Nokkrir góðir Norrisar

Chuck NorrisMinn maður er á ráspól í Formúlunni og gengur vonandi vel á morgun. Af því tilefni koma hér nokkrir sígildir Chuck Norrisar:


-Chuck Norris er oft í brúnum skóm við svarta beltið sitt. Enginn hefur nokkru sinni dirfst að gera athugasemd við það. Aldrei.

-Chuck Norris er eina manneskjan í heiminum sem getur sent hringspark með tölvupósti.

-Chuck Norris getur kveikt í með stækkunargleri ... að nóttu til.

-Þegar Chuck Norris var neitað um morgunverð á McDonald´s vegna þess að klukkan var orðin 10.35 (lokað 10.30) hringsparkaði hann staðinn svo harkalega að hann breyttist í KFC.

-Þegar Chuck Norris dettur í vatn verður Chuck Norris ekki blautur. Vatnið verður Chuck Norrisað.

-Chuck Norris fann upp svarta litinn. Í reynd uppgötvaði hann allt það litróf sem mannlegt auga nemur. Nema bleikt. Tom Cruise fann upp bleikt.

MC Hammer-Chuck Norris getur snert MC Hammer.

-Chuck Norris fór í rússneska rúllettu með fullhlaðna byssu og sigraði.

-Þegar Chuck Norris gefur blóð vill hann engar nálar eða slöngur, heldur skammbyssu og fötu.

-Það eru engin steratröll í hafnabolta, bara leikmenn sem Chuck Norris hefur andað á.

 

Njótið dagsins og passið ykkur á sólinni í dag, kæru bloggvinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég passa mig svo vel á sólinni að ég er ekki farin út ennþá.  Þurfti ekki að horfa á Boldið þar sem ég var búin að lesa hjá þér og kann húsbandið mitt, þér kærar þakkir fyrir það, hann fór að horfa á Animal Planet, en mér heyrist að hann sé sofnaður aftur.  Chuck er hetja og ég er viss um að ef hann mundi horfa á bakið mitt þá mundi það laga sig sjálft    nýja myndin er flott en ég held þú ættir bara að hafa þessa hér áfram, hún er orðin eins og vörumerki.  Hafðu það gott elskuleg  Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Chuck þarf ekki að passa sig á sólinni. Sólin þarf að passa sig á honum. Hún gæti Chuckbrunnið.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahaha, hárrétt, Jón Steinar!

Held áfram að bolda, Ásdís, gott að maðurinn þinn gladdist!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 320
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband