Skrýtna árið 2001 - plús smá bold ...

Pabbi, Bryndís og erfðaprinsinnÍ dag á Dean Koontz rithöfundur afmæli og ekki bara hann, heldur einnig Elín Arnar, ritstjórinn minn. Til hamingju með daginn bæði tvö. Svo er þetta líka dánardagur pabba en hann dó þennan dag 2001, sjötugur að aldri.

Snemma í janúar 2001 dreymdi mig að ég missti fjórar tennur. Draumspök vinkona mín hristi höfuðið og sagði að þetta táknaði yfirleitt ástvinamissi. Hálfum mánuði seinna dó sonur vinafólks míns, yndislegur ungur maður, ég syrgði hann ofboðslega mikið og geri enn. Um sumarið missti móðursystir minn manninn sinn og skömmu síðar dó pabbi. Ég var löngu búin að gleyma þessum draumi mínum, enda hef ég talið drauma frekar vera undirmeðvitundina að verki frekar en að hafa forspárgildi. Rétt fyrir jólin þetta ár varð þrítugur frændi minn bráðkvaddur, ungur og efnilegur læknir sem dó frá konu og ungri dóttur. Í jarðarförinni hans mundi ég svo drauminn og ráðningu vinkonu minnar á honum.

11_sept_2001_596377.jpgÞegar 11. september-hörmungarnar dundu yfir gat ég ekki gert að því að hugsa að þarna hefði pabbi misst af miklu, hann var svo mikill fréttafíkill. Ein fyrsta bernskuminningin mín var þegar hann sat stjarfur fyrir framan útvarpstækið og sussaði á mig og systkini mín, Kennedy hefði nefnilega verið myrtur.

 

Heilsan er öll að koma til en ég er enn með brunablöðrur á kinnunum. Þær fara minnkandi og ég hef haft þær marineraðar í góða jurtasmyrslinu frá Móu. Það dregur alveg úr sviða og kláða. Líklega hefur húðin verið ofurviðkvæm eftir förðunina á mánudaginn og algjör klikkun að fara í sólbað á svölunum. Eins gott að ég keypti það um daginn þegar ég fór í Heilsuhúsið, annars væri ég í slæmum málum.

 

BridgetBrooke og NickNick ákvað að koma Brooke sinni á óvart, pantaði prest og þau giftu sig aftur ... ókei, endurnýjuðu heitin. Sama kvöld segir Bridget honum að hún sé ófrísk eftir hann. Þau ætla að segja Brooke þetta á morgun. Taylor fær viðurkenningu frá AA, 60 daga edrúmerkið. Hún og fyrrum mágur hennar, sorgmæddi ekkillinn, Thorne, virðast voða happí saman, enda veit hann ekki að hún ók af slysni á Dörlu og drap hana.

 

Dularfulli garðyrkjumaðurinn sem Phoebe næstum skar hendina af fyrir slysni Darla heitin og Thornebýr enn á heimili hennar og Taylor, mömmu hennar.

Þar býr líka Hector slökkiviliðsmaður, eftir að hann blindaðist í brunanum, og hann hefur grun um að garðyrkjumaðurinn sé eitthvað dúbíus. Ef hann bara vissi að nú er hann með Phoebe í bíltúr og segir henni að hann hafi verið vitni að dauða Dörlu. Hann hafi verið dularfulli, skeggjaði gaurinn sem næstum hræddi úr henni líftóruna þegar hann bauð fram hjálp sína við að skipta um dekk. Phoebe er dauðhrædd!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalegur myndarskapur er þetta kona - í bökunardeildinni.  Og erfðaprinsinn krútt eins og móðirin.

Til hamingju með riststjóran hver er hætt að blogga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Sif Traustadóttir

Rosalega var hann pabbi þinn myndarlegur maður.  Maður sér hvaðan þú hefur útlitið...

Sif Traustadóttir, 9.7.2008 kl. 16:22

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Jenný, afmælisveislur hér eru alltaf eins og fermingarveislur, enda gaman að baka ... þú smakkar vonandi eitthvað svona í ágúst???

Sif, takk fyrir fögur orð í garð okkar pabba, þú ættir samt bara að sjá mig núna, stokkbólgna með brunablöðrur á kinnum, sonurinn er í sjokki en reynir samt að segja reglulega hvað þetta hafi skánað ... heheheh

Birna  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú getur MÖLVAÐ þér upp á að ég mæti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2008 kl. 17:55

6 identicon

...það sést að þú hefur bakað þessar kökur á myndinni. Pabbi þinn sem alltaf var brosandi og ormurinn og frænkelsið sem sjaldan setja upp fílusvip eru öll með skeifu.

...hvenær ætlarðu að fara að taka mark á ps-inu á öllum afmælisskeitunum sem ég hef sent þér og fara að drattast til að kaupa bakkelsi?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband