25.7.2008 | 22:13
Frábærir Skagamenn, panik í Mosó og ör-bold
Fékk fréttir frá Rauða krossinum í dag. Skagamenn hafa verið svo gjafmildir á fatnað, húsbúnað og húsgögn að búið er að kúffylla skemmuna og ekki er pláss fyrir meira. Þetta eru frábærar fréttir og segir margt um Skagamenn og nærsveitunga sem hafa komið með heilu kerrurnar af dóti til að gefa palestínsku flóttakonunum sem koma líklega til landsins eftir u.þ.b. mánuð. Ég átti að vinna næsta mánudagskvöld til að taka á móti hlutum en var tilkynnt að ég þyrfti ekki að mæta. Söfnunin hefur gengið framar öllum vonum! Húrra, Skagamenn!!!
Vinkona mín skutlaði mér í Mosó seinnipartinn, eiginlega upp á líf og dauða. Brottför frá Lynghálsi var kl. 17.36 vegna gífurlegrar umferðar sem tafði hana á leiðinni til mín. Strætó átti að fara frá Mosó kl. 17.45, eftir sjö mínútur! Arggg! Ég treysti á að leið 15, sem Skagastrætó bíður alltaf eftir, yrði örfáum mínútum of sein að vanda, og við brunuðum eftir Vesturlandsveginum, auðvitað á löglegum hraða. Vinkonu minni fannst ekki hægt að ég væri búin að vinna kl. 17.30 og þyrfti að bíða í rúman klukkutíma eftir að geta lagt af stað heim! Þegar hringtorgið hjá KFC kom í augsýn sáum við Skagastrætó aka út úr því áleiðis heim og stressuðumst við heldur betur. Vinkonan sagðist bara elta strætó að stoppistöðinni hjá Esjunni (Akrafjalli 2) en ég reyndi að senda einhverjum Skagamanninum í vagninum hugskeyti og að hann fengi óviðráðanlega þörf fyrir að fara út á stoppistöðinni í Lopabrekkunni í Mosó, þarna skömmu áður en komið er að afleggjaranum upp í Mosfellsdal. Þetta tókst, elsku strætó beygði inn á stoppistöðina, Skagamaðurinn þaut út í erindisleysu örugglega, vinkona mín fleygði mér út á ferð fyrir framan vagninn og ég þaut inn í strætó sekúndubroti áður en hann lagði af stað á Skagann. Þvílík spenna. Einn karlinn af Sætukarlastoppistöðinni sat í mínu sæti en ég var svo þakklát fyrir að hafa náð vagninum að ég stóð ekkert í því að fleygja honum aftur í til hinna villinganna. Náði að setjast fyrir aftan bílstjórann á Kjalarnesi og gat rétt úr fótunum. Annars er sniðugt að sitja aftar í strætó t.d. skömmu fyrir ferð til útlanda, svona til að venja sig við og læra að bregðast við krömpum, andnauð, ofsapanik og innilokunarkennd.
Ætla að horfa á Stephen King mynd í kvöld kl. 22.20 á Stöð 2. Desperation heitir hún! Ég las bókina fyrir nokkrum árum og minnir að hún hafi verið hrikalega spennandi. Vona að myndin verði jafngóð ... þær geta verið misjafnar blessaðar. Besta myndin eftir bók Stephens King er örugglega The Shining og kannski ekki skynsamlegt að vonast eftir álíka gæðum ...
Bað erfðaprinsinn fyrr í dag um að kíkja á boldið fyrir mig þar sem ég vinn alltaf svo lengi á föstudögum og hann sagði að hún þarna með varirnar (Taylor) hefði loksins sagt honum þarna sem missti konuna (Thorne) að hún hefði sú sem ók á þarna konuna (Dörlu) og olli dauða hennar. Framhald eftir helgi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1505920
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Góða helgi og takk fyrir bloggvinskapinn :)
alva (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:49
mikið assskoti er erfðaprinsinn eftirlátur við þig já og tekur vel eftir í boldinu. Megi helgin verða ykkur mæðginum yndisleg
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.7.2008 kl. 00:02
Skagamenn duglegir að safna skrifar þú,veit um fjórar fjöldskyldur úr höfuðborginni sem hafa farið fleiri en eina ferð uppá Skaga með ýmislegt í söfnunina,og er þetta fólk ekki skagamenn . Kannski erum við höfuðborgarbúar bara nærsveitungar skagamanna,það er bara gott og blessað.
Númi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:05
Frábært Númi, takk fyrir að leiðrétta þessi mistök mín, gerði bara ráð fyrir þessu. Fallega gert af þessum elskum úr höfuðborginni að gera þetta.
Já, elsku erfðaprinsinn á þetta til, Guðrún.
Sömuleiðis A.K.Æ. velkomin!
Anna, hún skutlaði mér á miðvikudaginn til að gera við sjónvarpsloftnetið í leiðinni, ég harðbannaði henni á þessum bensínhækkunaráhverjumdegi-tímum að fara lengra en í 270 Mosó! Ég þarf greinilega að fara að bjóða þér í kaffi á Skaganum, allllllllt of langt síðan þú hefur komið. Svo styttist í afmælið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2008 kl. 00:15
Ótrúlega spennandi strætóferðirnar þínar.Erfðaprins er góður við mömmuna sína,að horfa á boldið fyrir þig og okkur hin
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:14
Frábærar fréttir af söfnuninni...ég var orðin smeyk eftir vægast sagt neikvæðar umræður um komu flóttamannanna.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.7.2008 kl. 13:32
Knús og sólarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:09
Skárra væri það nú líka ef drengurinn gerði ekki eitthvað fyrir móður sína, sem aumkaðist til að taka hann aftur til sín komin fast að þrítugu!
En er forvitnari að vita hvernig stráksi muni bregðast við þegar kvinnurnar austurlensku mæta í bæinn! Mun hann fá hugljómun og hremma eina þeirra sér til fylgilags, ganga því úr FF í kjölfarið,breyttur maður. Eða mun hann lýta þær hornauga og til að mynda vilja banna þeim að stunda skemmtistaði!?
Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 22:53
Ja, hérna, Magnús. Þvílíkar pælingar. Ég aumkaði mig ekki yfir einn eða neinn, síður en svo. FF er ekkert slæmur flokkur, ég er þó ekki sammála stefnu hans í öllum málum. Þú verður bara að spyrja hann sjálfur. Smáleiðrétting: Það er ekki Ý í líta hornauga! Urrr
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.7.2008 kl. 15:37
hahaha,gott á mig, en hef ekki hugmynd hví þetta ý datt þarna niður, en var í svo miklu stuði með það að leiðarljósi að stríða þér aðeins (ný búin að lesa skrif að ég held eftir prinsinn erfða) að ég gat ekki setið á strák mínum!
Gurrí, (tókstu eftir, ekki með ý) þú ert skuggalega lík einum manni mér mjög svo nánum, ert sjálf sprellandi spræk að gera at í öðrum og stundum kannski um of, en ert svo á hinn bógin afar viðkvæm við minnsta pot!
og þess vegna ertu m.a. svo YNDISLEG!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.