28.7.2008 | 10:57
Öskur og fótboltaspenna, sjónvarpsgláp og strætósyfja
Fylgdist með leik ÍA og FH ... á mbl.is í gær, æsispennandi alveg, ég sver það, nennti bara ekki að hanga á svölunum og píra augun. Erfðaprinsinn var búinn að ná litla kíkinum. Að vísu dugði mér alveg að kíkja á stöðuna þegar öskrin frá leiknum bárust inn um glugga himnaríkis og þannig gat ég fylgst með markatölunni. Er bara montin af mínum mönnum að hafa náð að skora tvö mörk á móti einu toppliði deildarinnar. Andstæðingarnir skoruðu svo sem eitthvað líka en það voru ekki jafnflott mörk.
Fór upp í rúm kl. 22, sem er gjörsamlega einstakt ... en ákvað samt að kíkja aðeins á No Country for Old Men, þarna Óskarsverðlaunamyndina sem ég hafði við hendina. Nú, hún var búin um miðnætti, ég ekki nógu syfjuð, og þá var að hefjast einhver Hallmark-dramamynd á SkjáEinum (held ég). Djísús!
Bobby í Dallas lék slökkviliðsmann í krísu vegna skilnaðar og með samviskubit yfir öllu. Í myndinni tókst honum að bjarga hjónabandinu um leið og hann bjargaði lítilli stúlku sem lá föst undir treiler af risabensínflutningabíl sem kviknað hafði í við árekstur. Bobby taldi í stúlkuna kjark og neitaði að yfirgefa hana þegar bráðaliði bauðst til að leysa hann af. Svo grét hann sárt eftir björgunina í fangi slökkiviðsstjórans og allt í beinni útsendingu í sjónvarpi. Ekki skrýtið þótt konan hans hafi viljað hann aftur. Það var líka svo sætt þegar hann fór á sjúkrahúsið og var fenginn til að segja litlu stúlkunni að taka yrði af henni fótinn svo hún gat ekki tekið þátt í næsta hlaupi ... hún var sko frábær hlaupari, svo sorglegt ... oooooooo! Ekki uppáhaldsmyndirnar mínar en frekar en að fara að sofa þrjóskaðist ég til að horfa á hana. Var refsað harðlega fyrir það. Útlitið var æðislegt en syfjan frekar mikil, gat ekki einu sinni lesið tryllingslega spennandi Dean Koontz-bókina (á ensku) sem er nýja strætóbókin mín. Las hana fyrir mörgum árum og fannst hún frábær, vildi rifja hana upp.
Syfjan ein ríkti vissulega í strætó á morgun en eftir kósí dorm á leiðinni var öskureiðin út í sjálfa sig vegna áhorfs á Bobby í Dallas í dramamynd, sem var öruörugglega sannsögulegr, horfin og ég farin að hlæja að sjálfri mér fyrir bjánaskapinn þegar í Ártún var komið. Sjö Indverjar og einn "hægláti maðurinn" voru í leið 18. Enginn þýðandi og sá ógreiddi hefur ekkert sést lengi.
Megi dagurinn ykkar verða bjartur, sætur og skemmtilegur, mine kjære blogg-venner nær og fjær til sjávar og sveita.
FH sigraði ÍA í sjö marka leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 156
- Sl. sólarhring: 328
- Sl. viku: 848
- Frá upphafi: 1505855
Annað
- Innlit í dag: 124
- Innlit sl. viku: 690
- Gestir í dag: 120
- IP-tölur í dag: 116
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Sá einmitt sömu mynd og það ryfjuðust upp fyrir mér grenjusenur úr Dallas í den, maðurinn er náttl. bara dramakvín. Skrítið hvernig þeir eru alltaf í þessari stöðu, amerískir kallar, fráskildir en vilja heim, þurfa svo að drígja eina hetjudáð og þá er allt gott forever, DR. Phil og hans umbjóðendur eru miklu skemmtilegri. Hvernig fannst þér No Country? mér fannst hún eiginlega ekki neitt. Hafðu það gott þreytta fallega kona.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 11:38
Tvíburaturnarnir litlu ekki alveg að standa sig?
Þröstur Unnar, 28.7.2008 kl. 12:20
No country for old men var nokkuð öflug mynd.
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 12:22
No country for old men var bara góð.
Helga Magnúsdóttir, 28.7.2008 kl. 13:21
Gurrí það er sætt af þér að vera svona jákvæð um fótboltann. Okkar menn hafa ekki skorað fleiri mörk í langan tíma, þeir eru á uppleið. Fimleikafélagið skoraði eitthvað fleiri mörk en okkar menn eru örugglega í plús gagnvart þeim ef við skoðum söguna. Ég var í liði FH í fyrsta leik þess félags gegn ÍA í efstu deild, sem þá hét 1. deild. Þá töpuðum við "fimleikamenn" 7-1, minnir að þetta hafi verið 1975.
Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 22:00
Knús knús og sólarsambakveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.