Lokuð Hvalfjarðargöng

HvalfjarðargönginLilja strætóvinkona hringdi rétt áðan og var stödd í langri biðröð við Hvalfjarðargöngin. Hún er á bílnum sínum, aldrei þessu vant, og var forvitin um hvað væri í gangi. Ekkert kom um þetta í útvarpinu. Hún vonaði að ég væri heima svo að ég gæti sagt henni það. Á mbl.is var ekkert um lokunina en á visir.is var frétt um að fellihýsi hefði dottið af bíl í göngunum og farið utan í vegg. Þegar símtalinu var að ljúka kom aðvífandi maður frá Speli og sagði að það væri klukkutíma bið eftir að göngin yrðu opnuð aftur. Lilja ætlar að keyra Hvalfjörðinn. Þeir bloggvinir mínir af Skaganum sem enn eru í bænum og sjá þetta ... akið hægt. Hvað með strætó? Verður honum hleypt í gegn? Þetta setur annars alla áætlun dagsins algjörlega úr skorðum, 17.45 vagninn er nýfarinn frá Mosó. Jamm, alltaf gerist eitthvað spennandi þegar ég er heima!

Skúbb Moggabloggsins var í boði himnaríkis!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sá þetta áðan á öðrum hvorum netmiðlinum.  En þú ert samt skúbbari dauðans.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhehehe, takkkkkk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Kem af fjöllum.

Fékkstu að hoppa út úr Strætó bs, til að taka þessa mynd?

Þröstur Unnar, 9.7.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hummm, Þröstur ... ég nappaði henni einhvers staðar fyrir löngu, af mbl.is held ég, fannst hún svo hrikalega flott.

Strætóbílstjórarnir passa svo vel upp á okkur að þeir útbýta öndunargrímum, tyggjói og öðrum nauðsynjum áður en haldið er í göngin, alveg satt. Að hleypa einhverjum út í mengunina er ekki inni í myndinni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2008 kl. 18:06

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Akranes hlýtur að vera viðburðaríkasti staður á landinu.

Helga Magnúsdóttir, 9.7.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójá, my darling, svo sannarlega. Fæst af því er þó blogghæft, þú verður bara að flytja hingað til að fá ... og upplifa alvöruviðburði.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu á netinu í stræti???

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2008 kl. 23:35

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, nei, nei, nei ... notast bara við hugskeyti í strætó ef ég þarf að koma einhverju á framfæri.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2008 kl. 23:38

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað var frétt um um þetta  hérnaþað er þar sem sagt er frá því þegar eitthvað gerist!! ..bara fara á rétta vefinn...hinir stela þessu þaðan seinna.

Haraldur Bjarnason, 10.7.2008 kl. 00:24

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...sorrý Gurrí klúðraði einhverju þegar ég linkaði á vefinn en hann er að sjálfsögðu www.skessuhorn.is

Haraldur Bjarnason, 10.7.2008 kl. 00:26

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætla sko að muna næst að fara á RÉTTA vefinn! Klikka ekki á þessu aftur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.7.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 189
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 881
  • Frá upphafi: 1505888

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 716
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband