27.7.2008 | 02:59
Fleiri góðar móðganir
Ég kíkti á Netið nýlega og fann nokkrar ágætis móðganir í viðbót við þær sem ég þýddi upp úr skemmtilegu móðganabókinni sem ég fékk í jólagjöf um árið. Svo eru tveir gamlir og góðir Bjöggar þarna líka.
Það er fínt að fá útrás hérna á blogginu fyrir andstyggilegheitin, ég er frekar lítið fyrir að móðga fólk svona dags daglega, a.m.k. viljandi. Einu sinni sagði ég mjög krúttlega við kunningja minn sem ég hafði ekki hitt í óratíma, gamlan skólafélaga úr Vörðuskóla: Hvað er svona fallegur maður eins og þú að gera á svona stað eins og þessum? Við vorum á Gauk á Stöng eða líklega á Dubliner, já, þetta gerðist á Dubliner ... Maðurinn varð alveg brjálaður og rauk fussandi og sveiandi á brott og ég skil ekki enn hvers vegna. Alla vega tókst mér að móðga þessa elsku alveg óvart. Svo móðgaði ég líka mann sem horfði hrifinn á mig og sagði: Hilda mín, ert þetta þú? Þegar ég sagðist vera systir hennar varð hann sár og móðgaður og sagði að ég vildi bara ekki þekkja hann. Hilda hefur lent í þessu sama þegar fallegir menn halda að hún sé ég og sært marga aðdáendur mína með því að vera ekki ég ...
Hér koma spælingarnar:
Ég myndi spyrja þig um aldur þinn en geri mér alveg ljóst að þú kannt ekki að telja svo hátt.
Ég myndi vissulega reyna að móðga þig en þú myndir bara ekki skilja það.
Ég er ljóshærð/ur, hvaða afsökun hefur þú?
Mikið gleður það mig að þú látir ekki menntun þína flækjast fyrir fávisku þinni.
Hvern kalla ég heimskan? Góð spurning, ég veit það ekki. Hvað heitir þú?
Foreldrar þínir eru systkini, er það ekki?
Lærðu af mistökum foreldra þinna og láttu taka þig úr sambandi!
Hey, varst þú ekki krakkinn á getnaðarvarnaplakatinu?
Ég er viss um að gelt móður þinnar er verra en bit hennar.
Hæ, ég er manneskja, hvað ert þú?
Feit, þú ert ekki feit, þú ert bara ... ó, fjandinn, ókei, þú ert feit, reyndar alveg rosalega feit!
Hún er svo feit að bíllinn hennar er eini bíllinn í bænum með slitför.
Hey, ég man eftir þér síðan þú varst aðeins með einn maga.
Ég sé að þú hefur verið svo ánægð/ur með hökuna á þér að þú hefur bætt tveimur við.
Þú ert svo feit/ur að þegar þú hoppar upp þá festist þú.
Og svo úr pikköpplínudeildinni:
Maður: Ég kannast svo við þig. Höfum við ekki hist áður?
Kona: Jú, ég vinn sem læknir á kynsjúkdómadeildinni.
Maður: Ég get uppfyllt alla kynóra þína!
Kona: Þú getur sem sagt reddað mér asna, St. Bernharðshundi og grilláhöldum?
Tveir gamlir og góðir úr Bjöggadeildinni:
Björgvin Halldórsson, sjónvarpsþulur og söngvari, er þekktur fyrir nístandi athugasemdir sem geta verið afar fyndnar ... fyrir þá sem lenda ekki í þeim. Þeir sem þekkja kauða segja að hann sé ekki að reyna að særa neinn heldur frekar að ná viðkomandi niður á jörðina. Þegar menn eru orðnir aðeins of stórir fyrir jakkafötin sín minnir Björgvin þá á hversdagsleikann og leiðir þeim skýrt fyrir sjónir að þeir séu engir stórkarlar. Einn morguninn stóð hann fyrir utan Stöð 2 og var að tala við samstarfsmann sinn þegar eitthvert fóstur í jakkafötum kom aðvífandi á sjö milljón króna jeppanum sínum sem hann hafði aldrei ekið lengra út úr bænum en í Garðabæ. Hann bisaði lengi við að troða jeppanum inn á stæði og Björgvin fylgdist grannt með. Síðan steig fóstrið út úr bílnum, læsti honum með fjarstýringu, hagræddi gemsunum tveimur í brjóstvasanum og gekk í áttina til þeirra. Hann ætlaði að heilsa en Björgvin varð fyrri til, benti með þumlinum á jeppann og spurði: Lýsing eða Glitnir?
Vinsæll söngvari hafði keypt sér flottustu jakkaföt poppsögunnar og fór í þeim á Hótel Ísland þar sem Björgvin var með stórsýningu í gangi, sýningu sem hafði rúllað í tvö ár fyrir fullu húsi. Söngvarinn ákvað að heilsa upp á Björgvin baksviðs og vakti þar mikla athygli fyrir flottu fötin. Kannski líkaði Björgvini ekki öll athyglin sem söngvarinn fékk en hann gekk alla vega að honum, tók í jakkalafið, kíkti á merkið og sagði um leið og hann leit á söngvarann: Ný föt ... sama röddin.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 197
- Sl. sólarhring: 362
- Sl. viku: 889
- Frá upphafi: 1505896
Annað
- Innlit í dag: 157
- Innlit sl. viku: 723
- Gestir í dag: 151
- IP-tölur í dag: 145
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 27.7.2008 kl. 03:05
Mögnuð ertu, eruð þið vakandi á nóttunni stelpur? ég er löglega afsökuð. Annars datt mér í hug að ég hefði átt að heimsækja Chuck Norris og láta hann laga brjósklosið, hann hefði bara horft á það og brjóskið ekki þorað annað en að fara í réttar skorður STRAX. Knús á skagann.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 05:30
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:15
Bjöggi er nebblega helv... góður að svara fyrir sig
Haraldur Bjarnason, 27.7.2008 kl. 10:07
Óborganlegt, takk fyrir þetta :D
Sigrún (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 11:26
Stal þessari færslu og sendi dóttur minni. Er það kannski lögbrot?
Árni Gunnarsson, 27.7.2008 kl. 11:35
Árni, mín er ánægjan, steldu líka þeirri fyrri um móðganir og sendu henni.
Já, Bjöggi er mjög góður í spælingum.
Sendi Chuck Norris á þig, Ásdís!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.7.2008 kl. 11:50
Hrikalega fyndið...
Annars er líka hægt að finna þessar fínu móðganir í sumum skrifum sumra Jóna hérna á blogginu
Heiða B. Heiðars, 27.7.2008 kl. 13:35
Móðganir eru ágætar svo framarlega sem maður stundar þær ekki.
Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 15:30
hehe :P
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 16:30
Talandi um móðganir og Björgvin Halldórsson.
Bjöggi var með afmælistónleika á Hótel Íslandi. Hann fyllti húsið!
...hann er nefnilega búinn að bæta herfilega á sig undanfarin ár!
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:09
ÉG myndi þora að veðja húsinu mínu upp á Guðríður Huldusystir, að mennirnir sem taka hana fyrir þig og móðgast svo þegar þú leiðréttir þá, eru öllu sjóndapari en þeir sem taka þig fyrir hana! Annars myndu þeir ekki móðgast svona!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2008 kl. 18:42
Maður: „Ég kannast svo við þig. Höfum við ekki hist áður?“
Kona: „Jú, ég vinn sem læknir á kynsjúkdómadeildinni.“
Heheheh þarf að muna þennan...meðan enn er verið að reyna að pikka mig upp.
Bjöggi er drepfyndinn...Jafnvel þó hann ætli sér það ekki.
Brynja Hjaltadóttir, 27.7.2008 kl. 22:26
Margir góðir þarna
Sigríður Þórarinsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:45
„Hey, ég man eftir þér síðan þú varst aðeins með einn maga.“
„Ég sé að þú hefur verið svo ánægð/ur með hökuna á þér að þú hefur bætt tveimur við.“
Þarna dó ég næstum, frábær bók og Björgvin góður!!
alva (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 02:24
Þér eruð stórkostleg.
Steingerður Steinarsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:15
Dásamlegar leiðbeiningar sem gott er að grípa til þegar þörf krefur.
Helga Magnúsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:39
Sæl og blessuð Gurrí Ég hef nú aldrei sent þér athugasemd en vil senda þér unaðsþakkir fyrir óborganlega fréttapistla um boldið. Ég horfði í den alltaf á það reglulega á 4 mánaða fresti hér áður fyrr, en nánast hættur því miklu skemmtilega að smjatta á þessu á blogginu þínu.
Úr því ég er byrjaður verð ég að koma með smá fréttaskýringu með Lýsing og Glitni. Hér áður fyrr var þetta alveg drepfyndið. Symbol fyrir þá aðila sem þurftu að sanna sig með skuldahala á ofurvaxtakjörum á kaupleigu. En til upplýsinga þá er núna bara einfaldlega skattalega hagkæmast fyrir þá sem geta að vera með rekstarleigu og hafa enga áhyggjur af endursölu og fleiri. Með öðrum orðum kannski ekki karlar í krapinu en djúpir en ekki heimskir.
Bkv
Rufalo PS kærastan mun ekkert smá skammast að ég viðurkenni þetta með bóldið.
Rufaló (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.