Lundar, nördar, brjóst og allt vitlaust í boldinu

Lundi skundiUndanfarið hef ég haft mikla ánægju af því að horfa á lundavefmyndavélina frá Vestmannaeyjum, http://puffin.eyjar.is/view/index.shtml en þar má ekki bara sjá lunda, heldur líka fallegt landslagið í kringum Eyjar. Halldór frændi kíkti til mín í vinnuna í dag og ég sýndi honum þessa vél og líka hvar hægt væri að finna vefmyndavélar alls staðar að af landinu, eins og ég sýndi bloggvinum mínum um daginn; eða á http://www.danieldesign.se/icelandrightnow.html.

Fékk undirfurðulegt augnaráð frá frænda og flýtti mér að segja: „Já, ég er sko algjör nörd.“

„Nörd?“ sagði frændi aðvarandi. „Þú færð yfir þig skaðabótamál frá fólkinu sem verslar í Nexus ef þú kallar þig nörd, þú ert svo miklu verra en það!“

Frændi var í gírnum, enda nýbúinn að stjórna símatíma milli 11 og 12 á Útvarpi Sögu. Ég heyrði hluta símatímans og skemmti mér konunglega. Það skyldi þó ekki vera að ég fari að hlusta á útvarp aftur, það yrði þá Halldóri að kenna.

PamelaHeilsan er öll að koma til og svo er ég líka óðum að jafna mig eftir áfallið sem skall á öllum brjóstgóðum konum fyrir skömmu ... eða að brjóst væru dottin úr tísku. Við Pamela berum okkur samt vel og vitum að tískan fer í eilífa hringi.

Allt er að verða vitlaust í boldinu enn eina ferðina. Bridget er ólétt, eins og allir vita, og Nick játaði það loksins fyrir fyrir konu sinni, Brooke, sem er mamma Bridgetar, að hann hefði sofið hjá Bridget, fyrrverandi konu sinni og núverandi stjúpdóttur, og barnað hana kvöldið góða þegar Brooke kyssti Ridge, fyrrum mann sinn til margra hjónabanda. Brooke bilaðist við fréttirnar, tók kast á Nick, fleygði honum útbyrðis af snekkjunni, henti til hans björgunarhring og sigldi á brott, þó eftir að hafa látið strandgæsluna vita. Henni fannst líka ódrengilegt af Nick að minna hana á að hún ætti Hope litlu með Deacon, fyrrum tengdasyni sínum og þáverandi manni Bridgetar. Brooke hefur stundað það að stinga undan Bridget, dóttur sinni, sem fyrirgefur mömmu alltaf. Nick var sem sagt annar maðurinn sem hún náði frá henni. Það hefur ekkert verið af neinni illmennsku hjá Brooke, heldur hafa þessir menn verið sálufélagar hennar þá stundina.

Doktor BridgetÁ sama tíma á sjúkrahúsinu. „HA!!! Er ég komin níu vikur á leið?“ spyr Bridget lækninn í sjokki. „Þá er Nick ekki faðir barnsins, heldur Dante, núverandi kærasti Feliciu, systur minnar, en við ætluðum að giftast um daginn þótt hann ætti barn með Feliciu, barnið sem Nick hélt lengi vel að hann ætti.“ Auðvitað sagði hún ekki allt þetta við lækninn en fyrri partinn þó. Hún reynir árangurslaust að hringja í Nick til að segja honum að þegja áfram yfir hjásofelsinu en sorrí, of seint. Sími Nicks hlýtur líka að vera ónýtur í sjónum, nema hann sé enn í snekkjunni hjá Brooke. Hvað verður nú um fullkomna hjónabandið hjá Brooke og Nick. Skemmir þetta samband Dante og Feliciu? Ná Brooke og Ridge saman enn eina ferðina eða er Donna, systir Brooke, búin að ræna hjarta Ridge, svona áður en hún nær í pabba Ridge, hann Eric?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stendur þig vel að vanda, kíki aldrei orðið á Boldið því þú segir svo skemmtilega frá.  Njóttu helgarinnar, en segðu mér eitt?? er tilfellið að þú ætlir að hætta hér með blogg? rakst á gamalt blað í dag þar sem stendur að þú sért að flytja þig yfir á Dv, getur þetta staðist?? Bíð spennt eftir svari. Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mínir menn hjá dv.is eru ansi sannfærandi þegar þeir taka sig til. Vefsíðan þeirra er í miklum og flottum breytingagír og þeir vildu fá mig til að blogga hjá sér. Er aðeins byrjuð þar og þá með sama blogg og hér en ég kveð með kossum og faðmlögum ... og fer nú ekkert langt. Á forsíðu dv.is er hægt að klikka á "blogg" og þar finnur þú frúna ... og mun nýrri mynd en þessa níu ára gömlu sem ég nota hérna á blogginu ... alla vega komin ný (5-6 ára) gleraugu.

Guðríður Haraldsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Verður maður þá að fara að horfa sjálfur á Boldið ?., - mér finnst svo miklu skemmtilegra að lesa um það á blogginu þínu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Hanna

Þó svo ég sé ekki nastý að eðlisfari þá langar mig svvooooo að segja ykkur stöðuna í Boldinu eins og hún er vestanhafs í dag:

 Brooke er að fara að giftast Ridge í égveitekkinúmerhvaðskipti.

Nick er að sofa hjá Bridget og hún flutt inn til hans þar sem hann býr í húsinu sínu með syni sínum og Taylor (m.a. fyrrverandi Ridge-konu).  Samt er Brooke líffræðileg móðir barnsins sem Nick og Taylor eiga!!!  Brooke átti semsagt eggið sem barnið var búið til úr og Bridget setti eggið óvart í Taylor í staðinn fyrir í frystinn!

Í þessu húsi býr líka systir Brooke, Katie, sem er ástfangin af Nick og hann jafnvel af henni.  Allt í fjölskyldunni semsagt.

Hin systir Brooke, Donna, er nú gift Erik, pabba Ridge og fyrrverandi eiginmanni og barnsföður Brooke - (allt í fjölskyldunni jú knóv).  Áður var Donna með Ridge, þ.e. meðan Brooke var ennþá með Nick.

Taylor er trúlofið syni Brooke, Rick, og stakk hún undan dóttur sinni sem hún á með Ridge.

 Barnið sem Bridget á að ganga með núna kemur hvergi við sögu, Dante virðist horfinn af yfirborði jarðar en Felicia vinnur í fjölskyldufyrirtækinu og virðist ekki vera að sofa hjá neinum.   Thorne sést ekkert þessa dagana, hann er allavega ekki að sofa hjá Taylor eins og hann er að gera í þáttunum hérna á Íslandi núna.  Enda Taylor síðan búin að giftast og skilja við Nick eins og áður kom fram.  Allt gerist þetta á einu og hálfu ári.

Ég man nú ekki eftir meiru í bili en það er allavega farið sparlega með leikarakostnað í þessum þáttum - allt í fjölskyldunni, aftur og aftur.......

Hanna, 18.7.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takkkkkk, Hæna, þetta var hressandi og mjög upplýsandi. Ég var reyndar búin að njósna aðeins á Netinu og vissi þetta með egg Brooke sem fór óvart í Taylor ... og hlæja einhver ósköp að því. Er eitthvað að frétta af Amber? Er hún enn í hinni sápunni þarna, Young and the Restless ... eða eitthvað svoleiðis?

Lilja Guðrún, þú kíkir bara á mig á dv.is, ég mun svo sannarlega halda áfram að bolda!

Guðríður Haraldsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Hanna

Já, Amber er enn í Young and the Restless.  Var einmitt dömpað í síðustu viku af kærastanum eftir að hún þurfti endilega að segja honum að hún hafði haldið framhjá honum.  Þær alveg biðja um þetta þessar ljóshærðu í LA.

Felicia sést stundum þar líka, þá eru fyrirtækin í þessum tveim sápum að díla eitthvað saman - sami framleiðandi sko.

Í þeirri sápu, Young and the restless, er líka farið sparlega með leikarana.  Fólk giftist í kross og skilur, eignast börn með hvert öðru en samt ekki jafn ört og í Boldinu. 

Annars bjó ég í USA þegar Boldið byrjaði á sínum tíma og þeir hafa nýtt leikarana mjög vel eins og hefur komið fram.  Og alveg er sama hvað fjölskyldumeðlimir gera af sér á kostnað hinna í fjölskyldunni, allt er fyrirgefið og byrjað upp á nýtt.  Ég man að fyrsta sagan í Boldinu var að Stephanie hélt því leyndu fyrir Eric að þau áttu saman dóttur á þrítugsaldri sem hafði fæðst eitthvað veik og alltaf verið í rúminu síðan.  Einhvernvegin hafði Stephanie tekist að halda þessu leyndu fyrir fjölskyldunni (hvers vegna hún þurfti þess kom aldrei fram).  Hún heimsótti þó þessa dóttur sína reglulega og svo þegar Eric og fjölskyldan komust að þessu þá auðvitað dó dóttirin þannig að þau fengu aldrei að njóta hennar.  Voða sorglegt en Stephanie var auðvitað fyrirgefið.  Svo komu aðrar sögur í staðinn, hver á eftir annarri........ og við fáum að njóta á hverjum virkum degi :)  Þetta er í raun frekar fyndið hvað hægt er að verða húkt á þetta.

Hanna, 18.7.2008 kl. 23:55

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Er ekki að verða einhvers konar úrkynjun þarna í þessu Boldi???

ÓMG..ég er í kast!!!!

Fylgist með hér...

Bergljót Hreinsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:09

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Er verið að víza manni leiðina til betra bloggeríz ?

Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 00:16

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur og góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:32

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt update hjá Hænunnu, hafði smá grun um eitthvað af þessu, kíki stundum fram í tímann, hef ekki þolinmæði fyrir langar þagnarsenur, þessvegna elska ég updeitið hjá þér.  Koss the Chuck style 

chuck norris
Custom Smiley Mega hard

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 93
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 1460568

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 1314
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband