8.9.2008 | 00:06
Allt að smella saman ...
Jæja, allt virðist vera að ganga upp. Míns fékk reyndar of mörg baðhandklæði á meðan önnur íbúð er alveg handklæðalaus og það fattaðist náttúrlega ekki fyrr en búið var að þvo þau öll, þurrka og brjóta saman ... heheheh. Annars sluppum við vel við þvottastand, elskan hann Þröstur bloggvinur, sem er með þvottahúsið hérna á Skaganum, tók t.d. sængurfötin og þvoði fyrir þá sem vildu. Ekki þarf fólkið því að sofa með brakandi ný rúmföt utan um sængurnar sem er frekar óþægilegt. Vona að sæng og koddi fyrir litluna mína, þriggja ára, komi á morgun. Þröstur tók reyndar líka öll tuskudýr og bangsa og hreinsaði fyrir okkur. Eymundson á Akranesi gaf öllum krökkunum skólatöskur með smá skóladóti í, frábær gjöf. Sýnist að við munum bara kíkja eftir ostaskerum og öðru smottiríi sem við eigum auka í skúffunum hjá okkur sjálfum. Annars er þetta allt að smella saman. Pólverjahópurinn hefur verið óþreytandi að flytja þunga dótið og stundum lent í spælandi uppákomum, voru komnir með ísskáp upp á þriðju hæð og hann reyndist of stór fyrir ísskápsgatið. Þeir bara brostu og báru hann niður og inn í bíl aftur og fóru með í aðra íbúð, þessar elskur. Ekkert að stressa sig.
Haldin var fínasta pítsuveisla hjá Rauða krossinum í kvöld og þá var líka úthlutun á ýmsu smottiríi, eins og uppþvottalegi, sápum og slíku. Einar í Einarsbúð er líka að taka saman átta matarpakka sem innihalda brauð, ost, kornflakes, ávexti og annað til ískáparnir verði ekki tómir aðra nótt og hægt sé að fá sér morgunverð á þriðjudaginn.
Íbúðin okkar er að verða skrambi fín og ekki mörg handtök eftir. Sigrún, mamma Ingu stuðnó, tók sig til og þvoði upp allt leirtauið í dag. Nýlega kom þessi líka fíni kassi úr Gunnubúð (IKEA) sem innihélt allt það bráðnauðsynlegasta á heimili. Svo kemur eitthvað meira úr Habitat á morgun en það eru gjafir frá versluninni til að gera huggulegt í íbúðunum.
Kjartan og Ella, sem eru líka stuðningsfjölskylda með okkur Ingu, komu í dag, ásamt tveggja ára dóttur, og setti Kjartan stóra IKEA-rúmið saman á mettíma, greinilega vanur, og herti líka betur skrúfurnar á rúmum strákanna en við Inga höfðum engin verkfæri til þess um daginn. Þau eru frábær hjón, viðtal við þau var í Fréttablaðinu á föstudaginn, minnir mig. Sú stutta hreifst mjög af brosandi bollastelli sem einhver hafði gefið og við Inga fundum í Arnardal á dögunum en Arnardalur var áður æskulýðsmiðstöð og þar áður elliheimili (eða þegar ég var lítil), þar sem punt og annað var geymt. Bollastellið settum við á hilluna fyrir ofan eldhúsborðið. Kona sem var að flytja úr nýju blokkinni hafði samband og vildi gefa þetta fína eldhúsborð og stóla og það var þegið með þökkum.
Ég vanræki erfðaprinsinn og kettina án nokkurrar miskunnar þessa dagana en kettirnir hafa víst bara sofið í dag og sonurinn lært dönsku og fleira. Hann tók reyndar handklæðaþvottinn alfarið að sér og uppskar pítsu frá Rauða krossinum í staðinn. Ég greip eina með heim, þar sem voru einhverjir afgangar.
Morgundagurinn verður annasamur líka, það þarf að búa um rúmin þegar Þröstur kemur með sængurfötin, leggja allra síðustu hönd á íbúðina, jafnvel þurrka af aftur og ryksuga, svo þarf að smyrja samlokur annað kvöld og hita kakó (súkkulaði) til að bjóða fólkinu þegar það kemur aðra nótt. Handbók á arabísku mun bíða allra með ýmsum nauðsynlegum upplýsingum. Við sýnum þeim það helsta um nóttina og látum okkur svo hverfa sem fyrst, þau verða örugglega dauðþreytt eftir langt og strangt ferðalag og þurfa að ná að sofna. Vá, það er bara alveg að koma að þessu! Mikið hlakka ég til að hitta ömmubörnin mín.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 11
- Sl. sólarhring: 190
- Sl. viku: 649
- Frá upphafi: 1505940
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 523
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Svakalegur dugnaður er þetta í ykkur.
Sigríður Þórarinsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:21
Ég er nærri því farin að grenja hér um hánótt. Þið eruð svo yndislegir Skagamenn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 02:00
Jiminn, brjálað að gera hjá þér, og fleirum. Þetta er orðið svakaflott. Gangi þér vel í ömmó, mín kæra.
Knúúúúús...
SigrúnSveitó, 8.9.2008 kl. 07:18
It´s Ramadan girls! No food until after sunset and no breakfast after sunrise. It is Ramadan girls!
Isa (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 07:38
Þetta er frábært ! Allir að hjálpast að ..Ég er ekki betri en Jenný, næstum farin að grenja hér yfir þessu....það er gott að grenja af gleði.
Segðu erfðaprinsinum að hann þurfi að skrifa komment hjá mér á dönsku, hehe
Ragnheiður , 8.9.2008 kl. 09:41
Akkúrat, Isa, það var búið að segja okkur að það væri Ramadan, en fólkið kemur um nótt og þá verður gott að fá hressingu, held líka að börnin séu ekki látin fasta, a.m.k. ekki þau yngstu.
Þetta er voða skemmtilegt verkefni sem mæðir auðvitað mest á þeim í Rauða krossinum. Virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu.
Anna mín, ég tala arabísku reiprennandi, hélt að þú vissir að ég talaði öll tungumál heimsins!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:31
Kærleikur er alheimstungumál og það er tungumál sem allir í heiminum skilja.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 11:23
Rosalega er þetta flott hjá ykkur. Mér finnst frábært hvað þið takið vel á móti þessu fólki þar sem þetta leit alls ekki vel út í byrjun og menn töluðu um að það væri ómögulegt að þetta fólk kæmi. Það eru greinilega margar margar Gurríar á Skaganum.
Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 11:26
Hehheheh ... hjálpsemi hefur verið viðloðandi Skagann alla tíð, ég hef heyrt margar fallegar sögur um það í gegnum árin. Í byrjun var kannski eðlilegt að það vöknuðu spurningar hjá sumum og einhver misskilningur var í gangi líka. Þessar raddir heyrast ekki lengur, nema þá helst áhyggjur af því að konunum eigi eftir að líða illa í þessu veðurfari, skammdeginu og svona ... Ég held bara að allt sé betra en það sem þær þurfa að búa við núna! Fyrst þær lögðu í þetta langa og erfiða ferðalag í von um að geta hafið nýtt líf eru þær pottþétt með bein í nefinu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 11:36
Þið eigið sannarlega heiður skilinn!
alla (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:20
Sæl Gurrý!
Ég er stolt, sem fædd og uppalin Skagamanneskja, af þessu framtaki. Það er frábært að lesa þessa færslu þína, um það hvað þið eruð að gera fyrir þetta blessaða fólk. Ég tek undir það sem þú segir, að það sé allt betra en það sem það býr við núna.
Kær kveðja úr Eyjum,
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:28
Þið eruð ekki bara frábær - heldur líka heppin að fá að hjálpa til við þetta verkefni :)
Hanna, 8.9.2008 kl. 13:05
Mikið rosalega eruð þið öll dugleg. Gott að vita að svona vel sé tekið á móti þeim.
Halla Rut , 8.9.2008 kl. 14:30
Glæsileg vinna og einstaklega gleðilegt að sja hversu vel verður tekið a moti folkinu.
Er hjukrunarfræðingur uti i DK og hef haft flottamenn fra þessum striðsþjaðum löndum sem sjuklinga og þau þurfa virkilega að finna það að það se til gott folk i þessum heimi. Það er hræðinlegt að heyra hvað þau hafa lent i, svo mörg af þeim.
Iris Björg Þorvaldsdottir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.