Á séns eftir tvo daga?

Doktor SigríðurÞað var nú bara skrambi gaman í vinnunni þegar íbúfenið fór að virka. Ég gekk niðurlút í matsalinn í hádeginu, sótti gómsætan grænmetisrétt og borðaði við skrifborðið. Varð ekki vör við uppnám í matsalnum sem sannfærir mig um að fólk starir almennt ekki gaumgæfilega í andlitið á öðru fólki, heldur bara á matinn sinn.

Tókst að vinna mikið og vel en um hálftvö kom erfðaprinsinn. Við keyrðum rólega heim í lítilli umferð og stefnt var á heilsugæsluna til að hitta doktor Sigríði. Ég hlýddi nefnilega Lilju strætóvinkonu, hringdi á læknavaktina í gærkvöldi og þar var fyrir svörum fyrrnefnd Sigríður sem ráðlagði mér að koma til sín í dag. Frú Sigríður vildi ekki meina að þetta væri ofnæmi, heldur annars stigs bruni. Hún ráðlagði samt ofnæmistöflur við kláðanum og að halda áfram að bera græðandi „galdrakremið“ (frá Móu) á mig og svo auðvitað að forðast sólina. Hún hafði heyrt af þessu góða kremi (sem fæst í Heilsuhúsinu) og virtist lítast vel á það. Ég stóð mig eins og hetja, fór ekkert að gráta og fékk nokkrar brunagrisjur að launum. Hef mikla trú á ungum konum í læknastéttinni. Treysti ekki lengur strákunum eftir að unglæknir nokkur karlkyns neitaði að kyssa á bágtið hjá mér heldur heimtaði að sauma!

Á biðstofunni hafði ég kíkt á stjörnuspána mína í nýjasta Nýju lífi og þar kom fram að eftir tvo daga verði miklar líkur á því að ég lendi í rómantísku atviki, eða núna laugardaginn 12. júlí. Eru ekki alveg sumir karlar hrifnir af konum með brunasár í andliti og bólguhnúða sem gerir þær eins og hamstra í framan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.. sólin getur verið stórhættuleg. En þetta eru samt svaka ýkjur hjá þér! en það er svosem ekkert nýtt

Kær kveðja

ee (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sömuleiðis, Brynja, hafðu það gott.

Takk kærlega, ee (erfðaprins), það eru kannski örlitlar ýkjur í síðustu færslu en ekki í þessari!

Guðríður Haraldsdóttir, 10.7.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég myndi nú bara halda að svona smá útlitsröskunareinkenni drægju bara úr ágengum vonbiðlum ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:17

4 identicon

Thu sem ert svo vel upplyst um thad sem gerist hja kongafjolskyldum nagrannalandanna aettir ad muna eftir sma-slysi sem norska kronprinsparid vard fyrir 2002 (http://www.dagbladet.no/nyheter/2002/05/12/330311.html) thegar thau brenndust i framan i vidtali vid thyska sjonvarpsstod. Blandan var su sama og hja ther, smink og solarljos/ljoskastarar. Sannar thetta ekki bara ad thu ert edalborin?

Rut (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 08:11

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Anna, ég tími ekki að halda upp á afmælið úti í bæ, himnaríki hlýtur að nægja, enda verður opið hús og fólk kemur á öllum tímum.

Rétt, Guðný Anna. Þessir ágengu létu sig hverfa, skammirnar ... heheheh

Rut, þú ert svo klár!!!!!!! Auðvitað, nú kemur allt heim og saman.

Guðríður Haraldsdóttir, 11.7.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 1051
  • Frá upphafi: 1459122

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 12. ágúst sko
  • Nöfn
  • Skvasssss

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband