Vikan var að koma í hús og á einni opnunni má finna fjölmörg textabrot úr vinsælum lögum ... og síðan kolrangan texta sem fólk syngur óafvitandi með. Stelpurnar á Gestgjafanum grétu úr hlátri yfir greininni og kannski ekkert skrýtið. Dæmi:
ALELDA með Nýdönsk: Rétt lína: Alelda, sáldrandi prjáli ... Misskilningur: Að elda, sjálfan þig bjáni.
LIKE A VIRGIN með Madonnu: Rétt lína: Like a virgin, touched for the very first time. Misskilningur: Like a virgin, touched for the thirty-first time.
Og svona 30 bráðfyndin atriði í viðbót ... Ég söng alltaf í gamla daga: Í bláum skugga, við brosum um braut (þótt ég hafi ekki skilið nokkuð í því) en þetta á víst að vera Í bláum skugga, við broshýran reyr ... eða er það ekki?
Þegar Úlfar kokkur kom í vinnuna áðan sagði ég honum að Ylfa Ósk, tíkin hans, væri í tryllri ástarsorg, hún væri ekki bara svona sjúk í ... þið vitið, eftir að hafa hitt sæta hundinn á Akureyri og átt með honum unaðsstundir. Benti honum á að þessi hundategund væri einfarar og afar tryggir maka sínum, svona eins og svanir .... Úlli fékk hláturskast og sagði mér frá minnst 10 "tengdasonum" af öllum stærðum og gerðum sem hann hefði eignast í gær og fyrradag. Þeir standa hinum megin við girðinguna umhverfis húsið og mæna á Ylfu og gera sig tælandi ... Ylfa er víst lítið skárri ef ég skil Úlla rétt.
Ég samdi frið við kokkinn í morgun. Hann manaði mig til að fá mér venjulega skammtinn minn af kotasælu og grænmeti til að hann sæi með eigin augum yfir hverju ég nöldraði (eða mörg hundruð prósenta hækkun á morgunverðinum í gær). Hann horfði smástund á þetta, bað mig um að fá mér aðeins meira grænmeti og verðlagði þetta svo á 80 krónur, sem er bara 100% hækkun, ekki mörghundruð prósent eins og í gær. Hann þyrfti að geta borgað ballettíma fyrir dóttur sína, borgað fólki laun, borgað rafmagn og slíkt. Við skildum í mestu vinsemd. Hugsa sér hvað krepputalið hefur gert manni, nú nöldrum við kokkurinn yfir nokkrum krónum, t.d. verði einnar gúrkusneiðar ... Helvítið hann doktor Gunni, eða okursíðan hans, ég er orðin algjör nánös og sífellt hrædd um að verið sé að svíkja mig. Ekki hefði mér, fyrrum greifanum, komið það til hugar fyrir nokkrum mánuðum. Ætla að gera eins og Björk, samstarfskona mín, og taka bara með mér nesti í framtíðinni.
Við Björk töluðum einmitt svolítið um aumingja Baggio í morgun, eða þegar hann brenndi af skoti fyrir Ítala í vítaspyrnukeppni úrslitaleiksins í HM um árið og það þýddi sigur Brasilíu. Ef karlmenn halda virkilega að við konur tölum bara um tíðahringinn, mataruppskriftir og barnauppeldi þá leiðréttist það hér með. Við þurfum ekki að láta klína saumaklúbbaheiti á spennuþætti til að fást til að horfa á þá ... Ó, strákar, það þýðir ekki að lesa bara Cosmo og halda að þið skiljið okkur. Lesið frekar Vikuna ... ónei, það er saumaklúbbablað sem fylgir henni núna, argggggg. Djöfull var þetta gott á mig. Alveg eins og þátturinn sem Stöð 2 auglýsir grimmt sem saumaklúbbaþátt, Woman´s Murder Club. Sonurinn spurði mig um daginn hvort ég ætlaði ekki að horfa en ég svaraði því til að mig langaði ekki til að horfa á samsull af majónesi, saumaskap og slúðri ... eins og karlar sjá saumaklúbba fyrir sér ... og með dassi af grimmilegum fjöldamorðum sem þær leysa á háum hælum á meðan þær sofa hjá samstarfsmönnunum og svona .... Sonurinn starði á mig. Þetta er ekkert þannig þáttur, bara rosalega spennandi sakamálaþáttur, sagði hann. Þannig að fordómar mínir vegna viðbjóðslegra auglýsinganna á þáttunum hafa kannski haft af mér góða skemmtun á sunnudagskvöldum. Mér fannst eitthvað niðrandi við þær þótt mér finnist ekkert niðrandi við saumaklúbba, æ, einhvern veginn verið að troða okkur konum öllum í sama farið.
Svo er ég með geggjaðar fréttir!!!! The Daily Show, einn umtalaðist og verðlaunaðasti, beittasti og fyndnasti spjallþáttur ever með Jon Stewart hefst á Stöð 2 kl. 22.35 þriðjudaginn 9. september. Ég er búin að marggráta yfir því að við höfum bara Jay Leno ... sem ég missti nett álit á eftir 11/9 2001 þegar hann gerði grín að fátæka fólkinu í Afghanistan og á þátt í því með fleirum að koma því inn hjá fólki að allir múslimar séu hryðjuverkamenn ... En Jon Stewart verður reyndar ekki "daily", heldur bara á þriðjudögum í Global Edition. Hvað næst? Verður lífið fullkomið og við fáum Conan O´Brien ... sem er t.d. 100 sinnum fyndnari en Leno?
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 127
- Sl. sólarhring: 307
- Sl. viku: 819
- Frá upphafi: 1505826
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 667
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Við fáum conan þegar Leno hættir - sem verður fljótlega, hann er amk. búinn að ákveða daginn, man bara ekki hvaða dagur það var.
En það er spurning hvort hann verði jafn fyndinn (eða fái að vera jafn fyndinn) þegar hann er svona snemma um kvöld í USA - þá má víst ekki vera of fyndinn.
Marilyn, 27.8.2008 kl. 13:45
bara svona smá innlitskvitt...en ja líka svona að tékka ..þar sem mig minnir að þú sért kattavina kona mikil...(þú ert vonandi ekki "komin í hundana" ) þá er ég alveg að drukkna í kettlingum ..eins og getur séð á einhverjum bloggfærslum hjá mér undanfarið.Heil 9 stk sem vantar heimili.....Ef að þú veist um einhvern/einhverja sem eru kattavænt fólk....Bið svo bara að heilsa þér úr Nesinu...svona mjá kveðja...
Agný, 27.8.2008 kl. 14:27
Ja, vonandi, vonandi ... Agný. Gömul skólasystir mín og bloggvinkona sagði hér í kommentakerfinu nýlega að hún þyrfti að losna við hund á gott heimili ... og önnur bloggvinkona hafði samband við hana. Nú er sú síðarnefnda orðin hamingjusamur eigandi að fallegum hundi. Allt getur gerst. Hvað eru kettlingarnir gamlir?
Marilyn, það er ekki hægt að bíða til 2009 eftir að fá Conan .... og líklega verður hann "geltur" svolítið þegar hann tekur við þættinum af Leno.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.8.2008 kl. 14:57
Daily show, daily show, rosalega góðar fréttir. En samhryggist þér út af kaffiruglinu okurdýra (næsta blogg á undan), ekki fyndið!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.8.2008 kl. 15:30
Hehe frábær textamiskilningur :D
Það má síðan til gamans geta fyrst þú kemur inn á þessa skemtilegu viðbót í dagskrárflóruna, að á Stöð 2 í September hefst framhaldsþáttur sem heitir Terminator - The Sarah Connor Cronicles. Þátturinn fjallar um Söru og John Connor og baráttu þeirra við að bjarga heiminum undan tölvum og tortímendum. (Terminator).
Ég hef séð fyrstu 5 þættina á netinu og ég get lofað því að þetta eru með betri þáttum sem gerðir hafa verið í lengri tíma.
Þá er það komið til skila! :)
Góðar stundir.
Businn (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:08
Skildi þessi litla hafa hitt þekktasta smáhund bloggheimsins, er einmitt er búsettur hér nyrðra, Voffilíus hennar Svölu J.?
svei mér ef þetta er ekki efni í eina litla lífsreynslusögu, mín ástkæra Himnaríkisdrotting og með þessu líka óvenjulega sniðinu!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.