11.7.2008 | 10:19
Gáfulegt komment bloggvinar og skemmtilegt sumarævintýri
Skýjað en skyggni ágætt yfir hafið til Reykjavíkur og upp í Lyngháls þegar klukkan er orðin níu og ég ætti að vera sest við skrifborðið mitt eldhress á föstudegi ... Yfirleitt sef ég eins og vært ungbarn allar nætur en vaknaði tvisvar í nótt og hef ekkert getað sofið síðan kl. 6. Orsökin er klikkaður kláði í andlitinu og heima sit ég löðrandi í kremum og grisjum.
Fékk sérlega gáfulegt komment frá bloggvini og hefur það dregið heilmikið úr þjáningunum ... Þau Hákon krónprins af Noregi og eiginkona hans, Mette-Marit, fóru í sjónvarpsviðtal 8. maí 2002 og sátu förðuð úti í sólinni í 75 mínútur með þessum nákvæmlega sömu afleiðingum nema ég slapp við hornhimnuskaða, örugglega rétt svo ... Rut, þessi nýja uppáhaldsbloggvinkona mín, sagði m.a.: Blandan var su sama og hja ther, smink og solarljos/ljoskastarar. Sannar thetta ekki bara ad thu ert edalborin?
Þetta eitt og sér hefði líklega ekki nægt til að sannfæra mig en þegar þetta bætist við hið nánast ómögulega þegar við Elísabet II Englandsdrottning lentum báðar í því um svipað leyti að fá ókunnan mann á rúmstokkinn sitt í hvoru landinu, þá er þetta sönnun. Það er líka undarleg tilviljun að þyrlupallur er við hlið himnaríkis.
Langar að vekja athygli á því að nokkur pláss eru laus tímabilin 23/7-29/7 (10-12 ára börn) og 30/7-5/8 (12-14 ára börn) í frábæru sumarbúðunum hennar Hildu systur, Ævintýralandi á Kleppjárnsreykjum. Kreppan hefur ýmsar birtingarmyndir. Ekki eitt eða tvö, heldur nokkur börn, hafa hætt við að koma því að einhverjar ferðaskrifstofur bjóða upp á svo einstök kjör að nokkrir, sem ætluðu að senda börnin sín í sumarbúðirnar, stukku á freistandi tilboð til að fylla upp í laus sæti sem aðrir höfðu hætt við og þá var hægt að lækka ...
Þetta myndi eflaust litlu skipta ef Ævintýraland nyti milljóna, jafnvel tugmilljónastyrkja frá ríki, borg og einkaaðilum á ári hverju, eins og samkeppnisaðilarnir. Hildu munar um því um hvert barn, enda dýrt að reka svona metnaðarfulla starfsemi svo vel sé. Upplýsingar má finna á www.sumarbudir.is og svo er auðvitað hægt að lesa sér til um einstaka starfsemina á sumarbúðablogginu, www.sumarbudir.blog.is.
Þetta eru frábærar sumarbúðir sem hafa starfað í tíu ár við góðan orðstír og hafa þúsundir barna notið þess að dvelja þar. Börnin geta m.a. valið á milli námskeiða í leiklist, grímugerð, dansi, myndlist, kvikmyndagerð, íþróttum og fleira, það er t.d. karaókíkeppni í hverri viku, húllumhædagur, diskó o.fl. og svo frábær lokakvöldvaka þar sem börnin sýna afrakstur námskeiðanna. Svo er æðisleg sundlaug á staðnum. Ég vona innilega að Hilda nái að fylla þessi pláss en annars hefur aðsókn verið góð í sumar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 189
- Sl. sólarhring: 355
- Sl. viku: 881
- Frá upphafi: 1505888
Annað
- Innlit í dag: 150
- Innlit sl. viku: 716
- Gestir í dag: 144
- IP-tölur í dag: 139
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Dóttir mín hefur farið í sumarbúðirnar 3 sumur, þar af eitt sumarið tvisvar. Ég vil koma sérstaklega hljýjum kveðjum til aðstandenda því starfsemin er alveg rjómi. Kodak auglýsir að maður eigi að safna minningum, gott og vel en ef þú vilt tryggja barninu þínu góðar minningar þá er Ævintýraland alveg málið.
Vona að fólk spari í eitthvað annað en góðar sumarbúðir, vona að allt fyllist uppí rjáfur :) það eiga aðstandendur svo sannarlega skilið. Dóttir mín segist reyndar ólm vilja vinna við sumarbúðirnar svo ég heimta allavega 10 ár í viðbót því ég held að það væri líka gott fyrir hana.
Bestu kveðjur.
E.
Egill A. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:59
Vona að kláðinn sé að minnka, þú ert pottþétt eðalborin. Tvær litlar frænkur mínar vou í sumarbúðunum í byrjun mán. og voru mikið ánægðar. Knús inn í helgina yðar hátign
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:29
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 13:45
knús knús og bestu óskir um góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:00
Elsku drottningin mín, ekkert grín að lenda í þessu, skil það, en hlýtur þá bara að hafa trassað að bera nóg af BB-inu hans Jens á þig!?
En líttu á björtu hliðarnar sem Stormskerið bauð um árið og STebbi Hilmars söng, ef þetta eru svona langsum rákir, þá geturðu allavega sagt að þú sért KR-ingur á leið á næsta leik!
En "Smápot" í lokin. Mér finnst allt í lagi Gurrí að þú auglýsir fyrir systur þína sumarbúðirnar, að laus pláss hafi myndast o.s.frv. en það er ekki til mikils að endurtaka kvartanir um bága samkeppnisaðstöðu, að sumir búi betur en systir þín að hálfu hins opinbera eða annara sem styrkja slíka starfsemi. Á hörðu markaðsmáli og tæpitungulaust, þýðir það bara að systir þín hafi bara ekki verið nógu dugleg þá að "bera sig eftir björginni" eða aðrir séu snjallari að verða sér úti um slíkt.Þú varst með langt mál um þetta sama fyrir hönd systur þinnar í fyrra.
Mátt ekki móðgast miskilja, , bannað, en hefur lítið upp á sig að kvarta undan aðstæðunum og það í miðjum leik, á miðju sumri, þú ákveður sjálf/sjálfur að taka þátt í leiknum og verður bara að spila eins vel úr þínum spilum og hægt er (sem ég efast ekkert um að systir þín geri) þó þér finnist á einn eða annan hátt að "vitlaust hafi verið gefið"!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.7.2008 kl. 15:37
Ég luma nú á einhverjum infrared ljóskösturum, en er fráleitt aðalborinn, þeir þurfa kannski að vera meira inni á bláa sviði spektrúmsins, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 15:50
Eigðu góða helgi Gurrí mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2008 kl. 17:41
Hafðu það gott um helgina mín kæra bloggvinkona
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 18:27
Magnús minn ... ég skil ekki alveg kommentið þitt sem mér finnst frekar nastí. Þetta hefur ekkert með hana að gera eða að hún sé ódugleg að sækja um, það ríkir bara óréttlæti á þessum markaði. Hún þarf að greiða háa leigu og láta gjöldin standa undir rekstrinum. Það þurfa hinir ekki að gera vegna hárra styrkja. Þess vegna munar um hvert barn hjá henni og snertir hana ef afbókanir verða. Það hafa komið nokkrar skráningar í dag hjá henni þannig að þetta er bara fínt.
Takk, Egill, vona að dóttir þín sæki um þegar hún verður orðin 18 ára.
Góða helgi, sömuleiðis, Katla mín, Linda, Ásdís, Brynja og bara allir bloggvinir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:09
Já, og góða helgi, Lilja mín, sá þig ekki ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:10
Skrítið er nafnið á þessum stað, Kleppjárnsreykir.
Jens Guð, 11.7.2008 kl. 22:29
Ææ Gurrí, þú kýst að túlka þetta á versta veg og þar með misskilja, en í öllum bænum notaðu samt íslensku frekar en svona enskuslettu, sem er ekki bara með öllu óþarfi, heldur hallærislegt af annars svo vel skrifandi penna sem þú ert! Kallaðu mig bara kvikindislegan frekar eða eitthvað slíkt.
Ég sagði að ég myndi vel eftir skrifunum þínum áður í sama dúr auk þess sem mér er vel kunnugt um svona rekstur hjá t.d. kirkjunni og íþróttafélögum er njóta bæði styrkja frá opinberum aðilum og öðrum. Elsti bróðir minn var á sínum yngri árum mjög virkur í KFUM og tók ríkan þátt í starfinu m.a. er varðaaði svona barnastarfsemi á sumrin og síðar er hann varð fullorðin, sá hann oft um sumarbúðirnar að Vestmannsvatni.Eitthvað var ég þar sjálfur auk þess að kynnast leikjanámskeiðum ýmsum hjá Þór hér í bæ, svo ég veitt nokkuð um þessa starfsemi.
Systir þín hefur að eigin frumkvæði eða þvíumlíku farið út í rekstur á þessum búðum hennar vitandi vits hvernig landið lægi geri ég ráð fyirr, en kannski gert ráð fyrir að geta sótt styrki til að auðvelda starfsemina. Það hefur ekki gengið sem skildi sem þú greinir frá, en samt hefur þetta gengið í 10 ár!
ÉG var því bara að pota nett í þig með þetta vegna þess, að þessi umkvörtun væri ekki til mikils og þá ekki síst núna er tímabilið væri í hámarki. Nema jú hugsanlega nærðu að skapa einhverja samúð hjá lesendum, sem svo kannski eiga krakka sem nú er á leiðinni í Ævintýralandið, en ég tel þó ekki mjög miklar líkur á því.
Neita svo harðlega að ég hafi verið neitt kvikindislegur eða "ljótur á tánum sem væri ég krumminn á skjánum"!
Ósanngjarnt að halda því fram.
Magnús Geir Guðmundsson, 11.7.2008 kl. 22:36
Aha, skýrir málið að þú skulir tengjast KFUM ... en það geri ég líka á vissan hátt og var sannarlega ekki að ráðast á þá. Var í KFUK sem barn, fór í Ölver í gamla daga og frábær frændi minn hefur mikið unnið í Vatnaskógi, m.a. sem sumarbúðastjóri. Það ríkir engin óvinátta þar á milli, ekki frá minni hálfu alla vega, við Hilda heimsóttum Vatnaskóg eitt sumarið og fengum frábærar móttökur og svo komu nokkrir starfsmenn Vatnaskógar í opinbera heimsókn í Ævintýraland og það var æðislegt að fá þá. Mér fannst bara fyrra svarið þitt í nákvæmlega sama flokki og: Það er bara konum sjálfum að kenna að þær fái ekki hærri laun! Það gerði mig fúla. Það er ekki systur minni að kenna að hún fær ekki styrki, það er eitthvað annað í gangi. Réttlætiskennd mín segir að annað hvort eigi allir að njóta styrkja fyrir gott sumarbúðastarf, Skátar, KFUM og Ævintýraland, ekki bara þeir tveir fyrrnefndu. Í skjóli styrkjanna geta þeir stjórnað verðlagningu og ekki getur systir mín látið kosta meira en þeir. Þess vegna munar hana um hvert pláss, ekki þá. Hættu svo að nöldra í mér þegar ég er skaðbrunnin í andlitinu, þú getur byrjað aftur eftir helgi ef þú vilt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.7.2008 kl. 07:43
Jæja Gurrí mín, nú er það orðið hart. Lesendur þínir farnir að skipta sér af og ritskoða færslur þínar.
Spurning hvort lesendur eigi ekki bara að lesa og njóta þinna æðislegu pistla, og láta það nægja.
hvað kemur það magnúsi við hvað þú gagnrýnir og skrifar um. ég á ekki orð!
Eigðu góða helgi kæra Gurrí.
Skagakona (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 08:40
Sömuleiðis, kæra Skagakona. Magnús má alveg segja skoðanir sínar, hann er reyndar alveg frábær, þessi elska. Við erum bara ekki sammála í þessu máli og ég viðurkenni að ég er líka frekar geðill vegna sólbrunans.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.7.2008 kl. 08:54
Ja hérna *hlæaðfáfróðukommentiMagnúsarumvisstmálefni*
Knús á þig Gurrí og alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt !
Ellen (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.