Hin fullkomna móðgun

Björgvin„Nú ert þú alltaf svo flottur í tauinu, alltaf með svo góðar græjur og kannt alla nýjustu frasana. En ert samt alltaf svo glataður.“ Björgvin Halldórsson við gítarleikara í fremstu röð

Carl Billich píanóleikari þótti með eindæmum kurteis maður. Eitt sinn var hann að spila á balli í Þjóðleikhúskjallaranum og drukkinn maður var þar með frammíköll og læti. Loks missti Carl þolinmæðina, stóð upp frá píanóinu, gekk að manninum og sagði ákveðinn: Mig langar að biðja yður vinsamlegast um að halda munni ... og snæða óhreinindi.“

„Og hvað með það?“ Elvis Presley, þegar honum var sagt að Bítlarnir væru komnir í heimsókn til hans á Graceland

„Hvernig í ósköpunum gæti ég átt í kynferðislegu sambandi við fimmtugan steingerving? Ég á guðdómlegan kærasta sem er 28 ára gamall. Hvers vegna ætti ég að skipta honum út fyrir risaeðlu?“  Carla Bruni um Mick Jagger

Bruce Springsteen„Tónleikar hans standa yfir í fjóra og hálfan tíma. Það er pynting. Hatar hann áheyrendur sína?“ John Lydon um Bruce Springsteen

„Hvernig er mögulegt að hafa það að atvinnu sinni í 30 ár að spila á munnhörpu og sýna ekki minnstu merki um framfarir?“ David Sinclair, The Times, um Bob Dylan

„Hann hljómar eins og hann sé með múrstein hangandi á kynfærunum og matvinnsluvél í kokinu að búa til kæfu úr hálskirtlunum.“ Paul Lester, Melody Maker, um Jon Bon Jovi

„Ólýsanlegur, hæfileikalaus og óheflaður ungur skemmtikraftur.“ Bing Crosby um Elvis Presley

„Drengurinn inniheldur meira plast en plastpoki.“ Melody Maker um Michael Jackson

„Ef myndin mín gerir að minnsta kosti eina manneskju óhamingjusama þá hefur mér tekist ætlunarverk mitt.“ Woody Allen

„Frábær leikkona ... frá mitti og niður úr.“ Dame Margaret Kendal um Söru Bernhardt

„Ég hef meiri hæfileika í mínu minnsta prumpi en þú í öllum líkamanum.“ Walter Matthau við Barbra Streisand

„Hann lítur út eins og hálfbráðnaður bolabítur úr gúmmíi.“ John Simon um Walter Matthau

„Við verðum að viðurkenna að síðasta brúðkaup Elísabetar Taylor snerist um að selja ilmvatn vegna þess að það er erfitt að selja ilmvatn þegar maður er gömul og feit piparkerling.“ Johnny Rotten (Sex Pistols)

Joan Collins„Joan Collins myndi selja eigið garnagaul ef hún gæti það.“ Anthony Newley (fyrrverandi eiginmaður hennar)

„Mér finnst sjónvarp vera mjög fræðandi. Um leið og einhver kveikir á því fer ég inn í bókaherbergið mitt og les góða bók.“ Groucho Marx

„Það væri mikil fróun í því að grafa hann upp og fleygja í hann grjóti.“ George Bernard Shaw um William Shakespeare

„Gott fyrir frama hans.“ Gore Vidal þegar hann frétti lát Trumans Capote

 „Sögur hennar eru ráðgátur ekki skáldskapur. Persónur hennar eru ekki einu sinni nógu raunverulegar til að vera skopstælingar. Mér líkar alls ekki við bækur Agöthu Christie.“ Ruth Rendell um Agöthu Christie

„Tilhugsunin um Karl prins að spjalla við grænmetið sem hann ræktar er ekki svo óhugsandi þegar maður man eftir því að hann hefur mikla æfingu í að spjalla við ættingja sína.“ Jaci Stephens, The Sunday Times

„Við bjóðum svona fólki í tesamkvæmi en við giftumst því ekki.“ Lafði Chetwode um tilvonandi tengdason sinn, John Betjeman

„Börn eru fín. Ef þau eru almennilega elduð.“ W.C. Fields

 „Við ættum að setja reykingamenn og litla krakka saman og sjá hverjir verða fyrri til að gera hina brjálaða.“ John Simon um börn í flugvélum

„Ég horfði á Sumoglímu í sjónvarpinu í tvo klukkutíma þegar ég áttaði mig á því að þetta var pílukast.“ Hattie Hayridge

„Hún var svo loðin að þegar hún lyfti upp höndunum hélt ég að Tina Turner væri í armkrikunum á henni.“ Joan Rivers um Madonnu

„Tómarúm með geirvörtur.“ Otto Preminger um Marilyn Monroe

„Hún er ein af fáum leikkonum í sögu Hollywood sem er líflegri á ljósmyndum en á hvíta tjaldinu.“ Michael Medved um Raquel Welsh

Brooke Shields„Rússar elska Brooke Shields vegna þess að augabrúnirnar á henni minna þá á Leonid Brezhnev.“ Robin Williams

„Ég þekkti hana áður en hún varð hrein mey.“ Oscar Levant um Doris Day

„Elizabeth Taylor er svo feit. Hún dýfir verkjatöflunum sínum í majónes.“ Joan Rivers um Elizabeth Taylor

„Ég vildi að ég hefði þekkt þig á meðan þú varst á lífi.“ Leonard Louis Levinson við leiðinlegan mann

„Ég ætla að leggja nafn þitt á minnið og síðan fleygja höfðinu á mér.“ Oscar Levant

„Hún fékk fallegt útlitið frá föður sínum. Hann er lýtalæknir.“ Groucho Marx

 „Megi kynlíf þitt verða jafngott og lánstraustið.“ J. Corigan

„Maðurinn var svo lítill að hann var sóun á húð.“ Fred Allen

„Ein hrukka í viðbót og allir halda að þú sért sveskja.“ Ókunnur höfundur

„Þú ert svo lítill að þegar fer að rigna ert þú sá síðasti sem fattar það.“ Ókunnur höfundur

„Ég hef heyrt skemmtilegri samræður í stafasúpu.“ Ókunnur höfundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

frábært

Hólmdís Hjartardóttir, 22.7.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dásamlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Skemmtilegt  gamla fjölmiðla vinkona.

Þórður Helgi Þórðarson, 22.7.2008 kl. 12:34

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, mér finnst þetta snilld. Fékk bók í jólagjöf fyrir mörgum árum sem innihélt útlensku móðganirnar, hinar heyrði ég hjá Hirti Howser.

Mér fannst freistandi að birta ekki þessa síðustu, heldur slá um mig með henni um alla bloggheima og segja: "Vá, ég hef séð betri færslu en þetta í stafasúpu" ... eða í löngum kommentahalda: "Ja hérna, hef séð málefnalegri umræður í stafasúpu ..." osfrv. en svo hætti ég við. Ég er t.d. enn hálfsár út í Kalla Tomm síðan hann móðgaði mig (man ekki hvernig) í einhverri mannfræði-félagsfræðitilraun hans í bloggheimum í fyrra. Þorði ekki að taka áhættuna að græta fólk hérna út og suður.

Guðríður Haraldsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Tómarúm með geirvörtur.

Þekki nokkur svoleiðis rými.

Þröstur Unnar, 22.7.2008 kl. 12:57

6 Smámynd: Brynja skordal

 Frábært að lesa þetta takk fyrir mig

Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 13:50

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gaman að þessu. Takk.

Hrannar Baldursson, 22.7.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ahhh þetta er snilld! Þú verður að kíkja á www.insults.net þú munt elska þá síðu! Ein af mínum uppáhalds þaðan er "are you always this stupid or are you making a special effort today?" Myndi aldrei detta í hug að segja það við þig samt

Vera Knútsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:21

9 identicon

Dásamleg færsla.Þesi gæti hæglega hafa verið sögð í sundi, Hún var svo loðin að þegar hún lyfti upp höndunum hélt ég að Tina Turner væri í armkrikunum á henni.“ Joan Rivers um Madonnu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:23

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það eru víst mörg smellinn tilsvörin frá Bjögga - skemmtilegt, takk.

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:37

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært !!!!! einu sinni var ég spurð hvort það væri ekki allt annað veðurkerfi þarna uppi hjá mér (kona 1.85 cm) 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 16:59

12 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

 Mjög skemtilegur lestur

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 17:55

13 identicon

Þetta er snilld  

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:08

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir skemmtunina

Já, Bjöggi á þá marga góða.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2008 kl. 18:12

15 identicon

Elsku Gurrí mín, verði þér að góðu.... og farðu svo að láta sjá þig í Firðinum....

Howserinn (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:49

16 Smámynd: Kolgrima

Þetta er frábært!

Kolgrima, 22.7.2008 kl. 18:52

17 identicon

Svo var reyndar einn nýr frá Eiríki Fjalar (Ladda): "Þetta er svo smátt letur að maður þarf að vera dvergur til að lesa það"

Og "snappy come-backs" safnið hans Bo er óþrjótandi brunnur hvernig sem á það er litið. "Lýsing eða Glitnir" er löngu orðin klassík og "ný föt - sama röddin" er í top ten.

Einhverntíma bað hann Magga (Kjartans) um sígarettur í skipunartón: "Sígó !". Maggi sá í pakka í innaná vasa og spurði "af hverju reykirðu ekki þínar eigin?. Bo snöggur að svara "Mér finnst þínar betri" !!!

Vertí samba..

Howserinn (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:59

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hehe... skemmtilegt. En ég hef áhyggjur af því að Þröstur sé í slæmum félagsskap... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:10

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góð!

Helga Magnúsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:46

20 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ansi athyglisverðar athugasemdir, mér finnst þessi með Doris Day sérlega skemmtileg ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.7.2008 kl. 21:32

21 Smámynd: doddý

hæ gurrí

þetta er æðislegur listi. mér finnst ummæli rotten um springstín best, við rotten erum nebblega góðir vinir (halfveis). kv d

doddý, 22.7.2008 kl. 21:51

22 identicon

Sæl Gurrý, sá í færslu um daginn að þú varst á vakt í flóttamannafataogallskonarviðtökustöðinni var ég að vona að þú gætir upplýst mig um hvað má koma með og hvað er hentugt. Eða bent mér á hvern er best að tala við.

Takk sætikoppur

Harpa(  man alltaf öðruhverju eftir myndræksninu)

Harpa (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:59

23 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk allir fyrir athugasemdirnar er búin að kíkja á móðganasíðuna, takk, Vera. Já, Þröstur er í slæmum félagsskap og Anna, Doris Day-setningin er óborganleg, eins og margar þarna, erfitt að velja þá bestu. Takk, Hjörtur fyrir að bæta við. Þú ert algjör hafsjór af svona frösum.

Harpa, ég hugsa ótrúlega oft til þín með sífellt meira samviskubiti ... EN það er opið á mánudögum og fimmtudögum, 18-21, og það vantar allt ... eða þannig. Fólk hefur komið með húsgögn, fatnað, húsmuni, potta, pönnur, lampa og hvaðeina sem gerir engum gagn í geymslunni eða bílskúrnum. Verð næst á vaktinni 27. júlí. Kannski við sjáumst þá.

Guðríður Haraldsdóttir, 22.7.2008 kl. 23:21

24 Smámynd: Kári Harðarson

Í ákveðnum vinahópi er Kaðlín sú kona sem er með stóra hárbursta undir handakrikunum.  Á Húsavík er hannyrðaverslun með sama nafni og ég brosi í kampinn þegar ég keyri framhjá.

Nýyrði yfir feita konu er svo Kjötborg.

Kári Harðarson, 23.7.2008 kl. 11:33

25 identicon

Minns var staddur í fataverslun hvar posakerfi var í steik svo ég bara staðgreiddi, þurfti reyndar að hoppa fram fyrir konu í röðinni til þess, sú var með debetkort.

Hún byrjaði að rövla þótt engin lausn fyndist á hennar málum og ég væri í raun ekki að tefja hana neitt. Þegar hún er í miðri rövlræðu sný ég mér að henni og segi "Heyrðu, þú ert ofan úr Breiðholti er það ekki?" Eitt andarblik róaðist hún, brosti meira að segja eilítið og spurði mig "Jú reyndar, erum við nágrannar?" Ég svaraði að sjálfsögðu "Það er nú óþarfi að ráðast á mig með móðgunum, nei, ég þarf ekki að búa í Breiðholti. Grunaði að þú værir þaðan því fólk sem vælir undan því að aðrir bjargi sér en sjá sjálfir ekki lausn á einu eða neinu enda venjulega þar"

Konan sagði ekki múkk meira, fleygði frá sér fötum sem hún hafði ætlað að kaupa og rauk út.

Eftir massífa lyfjagjöf og samtalsmeðferðir hef ég sleppt því að hrella fólk svona, er jafnvel harkalegri í samskiptum!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:09

26 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Snilld....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:45

27 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af húmor Breiðholtshatarans... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 15:18

28 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Gurrí mín, ég er búin að finna afmæliskökuna handa þér.

Nanna Rögnvaldardóttir, 23.7.2008 kl. 16:23

29 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

B-hatari, þarna: Jaðrar þetta ekki við fordóma? Mér er bara spurn....

Markús frá Djúpalæk, 23.7.2008 kl. 16:25

30 identicon

Nei nei, eftirdómar, kynntist liðinu i Betlihem (Breiðholti) fyrst og dæmdi svo af reynslu.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:47

31 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Óborganlegt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:39

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Einu sinni var ég að deita gaur .. hann sagði ,,Þú ert alveg einstök" .. og ég byrjaði að upplifa mig ,,one of a kind", og svo bætti hann við: ,,eins og allir aðrir" ..og hló á mikið   ... það þarf varla að taka það fram að mín fílaði ekki húmorinn né gaurinn ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 00:36

33 identicon

„Ég ætla að leggja nafn þitt á minnið og síðan fleygja höfðinu á mér.“ Þetta er náttúrulega algjör perla!

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 39
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 2001
  • Frá upphafi: 1455704

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1635
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ástarsaga
  • Sofandi köttur
  • 1. maí fyrir nokkrum árum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband