Veðurbeltið í Háholti, gamalkunnur geitungur og smá bold

Í HáholtiNýi bílstjórinn mætti á vaktina í morgun, úthvíldur eftir gott frí. Hann kom okkur heilu og höldnu í Háholt í Mosó þar sem ríkti óvenjugott veður miðað við staðsetninguna. Háholtsveðurbeltið er öðruvísi en öll önnur veðurbelti og sækir kvikindisskap sinn alla leið til útlanda. Fárviðri og fellibyljir hamast í Ameríku, ná í sig enn meira afli í ítölsku Ölpunum, smeygja sér þaðan út á Atlantshaf, lauma sér inn í Faxaflóann og upp í Háholt í Mosó þar sem það deyr út eftir að hafa farið illa með Skagamenn sem þurfa að húka þar í fjórar mínútur í bið eftir leið 15. Vísindalega útreiknað!

Í Mosó sá ég ekki betur en litli geitungurinn, sem laumaði sér með okkur frá Kjalarnesi fyrir nokkrum vikum, hafi verið þar á sveimi. Hann hefur stækkað einhver ósköp og lagði karlmennina, kuldaskræfurnar í skýlinu, í einelti.

Við Vesturlandsveginn í morgunGuðný í vinnunni náði að grípa mig í Ártúni, rétt á undan leið 18, sem spældi örugglega DV-blaðamanninn sem hélt að hann yrði á undan mér í vinnuna. Hann fór út á Vesturlandsveginum og gekk upp Súkkulaðibrekkuna. Það var samt sárt að horfa á eftir unga fólkinu feta sig niður mjög háan kantinn og niður í hyldýpið út frá Vesturlandsveginum. Stelpan í hælaháu skónum fékk þó góðan stuðning frá vini/kærasta, annars hefði hún rúllað alla leið, eins og ég í fyrra. Ég mótmæli þessarri stoppistöð með því að nota hana ekki og mun ekki gera fyrr en það eru komnar tröppur þarna eða við fáum afhentar fallhlífar eða sigbúnað. Ungu krakkarnir halda þau að þau séu eilíf, ég þekki lífið betur og byltur þess ...

Dark KnightUm tíuleytið mætti viðtalsefnið mitt í hús, fékk förðun hjá Haffa og svo lögðum við öll í hann í Kópavoginn og hafði ljósmyndari bæst í hópinn. Ég ætla að fara að skrifa viðtalið, svona á meðan það er í fersku minni. Hætti frekar aðeins fyrr á morgun og fer á fjögursýningu á Dark Knight! Það er uppselt á allar seinni sýningar út árið, held ég. Alla vega næstu daga.

Talyor, Ridge, Nick og BrookeBrooke er í miklu uppnámi vegna svika Nicks (sem svaf hjá dóttur hennar, Bridgeti, sem er reyndar fyrri kona Nicks). Donna, systir Brooke, var næstum því búin að forfæra Ridge en þá kom Brooke grátandi þangað og fór beint í fangið á Ridge. Hann var ekki einu sinni búinn að þurrka varalit Donnu af vörum sér þegar hann kyssti Brooke ástríðufullt. Bridget bað mömmu sína um að sýna Nick miskunn og halda áfram að vera gifta honum, en Ridge mun án efa ekki sleppa Brooke svo auðveldlega. Stefanía er alsæl, enda vill hún að Ridge og Brooke verði saman. Ef hún bara vissi ... Donna beinir spjótum sínum nefnilega næst að eiginmanni Stefnaníu, Eric, sem hún hefði ekki gert ef hún hefði fengið Ridge.

Rick, sonur Brooke, og TaylorNú fer unga kynslóðin að koma inn. Það er t.d. ekki mjög langt í að Rick, bróðir Bridgetar og sonur Brooke, fari að deita Taylor, fyrri konu Ridge og mömmu Tómasar og tvíburanna. Held meira að segja að Taylor stingi undan öðrum tvíburanum sínum með Rick. Taylor hefur í mörg ár keppt við Brooke um ástir Ridge sem er í raun hálfbróðir Ricks nema þeir eru ekki blóðskyldir. Ridge er Massimo í raun og því hálfbróðir Nicks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl óborganlegi bloggari.  Hvað er að sek á myndinni þarna til hægri neðst??  hver er á leið upp á hvern??  Nú sé ég ekki færslurnar þínar fyrr en um helgi ef ég kemst heim þá, þangað til læt ég mig dreyma um sæta skaga stelpu í strætó. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Á neðstu myndinni er Rick, sonur Brooke, að reyna við Taylor gömlu ... þau eru næstum nakin uppi í rúmi ... Hann er reyndar í gallabuxum og hún í lokkandi undirkjól, sem sagt næstum nakin. Þetta kemur í boldinu eftir einhverja mánuði.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú hlýtur að vera með mastersgráðu í ættfræði til að geta hent reiður á þessu fjölskyldudrama í Boldinu. Alveg ótrúlegt hvað þú getur komið þessu frá þér þannig að maður skilur þetta næstum því alveg.

Helga Magnúsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:36

4 Smámynd: Lilja Björnsdóttir

Hahaha.. Eg er álíka mikill sérfræðingur í Guiding Light og Gurrí á Boldinu. :) Eitthvað verður maður að binda sig yfir.. ;)

Lilja Björnsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Brynja skordal

já það er mikið að ske í boldinu og verður áframm Laumaðist á netið í morgun og sá þátt sem var 18 júlí úti og maður minn hann endaði svo spennandi að nú bíð ég sko spennt eftir frammhaldi þið ættuð að vita hvað skeði

Brynja skordal, 23.7.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Hanna

Ég er alveg rasandi yfir frekjunni í Brooke að móðgast við dóttur sína þó svo hún hafi sofið hjá manni mömmu sinnar!!!

Eru allir búnir að gleyma að Brooke á barn með fyrrverandi manni Bridget - Hope, litlu sætu stelpuna.  Brooke svaf hjá honum ef ég man rétt áður en Bridget skyldi við hann - aðþví að hann varð allt í einu svo mikill sálufélagi hennar.

Hanna, 24.7.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

já það eru allir með öllum í boldinu og þá skiptir varla máli hvort um skildleika sé að ræða. Hvort sem það er hálft eða heillt.. já eða hvað....hehehe kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 24.7.2008 kl. 14:27

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ég dáist að höfundum Boldsins...að muna hver er hvers og hvur er hvurs...hver var síðast með hverjum og hver á hvaða barn með hverjum....hverjir eru búnir að vera saman og hverjir eiga það eftir...hvað er þessi flækja búin að rúlla í mörg ár eiginlega????

En þú ert allavega sérfræðingurinn okkar í  þessu öllu hérna á netinu...takk fyrirþ að kæra Gurrí....  

Bergljót Hreinsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:36

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hvað mun Brooke gera nú það verður spennandi að vita Gurrí.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2008 kl. 20:10

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ó, þú skemmtilega kona

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:29

11 identicon

Brynja, .. nei nú verðuru að skutla hér inn slóð á þessa þætti sem er verið að sýna úti!! :D

Hanna (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 22:51

12 Smámynd: Brynja skordal

http://www.dailymotion.com/gipio76 Hérna Hanna en ATH þeir sem ekki vilja sjá ekki skoða!!!!vona Gurrí mín að það hafi verið í lagi að setja þetta hér inn annars eyðiru því bara þá mín kæra þú ert nú bold sérfræðingurinn

Brynja skordal, 25.7.2008 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 144
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 1505843

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband