10.7.2008 | 11:26
Skelfing og hleypidómar ... sjokk við komu
Af einstakri hetjulund dreif ég mig í vinnuna í morgun. Erfðaprinsinn bannaði mér að fara með strætó, sem ég skildi ekki alveg í fyrstu, og heimtaði að fá að skutla mér báðar leiðir. Ég gekk niðurlút inn á vinnustaðinn rétt fyrir kl. 9 og bölvaði því í hljóði að ekki væri vetur svo að ég gæti notað lambhúshettu. Vissi að ég væri ljót (í fyrsta sinn á ævinni) en ekki svo hræðileg sem kom í ljós á milli kl. 9 og 10. Það leið t.d. yfir Helgu Völu, sumir köstuðu upp, aðrir hlupu öskrandi í burtu úr póstnúmerinu, einhver sagði upp starfinu og Breiðholtshatarinn, sem átti erindi hingað, sagði við mig: Andlitið á þér er eins og rassgat satans! Svo hló hann hræðslulega, barði mig í hausinn og flýtti sér á brott. Jamm, það eru enn stórar brunablöðrur og miklar bólgur í andlitinu. Ég fór eiginlega bara í vinnuna til að fá samúð en sá hvergi umhyggjusamt kærleiksblik í auga, bara hreina skelfingu. Það var eingöngu hún Margrét prófarkalesari sem sýndi mér smáumhyggju, í öruggri fjarlægð þó á hinum enda símalínu. Hún benti mér á ofnæmistöflur sem ég gæti keypt í apóteki, svona ef þetta væri ofnæmi. Ég skil nú af hverju erfðaprinsinn vildi ekki að ég færi með strætó í morgun. Maður hræðir ekki saklausa og góða farþega! Hvað þá bílstjórakrúttin mín og þetta veit erfðaprinsinn. Hann vill að ég eigi afturkvæmt í strætó á þessum óvissutímum verðbreytinga á bensíni. Ætla bara að vinna til rúmlega hádegis og svo er það bara hóm svít hóm! Eigið góðan dag kæru bloggvinir og farið varlega nálægt fokkings gula fíflinu!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 31
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 1506018
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 538
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
og þú hlustaðir ekki á mig!! kíkja á lækni Gurrí mín;)
Sjáumst í kvöld
Lilja Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:11
Arg, líst ekki á þetta hjá þér.
Hér þyrfti greinilega umhverfismat.
Þröstur Unnar, 10.7.2008 kl. 13:12
Passa mig á gula skaðræðinu.
Samúðarkveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 13:22
Rosalegt er að heyra þetta. Þú hefði bara átt að koma yfir til mín og ég hefði sýnt þér helling af samúð og þess vegna keyrt þig heim.
Helga Magnúsdóttir, 10.7.2008 kl. 14:22
Æi elskulegust Gurrí mín, en leiðinlegt að lesa. Þú hlýtur að hafa ofurviðkvæma húð fyrst þú varðs svona illa úti af sólinni - en svo eins og einhver sagði í gær eða áður - ertu kannski líka með ofnæmi í þokkabót fyrir einhverjum snyrtivörum. Einnig það sem þú barst á þig áður en þú fórst í sólina. Vona bara það allra besta fyrir þína hönd ljúfa himnaríkismær.
Ljúfur og góður þessi ungi erfðaprins sem þú elur af þér þarna í himnaríki - mættu fleiri vera eins og hann, enda virðist hann vera heilsteyptur og kærleiksríkur kappinn sá. Það eru ekki allir sem eru tilbúnir í það að leggja þokkagyðjum sínum (lesist mæðrum sínum) lið þegar þeir verða þess varir að ekki er allt eins og best skildi vera.
Knús og batakveðjur til ykkar í himnaríki ljúfa stúlka.
Tiger, 10.7.2008 kl. 15:11
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:08
Elsku Gurrí mín. Þarna færir þú hressilega í stílinn kona! Allavega fór þessu skelfingarviðbrögð alveg framhjá mér;-) Ég fann bara óskaplega til með þér að sjá þig svona krambúleraða í framan. En krambúleruð eða ekki krambúleruð, þá ert þú sannarlega EKKI ljót heldur gullfalleg, lífleg og skemmtileg kona sem ég er stolt af að eiga fyrir vinnufélaga. Og hananú! Cyber kiss á bágtið.
Gerður (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.