21.7.2008 | 16:59
"Kemst ekki heim, Saving Iceland hefur stoppað alla umferð"
Vinnudagurinn var gjörsamlega frábær eins og venjulega og þegar ég gerði mig tilbúna til að hoppa í strætó seinnipartinn hringdi Ásta mín elskuleg, stödd í Reykjavík og þurfti að finna Múrbúðina. Ég sagði henni til vegar með því að kíkja á kort á www.ja.is og ekki svo löngu síðar kom hún á drossíunni, ásamt gullfallegri dóttur sinni, í Lynghálsinn. Við ákváðum að fá okkur kaffi í Mosfellsbakaríi til að drekka á heimleiðinni. Engir hitamælar eru til þar en ég bað stúlkuna um að reyna að ná hitastiginu 150°F með hugarorkunni og hafa enga froðu. Ásta hvíslaði að mér að ég væri að taka hana á taugum þannig að ég hætti við að biðja stúlkuna um að fá að fylgjast með þegar hún hellti mjólkinni út í pappamálið. Hummm, heita mjólkin með kaffibragðinu var samt ágætlega hressandi en auðvitað á maður að biðja um það sem maður vill fá, kurteislega þó, ekki óttast að stressa afgreiðslufólk.
Áður en við lögðum af stað frá Mosó fékk Ásta SMS frá vinkonu sinni sem vinnur í járnblendinu: Kemst ekki heim, Saving Iceland hefur stoppað alla umferð! Við hlógum illgirnislega alla leiðina á Kjalarnes en snögghættum að hlæja þegar við lentum fyrir aftan mjög hægfara ökutæki! Það tekur á taugar nútímakvenna að aka á 30 í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Það sem líklega róaði okkur niður var að Pavarotti var á fóninum og meira að segja jólalagið sem hann söng var algjörlega við hæfi. Upptökubíll frá RÚV lullaði fyrir framan okkur og við veltum aðeins fyrir okkur hvernig hann gæti mögulega komist fram fyrir langa bílaröðina sem hafði víst myndast í báðar áttir til að mynda mótmælin.
Ég hugsaði aðeins um að fremja afbrot á Skaganum þar sem löggan væri nú örugglega upptekin við að berja á Saving Iceland en svo nennti ég því ekki. Himnaríki beið í yndislegheitum sínum. Mikið sakna ég annars ökuferðanna með Ástu í bæinn á morgnana.
Tommi liggur nú í leisíboj (hægindastóll sem við erum að passa) og erfðaprinsinn setti mjúkt teppi undir hann, púða við höfðalagið og fótaskemilinn út svo hann geti nú rétt almennilega úr sér, elsku kötturinn. Nú flæðir að við Langasandinn og allt lítur út fyrir að það verði fagrar, jafnvel svolítið stórar öldur á hlaðinu hjá mér þegar líður nær kvöldi.
Myndavélin sem ég er með í láni bilaði fyrir nokkrum dögum (format error) svo ég bað elsku sænska ljósmyndarann í vinnunni um að kíkja á hana. Sá snillingur fann út að minniskortið væri ónýtt og þá voru hæg heimatökin að skipta um minniskort við heimkomu en ég hafði nýlega keypt slíkt kort í mína vél áður en skjárinn á henni eyðilagðist. Í kaupbæti fékk ég góðar ráðleggingar um næstu myndavélarkaup.
Fyrsta myndin sem tekin var á vélina eftir kubbaskiptin er einmitt myndin af Tomma í hægindastólnum hættulega (svæfir hvern þann sem í hann sest). Ekki kannski tímamótamynd en sýnir engu að síður það dekur sem hann býr við hér í himnaríki.
Mótmæli við Grundartanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 135
- Sl. sólarhring: 313
- Sl. viku: 827
- Frá upphafi: 1505834
Annað
- Innlit í dag: 107
- Innlit sl. viku: 673
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Heldurðu að Tommi viti að ekki eigi allar fjölskyldur lazyboy og -girl? Heldurðu að hann geri sér einhverja grein fyrir því hvað hann er heppinn að fá teppi og púða og vera trítaður eins og hver annar prins? Nei, honum finnst þetta bara sjálfsögð þægindi og þjónusta. Stundum öfunda ég kettina mína. Sérstaklega þegar þeir sofa á sínu græna eyra í hægindastól í stofunni þegar ég dragnast drullusyfjuð út úr dyrunum á morgnana.
Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2008 kl. 17:07
Held að Tomma finnist þetta einmitt alveg sjálfsagt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.7.2008 kl. 17:09
Systir þín er með sumarbúðir fyrir börn og þú með sumarbúðir fyrir ketti og stóla. Er þetta í ættinni? Það er satt sem sagt er, hundar hafa eigendur en kettir þjóna.
Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 18:11
Það eru viðsjárverðir tímar frú Guðríður. Kannski þú hefðir átt að þiggja aðstoð tryggingaráðgjafanna sem ég bauð þér um daginn? Það getur komið fólki í koll að taka vanhugsaðar ákvarðanir.
Árni Gunnarsson, 21.7.2008 kl. 18:28
Þetta er nú ekkert merkilegt með fj. kettina. Þeir eru sjálfhverfustu dýr sem ég veit um.
Finnst að þú mættir alveg blogga um Álftirnar í Árbænum sem hverfa og birtast any time any where.
Þröstur Unnar, 21.7.2008 kl. 18:51
Þröstur gættu orða þinna þegar þú talar um ketti, þetta er snjöllustu ferfætlingar fyrr og síðar. Hvað er þetta annars með þig og myndavél frú Gurrý?? því færðu þér ekki síma með góðri myndavél, þá er þetta alltaf við hendina og helv. góðar myndir. Gott að þú komst á leiðarenda og til lukku með nýju skallabullurnar sem ætla að sparka í rassinn á ÍA. (tek það fram að skallabulla er ekki ljótt orð fyrir norðan)
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 19:22
Kisurnar kunna nú að koma sé vel fyrir ,og hafa nú litlar áhiggjur af lífinu það er þeirra rétta eðli held ég. Gott var að ekkert var að þessari myndavél hjá þér ,minniskortin geta auðvitað bilað í þeim eins og annað.Þetta fólk sem er í þessu mótmælastandi eru kjánar sem kunna ekki að vinna eðlilega vinnu og sennilega læra ekki ,mér finst þessi furðulegu mótmæli hjá þessu liði kjánalegt og það þjónar eingum tilgangi heldur ,bara tefja vinnandi fólk .
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 21:23
Ekki er slæmt að vera kisa í Himnaríki krúttkast hafðu það ljúft mín kæra
Brynja skordal, 21.7.2008 kl. 23:05
Góða nóttina elsku Gurrý mín og megi allar góðar vættir yfir þér vaka og vernda elskan mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.7.2008 kl. 01:29
Ekki hefur kötturinn minn það svona gott, honum er bannað aðgengi að sumum stöðum á heimilinu, þótt mig renni nú í grun að hann stundi einmitt þá staði grimmt, þegar við heimilisfólkið erum að heiman...... .....hann skilur nebbla eftir sig töluverð ummerki, sem ég held að hann fatti ekki sjálfur. Svo læðist hann bara lymskulega um þegar við komum heim og heldur að við vitum ekki neitt.....
Lilja G. Bolladóttir, 22.7.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.