Öskur og fótboltaspenna, sjónvarpsgláp og strætósyfja

ÍA-FHFylgdist með leik ÍA og FH ... á mbl.is í gær, æsispennandi alveg, ég sver það, nennti bara ekki að hanga á svölunum og píra augun. Erfðaprinsinn var búinn að ná litla kíkinum. Að vísu dugði mér alveg að kíkja á stöðuna þegar öskrin frá leiknum bárust inn um glugga himnaríkis og þannig gat ég fylgst með markatölunni. Er bara montin af mínum mönnum að hafa náð að skora tvö mörk á móti einu toppliði deildarinnar. Andstæðingarnir skoruðu svo sem eitthvað líka en það voru ekki jafnflott mörk.

no country for old menFór upp í rúm kl. 22, sem er gjörsamlega einstakt ... en ákvað samt að kíkja aðeins á No Country for Old Men, þarna Óskarsverðlaunamyndina sem ég hafði við hendina. Nú, hún var búin um miðnætti, ég ekki nógu syfjuð, og þá var að hefjast einhver Hallmark-dramamynd á SkjáEinum (held ég). Djísús!

BrunakarlarBobby í Dallas lék slökkviliðsmann í krísu vegna skilnaðar og með samviskubit yfir öllu. Í myndinni tókst honum að bjarga hjónabandinu um leið og hann bjargaði lítilli stúlku sem lá föst undir treiler af risabensínflutningabíl sem kviknað hafði í við árekstur. Bobby taldi í stúlkuna kjark og neitaði að yfirgefa hana þegar bráðaliði bauðst til að leysa hann af. Svo grét hann sárt eftir björgunina í fangi slökkiviðsstjórans og allt í beinni útsendingu í sjónvarpi. Ekki skrýtið þótt konan hans hafi viljað hann aftur. Það var líka svo sætt þegar hann fór á sjúkrahúsið og var fenginn til að segja litlu stúlkunni að taka yrði af henni fótinn Nýja strætóbókinsvo hún gat ekki tekið þátt í næsta hlaupi ... hún var sko frábær hlaupari, svo sorglegt ... oooooooo! Ekki uppáhaldsmyndirnar mínar en frekar en að fara að sofa þrjóskaðist ég til að horfa á hana. Var refsað harðlega fyrir það. Útlitið var æðislegt en syfjan frekar mikil, gat ekki einu sinni lesið tryllingslega spennandi Dean Koontz-bókina (á ensku) sem er nýja strætóbókin mín. Las hana fyrir mörgum árum og fannst hún frábær, vildi rifja hana upp.

Syfjan ein ríkti vissulega í strætó á morgun en eftir kósí dorm á leiðinni var öskureiðin út í sjálfa sig vegna áhorfs á Bobby í Dallas í dramamynd, sem var öruörugglega sannsögulegr, horfin og ég farin að hlæja að sjálfri mér fyrir bjánaskapinn þegar í Ártún var komið. Sjö Indverjar og einn "hægláti maðurinn" voru í leið 18. Enginn þýðandi og sá ógreiddi hefur ekkert sést lengi.

Megi dagurinn ykkar verða bjartur, sætur og skemmtilegur, mine kjære blogg-venner nær og fjær til sjávar og sveita.


mbl.is FH sigraði ÍA í sjö marka leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá einmitt sömu mynd og það ryfjuðust upp fyrir mér grenjusenur úr Dallas í den, maðurinn er náttl. bara dramakvín.  Skrítið hvernig þeir eru alltaf í þessari stöðu, amerískir kallar, fráskildir en vilja heim, þurfa svo að drígja eina hetjudáð og þá er allt gott forever, DR. Phil og hans umbjóðendur eru miklu skemmtilegri.  Hvernig fannst þér No Country?  mér fannst hún eiginlega ekki neitt.  Hafðu það gott þreytta fallega kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Tvíburaturnarnir litlu ekki alveg að standa sig?

Þröstur Unnar, 28.7.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

No country for old men var nokkuð öflug mynd.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

No country for old men var bara góð.

Helga Magnúsdóttir, 28.7.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gurrí það er sætt af þér að vera svona jákvæð um fótboltann. Okkar menn hafa ekki skorað fleiri mörk í langan tíma, þeir eru á uppleið. Fimleikafélagið skoraði eitthvað fleiri mörk en okkar menn eru örugglega í plús gagnvart þeim ef við skoðum söguna. Ég var í liði FH í fyrsta leik þess félags gegn ÍA í efstu deild, sem þá hét 1. deild. Þá töpuðum við "fimleikamenn"  7-1, minnir að þetta hafi verið 1975. 

Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

heart_104Knús knús og sólarsambakveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 156
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 848
  • Frá upphafi: 1505855

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 690
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 116

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband