Heilaþvottur Ólafs?

Islam Islam„Eitthvað fannst mér ræðan hans Ólafs í gær sérkennileg,“ sagði Ásta í morgun. Umferðin á Kjalarnesinu var lítil, enda klukkan bara 6.41. Við vorum löngu á undan fyrsta strætó frá Skaganum sem var í þessum töluðum orðum að leggja af stað frá Skrúðgarðinum. Við vorum báðar syfjaðar og nokkuð andlausar. Ég var þakklát Ástu fyrir þessa tilraun til samræðna. Ásta drakk jógúrt á leiðinni, það var ekkert latte úr himnaríki að þessu sinni, götumálin búin og verða keypt í Rekstrarvörum í dag. „Ja, hann Ólafur er bara svo jákvæður að hann „pípar“ yfir neikvæðu orðin, þess vegna fengu strákarnir silfrið,“ útskýrði ég og bætti við: „Mér fannst ræðan hans kúl en aftur á móti fannst mér skrýtið  þegar múgurinn hrópaði: „Islam, Islam,““ Kannski er Ólafur búinn að heilaþvo þjóðina og orðið BÍP virkji einhverja stöð í heilanum sem verður síðan til þess að við stuðlum að heimsfriði, hver veit!

Skjúsmí ... en það hefur hljómað í fréttum í allan morgun að flugvél seinki um nokkra klukkutíma! Er þetta frétt? Myndi BBC fjalla um seinkun hjá British Airways í mörgum fréttatímum í röð? Hmmmm, pælingar okkar Bjarkar í vinnunni ...

Silfraðar stuðkveðjur út Hálsaskógi með ósk um frábæran dag ykkur til handa ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gullkveðjur héðan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 09:41

2 identicon

amm sömuleiðis, eigðu góðan dag!!

alva (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:00

3 identicon

Jáhá! það er mjög áríðandi að allir landsmenn viti það að flugvél Iceland express seinki um nokkra klukkutíma. Þótt fólk á ekki pantað far með þeirri vél, eða þekki nokkurn sem ætlar með þessari vél. Að þá er þetta stórfrétt og verður sennilega fyrsta fréttin bæði í hádegis og kvöldfréttum á stöð 2 og Rúv.

ho ho ho smá húmor í morgunsárið í boði Ebba!

Ebbi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Megi þinn dagur verða ljúfur mín kæra

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.8.2008 kl. 12:44

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigðu ljlúfan dag mín kæra.  Baby Boy Twins 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Eigðu góðan dag....kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:09

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Var einmitt að kommentera hjá honum Sigurði Hreiðar um þessa IE frétt, sem mér finnst frekar vitlaus. Það að ferðast með flugi, hvert sem flugfélagið er, býður heim áhættu á því að lenda í seinkunum og alls konar veseni, því miður, þannig er flugheimurinn. Mæli með spilum og sudoku, slatta af þolinmæði og auðvitað að flugfélögin finni hótel þegar um lengri seinkanir er að ræða, en það er ekkert hlaupið að því í Köben þessa dagana, það þekki ég af reynslu (annarra).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 17:52

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

er þetta ekki bolur fyrir þig, Gurrí?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.8.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 392
  • Sl. viku: 1916
  • Frá upphafi: 1455308

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1549
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Útlitið í Mjódd í dag
  • Elsku Geiri frændi
  • Jysk

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband