Rafmagnsleysi, bold og fyrri fegurðarþrá ...

Stuð í rafmagnslausu himnaríkiRafmagnið fór af hér á Skaganum í hálftíma í gærkvöldi. Þetta gerist ekki oft og kenni ég Önnu minni alfarið um þetta en hún hefði stýrt tölvunum í Orkuveitunni af öryggi í gær ef hún væri ekki í sumarfríi núna. Hvað gerir maður ekki í ofboði sínu þegar allt er hrifsað frá manni? Jú, ég fór að þvo spjarir á þvottabretti, strokka smjör, súrsa slátur og þess háttar og ég var ekki fyrr búin að búa mér til kaffi með hlóðabragði þegar rafmagnið kom á aftur. Erfðaprinsinn hafði þá handskorið ýmsa hluti og var að útbúa brúðuleikhús inni í sjónvarpstækinu. Hann er enn að reyna að púsla sjónvarpsinnvolsinu saman.

Fyrri fegurðHér í himnaríki hefur illa gengið að sofa út, hryllingsandlitið vekur eldsnemma og heimtar sitt krem! Lítið lát er á bólgu og kláða og langar mig mest að leggjast inn á spítala með íbúfen í æð ... Jamm, þetta var væl dagsins. Verst að við Mette-Marit erum ekki í sambandi, þá gæti ég spurt hana hvað bataferli hennar tók langan tíma þarna 2002. Ég veit auðvitað að hún myndi fara að væla um hornhimnubrunann sem hún fékk líka og gera lítið úr hinu. Doktor Sigríður sagði að það tæki fimmtudaginn og helgina að ná fyrri fegurð og nú er langt liðið á sunnudag, a.m.k. miðað við A-manneskju-fótaferðatímann þessa dagana.

Boldið er alltaf jafnspennandi. Thorne vill fara með samband þeirra Taylor yfir á næsta stig (fara að sofa hjá henni) og hún virðist bera tilfinningar til hans líka. Eric, pabbi Thornes, segir við Stefaníu, konu sína og mömmu Thornes, að hann sé eitthvað stressaður yfir samdrætti þeirra, enda svo stutt síðan BoldiðThorne varð ekkill, en Stefanía róar hann niður. Í þann mund kemur Thorne sjálfur og virðist vera að springa úr hamingju eftir rómantískt matarboðið með Taylor. „Mamma,“ segir hann, „ég er þér þakklátur fyrir að hafa látið mig hætta að leita að morðingja Dörlu og horfa fram á veginn.“ Morðinginn Taylor hefur það ekki jafnkósí því að garðyrkjumaðurinn er búinn að opna sig fyrir henni og líka Phoebe, dóttur hennar, Hectori slökkviliðsmanni og öðrum ungum manni og segist hafa orðið vitni að slysinu sem kostaði konu Thornes lífið. Taylor geðlæknir fær kast og ætlar enn einu sinni að viðurkenna allt fyrir Thorne þótt nú hafi bæst nýr einstaklingur við sem gæti endað í fangelsi fyrir samsekt, eða garðyrkjumaðurinn sjálfur. Hann lofar að steinþegja og vill ekki krónu fyrir það þótt ætlun hans hafi reyndar verið sú í upphafi að fá milljón dollara. Hector hneggjar af hneykslan og trúir engu sem kvikindið segir þeim.

Nick, Brooke og Hope DeaconsdóttirEftir að Brooke og Nick giftu sig aftur, eða endurnýjuðu heitin, eru þau að springa úr hamingju. Nick hefur þó áhyggjur af því að vera búinn að barna fyrrum eiginkonu sína og núverandi stjúpdóttur, hana Bridget. Brooke fær örugglega að vita fljótlega að hún er að verða amma stjúpsbarns síns. Verst að hún var búin að lofa Donnu, systur sinni, að Ridge væri endanlega horfinn úr hjarta hennar og gaf systu veiðileyfi á Ridge, með trega þó. Brooke sagðist vera svo örugg með Nick, hann myndi aldrei svíkja hana eins og Ridge gerði ... hahaha. Hún veit auðvitað ekki að þegar hún kyssti Ridge oggulítið á dögunum og það fréttist með ljóshraða innan fjölskyldunnar þá fór Nick og svaf hjá Bridget ... og barnaði hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí, getur verið að þetta sé komið til að vera í andilitinu á þér?  DJÓK.

Annars er ég í kasti út af fyrstu málsgreinni.  Þú ert óborganleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja, þetta nýja andlit kom alla vega í veg fyrir að ég lenti í rómantísku atviki í gær eins og stjörnuspáin í Nýju lífi hafði spáð fyrir um. Hehehhe

Guðríður Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 11:42

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: lady

ég ætla að ath hvort ég gæti fengið mailið þitt mitt er olof1011@simnet.is

lady, 13.7.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Búin að senda þér, lady!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Sæl Gurry! endilega kíktu á flotta mynd sem ég var að setja á bloggið mitt af litlum stúlkum frá Skaganum en það eru þær  írena, ég og Svanhildur. Þetta er í albúmi: Gamlar myndir frá Akranesi. Held að þú hafir gaman af þessu. Bestu kveðjur í bæinn.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er altaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, Fjóla og takk, Hanna, ég kíkti á myndirnar í albúminu og minningarnar þvílíkt þyrluðust upp. Þú veist væntanlega að Gísli, bróðir þinn, var fyrsta ástin mín? Við vorum sjö ára og sambandið þoldi ekki álagið þegar reynt var að láta okkur kyssast undir teppi á Langasandinum.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:44

9 identicon

Ekki veit ég hvað hrjáir þig í andlitini þínu , er hvað sem það nú er þá er það ekki gott þegar eitthvað amar að okkur ,en ég vona ynnilega að þú náir góðum bata .Þú ert myndar kona ,það sést á myndinni af þér.En það er ekki neinn smá krafturinn í þér ,og það þó að allt sé rafmagnslaust hjá þér ,en öll erum við verulega háð þessari orku sem er okkur öllum nauðsinleg nú á tímum.Hahahahaheheee

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:16

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er nú bara slæmur sólbruni, Jón Reynir. Sammála, við erum ansi háð rafmagninu.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 13:27

11 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

hehehe koss undir teppi á Langasandinum?? vá rómó !! Hann Gísli gamli (fimmtugur 16 júlí) hefur nú misst af góðu konuefni þar. Það er nokkuð ljóst.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 13.7.2008 kl. 13:36

12 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

hvar hefur þú verið Guðríður? ég hélt það væri bara rigning á suðvesturhorninu. Vona að þú verðir jafn fín aftur.

Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 13:48

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úti á svölum á Skaganum sl. mánudag og bara í hálftíma. Var nýbúin að hreinsa af mér farða og setti feitt krem á húðina á eftir, enga sólvörn ... virkaði eins og steikarolía með svona líka hundleiðinlegum afleiðingum. En þetta hlýtur að fara að skána.

Hanna, við náðum því aldrei að kyssast og því fór sem fór.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 13:55

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úff hvað ég var fegin að sjá að þetta er sólbruni. Var farin að lesa á milli línanna að þú þjáðist af holdsveiki eða skyldum sjúkdómi.

ég tek undir með Jenný. hehe Mikill orkubolti sem þú ert kella mín og lætur ekkert stöðva þig. 

Jóna Á. Gísladóttir, 13.7.2008 kl. 14:19

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi eins og Jenný, fyrsta málsgreinin er geggjuð, work of art.  Láttu þér batna sem fyrst, verst að geta eki ráðið hraðanum sjálfur.  Takk fyrir boldið.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 14:24

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

OMG, kannski er þetta holdsveiki!!! Takk kærlega, Jóna (fliss)

Jamm, boldið er kúl, Ásdís ...

Guðríður Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 14:27

17 identicon

 að hafa sig allan við til að halda samhenginu í boldinu

Hulda (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 15:23

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er samhengi í Boldinu...??? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.7.2008 kl. 15:52

19 Smámynd: Gunna-Polly

samheitið í Boldinu heitir Amber

Gunna-Polly, 13.7.2008 kl. 17:15

20 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gurrí mín, í alvöru, það er eitthvurt krem unnið af henni Sóleyju Elíasdóttur leik - og grasakonu, sem ber nafnið "Sóley" og ku vera algert kraftaverkakrem. Það fæst í apótekum. Kannski getur þetta hjálpað ????? (NB; ég trúi ekki á kraftaverk en sögur af þessu kremi eru í ætt við skilgreiningar á því fyrirbæri ... )

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2008 kl. 21:32

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

"Röndótta mær, má ég koma þér örlítið nær.."?

En Sóley Elíasar er svaka skutla skilst mér, svo hvur veit nema hún geti gert kraftaverk eins og "Traustur vinur"!? (en Magnús Stef eða Kobbi Magg. gera hins vegar engin)

Magnús Geir Guðmundsson, 13.7.2008 kl. 22:28

22 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, eru kremin hennar svona góð? Hef ekki séð þau til sölu hér á Skaganum. Væri gaman að prófa þau ... Sóley ER skutla, Magnús, algjör!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:40

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Gurrý ég mæli sko með kremunum hennar Sóleyjar. - En ég er enn í hláturskasti eftir fyrsa kaflann. Þú ert alveg óborganleg. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.7.2008 kl. 23:19

24 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur til þín elsku Gurrý mín og bið ég góða nóttina og megi allir góðir Guðsenglar yfir þér vaka og vernda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:28

25 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ekki er að spyrja að dugnaðinum í Himnaríki súrsa slátur og þvo á þvottabretti, þú ert óhemju dugnaðarforkur

...    en segið mér, smitast holdsveiki eða skyldir sjúkdómar  í gegnum blogg

Vonandi fer þetta að verða gott Gurrí mín, sendi þér ljós, eða æ nei kannski ekki í andlitið hehehehe, en fullt af góðri orku til að vinna á þessari skelfingu

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.7.2008 kl. 11:18

26 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þegar hann Úlfar fékk barnaexem og búið að bera á hann sterakrem í lengri tíma batnaði honum við hákarlakrem úr Heilsuhúsinu. Algjör galdraáburður.

Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 237
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1718
  • Frá upphafi: 1454187

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 1434
  • Gestir í dag: 188
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Draugar og uppeldi
  • Himnaríki sjór
  • Flutningar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband