar ekki sjúkraþjálfarann sinn af bólginni kinn og kvefi.
Í öllum látunum vegna flóttakvennanna á dögunum ákvað ég að nöldra ekkert meira, heldur gera eitthvað í málunum og er nú orðin virðulegur sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Í gær skutlaði erfðaprinsinn mér í húsnæði sem RK hefur til umráða en nú hefur verið biðlað til Skagamanna um að gefa húsgögn, húsmuni og fatnað. Ekki var að spyrja að þessum elskum, strax í gærkvöldi voru komnir margir fatapokar, húsgögn og ýmsir heimilismunir. Það verður opið alla mánudaga og fimmtudaga frá 18-21, nú í júlí alla vega, á Vallholti 1, þar sem bifreiðaskoðun var einu sinni, þarna við hliðina á bifreiðaverkstæði Hjalta og skáhallt á móti Fiskisögu, fiskbúðinni frábæru. Næsta vakt mín verður á fimmtudaginn í næstu viku og ég hlakka helling til, enda var þarna mjög skemmtilegt fólk að vinna, m.a. tilvonandi dönskukennari erfðaprinsins.
Jæja, farin upp í rúm aftur, best að reyna að sofa þetta úr sér.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Frábært framtak móðir góð.
Ég mun sýna stuðning í verki með því að keyra móður mína hvenær sem þarf og hvert sem er, í sjálfboðaliðastarfið. Ekki spurning.
Frábært að heyra að fólk mætti um leið með húsgögn og föt. Æðislegt!
Kær kveðja
Erfðaprinsinn
E-prinsinn (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:56
Sæl og blessuð, mér leikur forvitni á að vita ef Reykvíkingum langar að láta eitthvað af hendi rakna hvort við eigum aðra kosti en bíltúr, tjah eða þá strætóferð, upp á Skaga? Hvort Rauði Krossinn í Reykjavík geti e.t.v. tekið á móti einhverju og komið áleiðis. Á bæði einhverja innanstokksmuni, kven- og barnafatnað, sængurfatnað sem og eldhúsbúnað sem mætti missa sín.
Veit að þetta er kannski fullmikið á þig lagt yfir eina vakt en vildi a.m.k. koma á framfæri hrósi og aðdáun fyrir framtakið.
Bergþóra (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 13:18
Ég elska fólk eins og þig og prinsinn Gurrí sem láta verkin tala.
Frábært og ég ber virðingu fyrir þér kjéddling en láttu það ekki stíga þér til höfuð þarna Þingeyingurinn þinn
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 14:02
Flott hjá ykkur mæðginum, þú í sjálfboðastarfi og hann að keyra þig. Láttu þér nu batna, kona, svo þú komir ekki með lasleikann og dreifir honum um vinnustaðinn.
Helga Magnúsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:05
Auðvitað eru skagamenn allir af vilja gerðir - rétt eins og aðrir Íslendingar - þegar það þarf að hjálpa þeim sem minna mega sín. Við erum sannarlega hjálpsöm þegar á reynir. Yndislegt framtak hjá þér að ganga til liðs við þetta málefni/rauða krossinn, það var þér líkt - enda virðist þú sannarlega vera með hjarta úr gulli.
Vona að þú hressist fljótt við aftur - það er svo mikið að þegar heilsan er að stríða okkur, sama þó það sé pest eða kvef eða eitthvað mikið meira. Knús í himnaríki - ríki þar sem englarnir hvíla nú lasin bein. Eigðu ljúfa nótt mín kæra!
Tiger, 9.7.2008 kl. 00:22
Duglega kona.
segðu mér Gurrí mín: ertu með ofnæmi fyrir förðunarvörum eða var þetta bara óheppilegt tilvik?
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 00:40
Held Jóna að ég hafi ekki hreinsað farðannn nógu vel af, svo setti ég græðandi krem á húðina en það hefur virkað eins og steikingarfeiti fyrir sólina, samt var ég bara úti í rúman hálftíma.
Bergþóra, ég skal kanna þetta, það hlýtur að vera hægt að koma hlutum af sér í Reykjavík hjá Rauða krossinum þar og segja að þeir séu til þessa verkefnis.
Tigercopper, knús á móti, og líka til Jennýjar og Helgu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2008 kl. 10:04
Elsku láttu þér barna fljótt það er svo asskoti dauflegt í vagninum án þín,
kær kv Ella Eilífðargella ;)
Elín Íris (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:13
batna átti þetta að sjálfsögðu að vera ekki barna...hehehe
Elín Íris (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.