Bjöllupyntingar, lestrarsýki, veðurguð og ófarðaðar jafnöldrur ...

DyrabjallaDyrabjallan hringdi klukkan hálfníu í morgun. Ég hoppaði í snarhasti framúr, greip sjúkrakassa, slökkvitæki og hlýtt teppi og svaraði lafmóð: „Halló, hver er þetta?“ „Já, bla bla læsti mig úti bla bla.“ sagði óskýr kvenmannsrödd í dyrasímanum. „Ha,“ hváði ég, enda heyrast yfirleitt ekki orðaskil í þessum dyrasíma. „...læsti úti ...bla bla,“ endurtók röddin. Í uppgjöf minni ýtti ég bara á opna. Ég þurfti sem betur fer ekki að byrja upp á nýtt að sofa, eins og komið hefur fyrir ef prinsessusvefn minn er rofinn, heldur nægðu þrír tímar til að ná þessu upp. Jamm, ævintýrin gerast heldur betur hér í himnaríki. Ég sem hélt að ég ætti fullkomna nágranna ... nema þetta hafi verið glæpakvendi, sölukona eða trúboði sem nýtti sér veikleika minn svona snemma morguns til að komast inn í stigaganginn. Ég heyrði þó engin öskur í ástkærum grönnum mínum svo líklega býr hún bara hér í húsinu en er örugglega aðkomumaður ... hehehe. Himnaríki er alltaf læst svo ekki komist syndarar inn, nema þá helst dauðasyndarar á borð við kaffi- og tertusjúklinga.

Síðasta uppgötvun EinsteinsMér tókst, þrátt fyrir mikla syfju í gærkvöldi, að ljúka bókinni Svartnætti. Hún var bara ansi skemmtileg og annar krimmi er kominn í lestur; Síðasta uppgötvun Einsteins. Hún er eftir Mark Alpert og lofar ansi hreint góðu. Ætli ég fórni ekki heilum Manchester-fótboltaleik kl. 15 í dag fyrir hana. Henni er af einum gagnrýnanda líkt við Da Vinci lykilinn nema eðlisfræði í stað myndlistar ... Aðrir gagnrífendur halda vart vatni og sá sem skrifaði eina frægustu ævisögu Einsteins, Walter Isaacson, sagði: „Vá, Einstein hefði orðið hrifinn af þessari bók!“ Ég reyni yfirleitt að láta svona ummæli ekki hafa áhrif á mig, sumum fannst t.d. Da Vinci Code ekkert sérstök og það gæti fælt þá frá ... Best að lesa og dæma bara sjálf.

MadonnaÞað er ansi haustlegt út að líta hér við himnaríki, alskýjað og smá öldur og bara yndislegt. Það var líka haustlegt veðrið í júní sl., minnir mig, þegar lægð heimsótti okkur. Ég trúi öllu sem veðurguðinn minn, Nimbus, segir um vetur, sumar, vor og haust og það er ekki komið haust, það er bara miður ágúst. Sem minnir mig á að óska jafnöldru minni, Madonnu, innilega til hamingju með afmælið í gær. Myndir af henni ófarðaðri hafa gengið um bloggheima og fólk hefur talað um hvað hún sé ljót! Myndin er reyndar ekki góð af henni, alls ekki, en mér finnst Madonna mjög flott kona.

Sjálf steingleymdi ég að hafa förðunaræfingu nokkrum dögum fyrir afmælið mitt og athuga hvort ég þyldi farða eftir sólbrunann agalega í júlí, þannig að ég Barn í afmælisgjöfsleppti öllu pjatti. Á myndum finnst mér ég heldur rjóð og óinterísant en verra hefði þó verið ef fésið hefði stokkbólgnað og afmælisgestir orðið hræddir, hlaupið út aftur og þá hefði ég ekki fengið allar þessar flottu gjafir. Skartgripir, föt, dekurkrem, baðbombur, bækur, lampi, blóm, listaverk, trefill með innbyggðri húfu, Radiohead-diskur, grifflur, peningar, gjafakort og fleira og fleira, að ógleymdu barninu þeirra Auðnu og Andrésar sem fæddist 10 mínútum áður en ég varð löglega fimmtug. Skyldi ég fá að velja nafnið á litlu dömuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að klára Glerkastalann og Svartnætti.

Næsta bók á dagskrá er Hjarta Voltare

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Sæl og blessuð!Þið bara jafn gamlar þú og Donnan?? Miðað við myndina af henni á síðunni hjá þér gæti verið af konu sem er 10 árum eldir en þú Gurrý. Allir að tala um hve flott og ungleg Donnan er, en þessar myndir eru allar fixaðar með fotoshop og hún hvílíkt meikuð. Það sleppur engin við að eldast, ekki einu sinni ríka og fræga fólkið. Sama hve mikið fólk er tilbúið að eyða miklum pening í að yngjast þá er það bara ekki hægt. Spurning um að njóta þess að eldast og sætta sig við það. Madonna er flottust þegar hún aktar eins og aldurinn segir til um, og á það við um alla. Afmæliskveðja frá Hafnarfirði.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Haahahahah.....ég var einmitt að setja inn á bloggið hjá mér....um þekkta, fallega og fræga fólkið....fyrir og eftir farða....þar sést hvað farðinn getur falið.. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég átti alltaf eftir að óska þér til hamingju með afmælið, Gurrí mín, og velkomin á seinni helming ævinnar.

Mér er sosusm sama þó þið Jens Guð og kannski fleiri birtið þessa hrossalegu mynd af Madonnu, ég er hrifinn af henni samt og það er hægt að ná ljótum myndum af öllum ef vel er fylgt eftir. Lifi fimmtugar kerlingar, þær lengi lifi!

Sigurður Hreiðar, 17.8.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: doddý

hæ gurrí - til hamingju með afmælið, ég verð nú bara að segja að þú lítur mun betur út en maddaman madonna, sjá ekki allir að konan er helsjúk af ofþjálfun - hún hangir varla saman á beinum!? kv d

doddý, 18.8.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mér finnst Madonna líka mjög flott kona, alls ekki sammála þegar fólk segir að hún sé LJÓT bara af því að slæm mynd næst af henni. Það er eins og það hlakki í fólki ef ríku stjörnurnar festast á filmu looking their worst. Mér er líka alveg sama þótt myndir séu photoshoppaðar..... truflar mig ekki. Væri alveg til í að photoshoppa sjálfa mig stundum, þegar maður á svona bad-face- eða skin-day

Og já, til hamingju með afmælið.......  ....ertu hætt að reykja??

Lilja G. Bolladóttir, 18.8.2008 kl. 02:10

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Lilja, no comment ...

Já, Madonna er æði, skrýtið þegar hálf heimsbyggðin bilast vegna einnar ljótrar myndar, það hlakkar í liðinu. Fólk ætti bara að sjá myndina í debitkortinu mínu, ég er eins og vélsagarmorðingi!

Takk, Siggi minn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.8.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 127
  • Sl. sólarhring: 307
  • Sl. viku: 819
  • Frá upphafi: 1505826

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 667
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband