18.7.2008 | 10:22
Biblíustrætó á föstudegi
Tíu mínútur nægja mér til að koma mér úr rúmi og út á stoppistöð. Ég hef lengi dáðst að mér fyrir að geta þetta og það án þess að nokkur læti séu í gangi, bara operation:út á stoppistöð 7.41 sharp. Greip með mér appelsínurauða trefilinn til að verja andlitið gegn sól ef þyrfti. Sá kom að góðum notum þegar ég kom út í ískalda norðanáttina á Garðabraut og hann bjargaði mér frá kaldri og kvalafullri bið á stoppistöðinni. Annars hlýnaði mér mikið um hjartarætur þegar Tommi bílstjóri, hættur hjá strætó, keyrði framhjá mér á hvítum einkabíl og veifaði. Æ, hvað ég sakna hans. Ekki var síður kalt í Mosó, eða réttara sagt í Háholtinu, en ég held að sú gata hafi verið hönnuð af miklum skepnuskap ... aldrei of illa farið með góða strætófarþega-dæmið. Þegar strætó 15 loks kom urðum við svo fegin að við borguðum þrefalt gjald og knúsuðum bílstjórann fyrir að vera á réttum tíma. Sífellt beiskari í bragði ókum við í gegnum hittapottinn Mosfellsbæ og sáum að þar var brakandi þurrkur, fáklætt fólk að kafna úr hita og logni. Háholt, skáholt!
Í Mosó kom tiltölulega eðlilegur maður inn í vagninn og settist hjá mér. Ég sneri andlitinu frá honum en skáskaut augunum í kjöltu hans því mig langar alltaf svo mikið til að vita hvað fólk er að lesa. Minn eini galli, held ég. Ég sá tölustafi og svo orðið Jesú en samt var þetta ekki Biblían. Mögulega getur verið að þetta hafi verið mexíkósk eða spænsk spennusaga um Jesú Gonsales og bófaflokkinn hans að undirbúa bankarán Ég verð að fá mér sterkari gleraugu til að geta gengið almennilega úr skugga um svona atriði. Sama súpan var síðan í leið 18 og í gær, eða hægláti maðurinn og nokkrir sætir Indverjar.
Vona innilega að dagurinn ykkar verði bæði ljúfur og syndsamlega skemmtilegur, kæru bloggvinir.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1505920
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 18.7.2008 kl. 11:39
Skemmtu þér vel um helgina Gurrí mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:51
Hafðu það gott um helgina frú Guðríður. Vonandi verður hún strætólaus.
Helga Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:59
Strax farin að sakna þín síðan um daginn. Missti ákkúrat af þessu sólbrunaævintýri þínu, en vona að frásagnargáfa þín hafi komið við sögu, annars hefur þetta verið all-svakalegt. Komin aftur upp í Borgarfjörð (of snemma dags til að kippa þér með) eftir næstum sex daga dvöl heima. Það kemur ekki fyrir aftur ;-) alla vega ekki í sumar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2008 kl. 14:41
Mér finnst þú svo skemmtilegur bloggari að ég bara gæti ekki verið án þín. Enda er nú svo að þú ert orðin auglýsing fyrir strætókerfið sem brátt verður tekið upp hér á Selfossi, semsagt "Selfoss/Reykjavík" myndskreytt með Gurrí dúllu. svo er bara spurning hvort ferðirnar héðan verði nokkuð í líkingu við Skagaferðirnar frægu. Hafðu það gott um helgina dúllan mín knús og kram
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 18:29
Stuttorð um strætóferð sem aðrar ferðir núna, hef á tilfinningunni að eitthvað sé að brjótast innra með þér, hugsanlegar breytingar kannski í vændum eða þú sért að íhuga eitthvað slíkt eða jafnvel búin að ákveða!?
Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2008 kl. 18:32
Nú er tækifærið þitt Ásdís að gerast strætó b.s drottning suðursins.
Þröstur Unnar, 18.7.2008 kl. 19:08
Heheh, þið eruð svo fyndin. Ásdís, líst vel á tillögu Þrastar!
Magnús, ég hef verið ferlega lasin undanfarna daga, sólbruni plús kvef, og styttri færslur fyrir bragðið. En stutt er í að ég færi mig yfir á dv.is-bloggið, rétt er það með breytingarnar.
Óska ykkur öllum frábærrar helgar ... og Anna, ég færði ekkert í stílinn, nema myndirnar af fésinu á mér voru kannski falsaðar. Spurðu bara Halldór frænda, hann sá mig og þurfti áfallahjálp á eftir, held ég. Hehehhehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.7.2008 kl. 19:48
Hafðu það sérstaklega gott um helgina Gurrý. - Eru miklar breytingar í vændum hjá þér?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:05
Ég hélt að það væri vel geymt leyndarmál, að þér og sumum kannski Moggabloggurum fleirum stæði til að ræna af ofursnjallri kænsku frænda míns Reynis t.!?
En hitt allt, er það ennþá leyndó?
Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2008 kl. 22:07
Þú verður greinilega að fá þér sterkari gleraugu, eða kjark til að spyrja sessunauta hvað þeir séu að lesa. Ekki hægt að láta menn frá sér án þess að vita það.
Hvaða leyndarmál er verið að tala um? Ertu að fara að gifta þig? Verður tvöföld stórhátíð 12.ágúst næstkomandi? Næsti pistill þinn verður að vera undir yfirskriftinni: Leyndarmálið afhjúpað.
Laufey B Waage, 19.7.2008 kl. 00:25
Laufey, ég vildi að ég vissi hvaða leyndarmál þetta er. Það eina sem er í gangi núna er að bloggið mitt flyst bráðum yfir á dv.is, einhver farangur er þegar kominn þangað. Magnús hefur eitthvað misskilið mig, fundist ég dularfull þegar ég lá í rúminu sárlasin með annars stigs bruna í andliti og hor í nös. Ekki hægt að blogga mikið í slíku ástandi. Já, ég hefði átt að vera kjarkmeiri og spyrja þennan ljúflega mann í morgun út í lestrarefnið, þá hefði jafnvel orðið brúðkaup í ágúst. Alltaf hægt að vera vitur eftir á.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:40
Láttekkisvona, veikindi og bruni verða ekki misskilin, en ætli þetta verði ekki að bíða þangað til í des er Völvan kjaftar frá!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2008 kl. 19:07
En mikið má nú DV bloggið batna skilst mér svo vel fari, svo segja me´r allavega þeir sem nent hafa að fylgjast með, ekki nóg bara að "kaupa dýra leikmenn" eitthvað fleir verður að koma til og verður þetta ekki bara svipað og eyjan.is?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2008 kl. 19:11
Magnús, þú ert að gera mig brjálaða úr forvitni. Það er ekkert að fara að gerast svo ég viti og tæplega eitthvað sem völvan tengist ... í alvöru. Þú veist greinilega eitthvað sem þú heldur að ég viti, hvernig væri að senda ímeil á frúna og segja betur frá þessum furðulegu grunsemdum!
Mér finnst Eyjan reyndar mjög skemmtileg síða. Ég var ekki keypt til dv.is. Það hefði þó verið flott að fá nokkra þúsundkalla fyrir að "bulla" um bold og fleira.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.