Breytingar og aftur breytingar ...

Vakna á undan klukkunniÉg vakna eins og kornflakes-auglýsing á undan klukkunni þessa dagana og það nokkrum sinnum í morgun. Mjólkurlaust var í himnaríki í morgun svo ekki var hægt að drepa tímann með latte-drykkju en einhvern veginn leið tíminn fram að strætóferð.

Nýr bílstjóri sat undir stýri á 27B, hinn nýi bílstjórinn í fríi, og var bílstjórakvendið af Skaganum í fremsta sætinu til að kenna honum á vagninn og örugglega hvernig hann ætti að umgangast háæruverðuga farþegana af Skaganum. Hann kyssti á hönd mína við komu en kossinn lenti eiginlega bara á græna kortinu. Við Lilja sátum saman alla leið í Ártún og höfðum það kósí.

Engin Elín kom inn í leið 15 í Mosó og aðeins fimm Indverjar voru í leið 18, enginn ógreiddur maður og þýðandinn hlýtur að vera kominn í frí. Það má ekki "skreppa frá" þá breytist allt! 

Óska ykkur dásamlegs dags, kæru bloggvinir, þótt seint sé, eða 14.30 ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvernig ertu í framan??? ( sæt með gleraugu og varalit) stundum spyr ég húsbandi "hvernig svafstu elskan?"  með lokuð augu og á maganum.    en er þér ekki annars að batna.  Hafðu það gott í þýðingar..  nei þýðendaleysinu, nú styttist óðum í stórhátíðina þína.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maðurinn vakti mig með látum í morgun en þá var vekjaraklukkan búin að hringja í korter án þess að ég rumskaði. Enginn korn flakes-fílingur þar.

Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váááá´ertu svona fræg sá þig á DV púnkutur is.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 16:58

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góðan og margblessaðan daginn Guðríður mín, megir þú eiga gleðirikan 14 júlí og það þótt hann sé komin að kveldi, klukkan orðin rúmlega sjö!

Megi hamingjan brosa þér kankvís við kvöldsólareldinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 19:34

6 Smámynd: www.zordis.com

Enn er dagur þótt að kvöldi sé kominn og ég óska þér sætra drauma ....

www.zordis.com, 14.7.2008 kl. 20:57

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ásdís, ég verð sætari með hverjum deginum og er núna fyrst farin að trúa því að ég endurheimti fyrri fegurð. Er ekki annars bara sætt að vera með eldrauðar kinnar og háls? Hehhehe

Helga, ég verð bráðum eins og þú og sef lengi, lengi!

Jenný, Magnús, Ásdís aftur og Zordís ... sofið rótt elskurnar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.7.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Eg er loksins ad kvitta fyrir mig, elskan, er buin ad vera svo busy i thessu sumarfrii med bornin min fjogur, en eg kiki oft her inna og se hvad thu ert ad bralla, elskan min. Fardu vel med thig, kossar og knus yfir hafid

Bertha Sigmundsdóttir, 15.7.2008 kl. 03:16

9 Smámynd: Tína

Eigðu ljúfan og góðan dag Gurrí mín.

Tína, 15.7.2008 kl. 08:29

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 21:27

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:16

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir kveðjur og krúttlegheit. Er lasin og hef eiginlega bara sofið í dag, ekkert bloggað. Sjáumst á morgun, elskurnar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:23

13 Smámynd: Brynja skordal

Láttu þér batna Elskuleg og góða nótt

Brynja skordal, 16.7.2008 kl. 00:54

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Issbara og oj! Svo ætlarðu bara að pakka saman og fara!!!!
Það hlýtur nú að vera soldið mál að dröslast með allt þetta bold, alla strætóana, tommana og kisurnar yfir á díví

Heiða B. Heiðars, 16.7.2008 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 217
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 909
  • Frá upphafi: 1505916

Annað

  • Innlit í dag: 176
  • Innlit sl. viku: 742
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband