8.9.2008 | 17:36
Nýtt hótel, sjónvarpsstjarna og fyrirhugaðar móttökur
Íbúafundur hófst núna kl. 17 í dag í Bæjarþingsalnum á Akranesi um starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar. Það verður án efa fjörugur fundur, enda margir mjög á móti því að leyfið verði endurnýjað. Ekki séns að fara þótt ég hafi heilmikinn áhuga á að kynna mér málstað beggja aðila.
Heyrði í Shymali, indversku vísindakonunni minni sem var alltaf samferða mér í strætó, en hún vinnur hjá Rauða krossinum núna. Hún segir að barnasængurnar komi í dag og þar með létti af mér stærsta áhyggjuefninu. Shymali og Anna Lára hjá RK hafa ótrúlega mikla yfirsýn. Ein stuðningskonan sagði í gær að það vantaði dýnu í barnarúmið sem hún var með. Talaðu við Ingu eða Gurrí, þær eru með aukadýnu, og konan kom í gærkvöldi og sótti dýnuna. Sumir þola ekki að vinna undir álagi en þessar tvær hafa sýnt að það er hægt að hlæja og hafa gaman þótt mikið sé að gera. Mikill heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni með þeim.
Stuðningsfjölskyldurnar koma líka úr Hvalfjarðarsveit og Borgarnesi, a.m.k. ein úr Reykjavík, og vegna fjarlægðar eru þær vissulega óvirkari en samt ... einn í þeim hópi er meira að segja talandi á arabísku sem er bara snilld. Svo ætlar hún Amal, the Palestínukona á Íslandi, að flytja á Skagann í heilt ár til að vera konunum innanhandar. Þessar elskur verða farnar að borða þorramat áður en við vitum af! Hehehehe ...
Viðbót: Ísskápur er kominn, barnasængin líka, búið að búa um rúmin og sækja meira punt sem elsku Habitat gaf. Inga er að sækja matvöruna í Einarsbúð núna og þá verður hægt að gera eitthvað af viti matarkyns handa fólkinu okkar í kvöld/nótt þegar það kemur. Maður finnur sér alltaf eitthvað til að hafa áhyggjur af ... núna er það gatið þar sem uppþvottavélin var, hvað er hægt að setja þar ... arggggg!
Ég fékk upphringingu frá bæjarskrifstofunum áðan og í framhaldinu kom Gísli Einarsson, the vestlandssjarmör, og myndaði íbúðina okkar. Ef vel tekst til með fréttina þá ætti Þröstur bloggvinur að sjást en hann kom um sama leyti með tandurhrein sængurfötin og svo auðvitað tuskudúkkurnar og bangsana eftir hreinsunina. Því var öllu hrúgað í barnarúmið hjá litlunni og myndað en megnið af því fór reyndar ofan í poka aftur og verður dreift til fleiri barna. Býst við að þetta komi í fréttum RÚV klukkan sjö í kvöld. Vil sérstaklega taka fram að sjónvarpsvélar bæta a.m.k. 20 kílóum á sumt fólk og sumt fólk blaðrar þvílíkt þegar það er stressað þótt það líti út fyrir að vera rólegt og kemur ekki helmingnum að sem það langar til að segja ...
Mér líst mjög vel á móttökuathöfnina sem verður í kvöld/nótt. Tveir sjálfboðaliðar um hverja fjölskyldu munu bíða á tröppunum og bjóða fjölskylduna velkomna, afhenda konunni lyklana, fara með henni og börnunum inn í íbúðina og gefa þeim hressingu, sýna þeim það allra helsta og leyfa þeim svo að fá frið. Finnst þetta frábær hugmynd hjá Rauða krossinum. Svo verður móttaka á morgun þar sem við getum spjallað við okkar fólk með aðstoð túlka, þá getum við t.d. spurt hvort við eigum að færa einhver rúm milli herbergja, hvað vanti og hvað þær vilji mikla aðstoð frá okkur. Mín kona sér út á hafið, svona á milli húsanna, og úr hinum enda íbúðarinnar sést í Akrafjallið, bara gaman.Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 40
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 678
- Frá upphafi: 1505969
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 546
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Krúttið þitt. Linkaði á þig í dag. Þetta er orðin eins og spennandi framhaldssaga með komu fólksins. Skagamenn eru búnir að taka verðlaunapeninginn fyrir samkennd og hjartahlýju á einu bretti. Ekkert eftir í pokanum handa okkur dauðlegum í Reykjavíkurkjördæmi. The höfuðborg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 17:43
Þetta er allt alveg meiriháttar. Það hlýtur að vera gaman að koma að svona þörfu verkefni og vita að maður er að hjálpa fólki sem virkilega þarf á því að halda. Heill þér og öðrum sem að þessu koma.
Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 17:57
Hlaut að vera, Jenný, fannst komnir eitthvað svo margir gestir! Þetta er svo gaman og ég hef kynnst svo mörgum frábærum Skagamönnum síðustu daga og vikur! Þetta þjappar okkur bara saman. Við tölum og "míns" og "þíns" (fjölskyldur) og bara tilhlökkun í gangi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 17:59
Já, Helga, þetta er nefnilega bara skemmtilegt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 18:00
Gardínugorm og hengi fyrir gatið, góða mín.
Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt athæfi kona. Að stefna me and my self, órökuðum og ótilhöfðum beint í flasið á "The Vestlandssjarmör" him self. Og í þokkabót að láta okkur bíða svona lengi eftir þér á tröppunum.
Held að hann sé núna með ævisögu mína á hreinu.
Þröstur Unnar, 8.9.2008 kl. 18:08
Jamm og hvar fær maður gardínugorm á þessarri stundu? Ertu með tillögu?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 18:11
Stórt knús
Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2008 kl. 18:13
Heyrðu ég reyni að koma handklæðunum til þín á miðvikudaginn, verð í bænum nefnilega í kvöld og ætla nú að þvo þau áður en ég læt þau frá mér. Þetta eru fínustu baðhandklæði, held 4 stk eða svo.
Vera Knútsdóttir, 8.9.2008 kl. 19:11
Heheheheh, og líka hann Þröstur bjargvættur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 19:22
Frábært, Vera ... og takk, Jón Arnar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 19:53
Vá, en skemmtilegt og spennandi verkefni að taka þátt í. Ég er að snúa til baka í bloggheima eftir smá fjarveru, svo ég hef alveg misst af þessarri framhaldssögu en nú ætla ég að byrja að lesa, aftur á bak
Gangi ykkur vel í nótt, það er ótrúlega dýrmætt fyrir þetta fólk að fá svona flottar móttökur. Ég er ánægð með ykkur, Skagamenn!!
Lilja G. Bolladóttir, 8.9.2008 kl. 20:10
Þú varst flott í sjónvarpinu eins og við var að búast, heyrði í þér og Ari sá þig. Aðalatriðið er þó það sem þú ert að gera, frábært bara.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2008 kl. 20:24
Þú ert ágæt gormurinn þinn. Ég á engan gorm.
Fékstu sendinguna frá Láru Hönnu?
Þröstur Unnar, 8.9.2008 kl. 20:35
Ýmislegt í gangi já, Þröstur með nýtt tungumál, örlar á ástleitni og boðar sendingar frá öðrum!
En ég ætla bara að kvelja þig sem alltaf, heimta af þér meðan þú dundar við að bíða, að sauma, prjóna eða hekla svona eins og einn klukkustreng, fjórir þetta og hitt, sérð til með það forkur dugnaðar!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 20:39
Fögur og blíð með þröstinn sér við hlið!
Edda Agnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:56
Frábært að sjá hvað fólk er tilbúið að gera fyrir komu flóttafólksins...gangi ykkur öllum vel..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.9.2008 kl. 22:01
Takk fyrir kaffið um daginn,varð að renna því hratt niður við Grundaskóla,eins og þú varst vör við var traffik þá.Ég býð næst og þitt lið fær líka.Viltu fyrirgefa að ég tók ekki beygju þá að himnaríki.Verið hjartanlega velkomin í strætó.Hver veit nema að við flöggum á strætó.Óska þér og öllum góðs gengis og skemmtunar og fólkinu býð ég hjartanlega velkomið.Vona svo að samhugur sé hjá öllum Skagamönnum.
Halldór Jóhannsson, 8.9.2008 kl. 22:24
innlitskvitt fyrir svefninn ;)
Aprílrós, 8.9.2008 kl. 23:19
Brynja skordal, 9.9.2008 kl. 00:56
Skemmtilegt og spennandi verkefni að taka þátt Gangi þér vel vina.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.