Skemmtileg heimsókn

Við matarborðiðKíkti í heimsókn til Línu í dag og sýndi henni sitt af hverju. Henni fannst voða gaman að sjá viðtalið við sig í Kastljósi gærkvöldsins í tölvunni en hún fékk, eins og hinar fjölskyldurnar, notaða tölvu að gjöf frá Verzlunarskólanum. Ég sýndi henni líka þýðingarforritið af google og það er bara snilld.

Litla snúllan, Nadeem, var svolítið ergileg en Lína sagði að hún saknaði afa og ömmu alveg rosalega mikið, hún var svo náin þeim. Inn á milli var hún þó glöð og við skoðuðum nokkrar bækur saman. Ég sagði nokkur orð úr bókunum sem hún síðan endurtók á lýtalausri íslensku. Ekki að spyrja að börnum, þau eru eins og svampar ... Þau verða örugglega öll orðin vel talandi á íslensku eftir stuttan tíma. Sérstaklega þau yngstu sem byrja bráðum í leikskólanum.

Að koma úr EinarsbúðLína var að elda handa börnunum þegar ég kom og var svona að átta sig á því hvað væri til í kotinu. Inga kom skömmu síðar og við fórum í innkaupaferð í Einarsbúð. Þar var önnur palentínsk kona fyrir og þær voru ánægðar að hittast. Einar kaupmaður frétti af ostaskeraleysinu á heimilinu og gaf Línu eitt stykki, ekki málið. Mér tókst með leikrænni tjáningu þegar heim var komið að bjarga henni frá því að skella 2 lítra kók í frystinn ... hehehhe.

Enn er fjölskyldan sjónvarpslaus, Kjartani tókst ekki að laga þetta litla, gamla sem hún er með, það vantaði fjarstýringuna. Það kemur gott sjónvarp eftir nokkra daga og þá verður gaman. Kjartan tók litluna sína með, hana Eygló, og hún var hálfsmeyk við allt þetta ókunnuga fólk.

Kíkt á KastljósVinkona Línu kom í heimsókn með börnin sín fjögur og okkur Ingu fannst orðið svo kátt í kotinu ... vildum líka gefa þeim frið, að við létum okkur hverfa. Æsispennandi strætóferð verður síðan farin á föstudaginn með Línu og börnum en þá verður læknisskoðun á sjúkrahúsinu. Sá á börnunum sem komu í heimsókn að þau voru þegar búin að fara í slíka skoðun, greinilega í blóðprufu, þau voru með plástur ...

Svo átti yngri strákurinn „minn“ afmæli í gær og mögulega verður lítil veisla á morgun. Nóg að gera þessa dagana. Unglingarnir úr hinni fjölskyldunni eru svo æðislegir, brosmildir og glaðir með þetta allt. Eldri systkinin tala bæði smávegis í ensku og ég er kolfallin fyrir þeim líka.

Kjartan og EyglóSvo veit ég að ýmislegt á eftir að koma betur í ljós varðandi hefðirnar ... Lína setur t.d. bara á sig höfuðklút þegar hún fer út, svona eins og við förum í úlpur, en notar hann ekki heima. Þegar Kjartan kom til að laga sjónvarpið og þvottavélina bjóst ég við að hún skellti á sig slæðunni, en svo var nú aldeilis ekki, hún kemur fram við hann á nákvæmlega sama hátt og okkur Ingu. Konan sem við hittum í Einarsbúð var í sparifötunum, ógurlega fallegum en framandi fötum. Heima gengur hún eflaust í gallabuxum, eins og Lína.

Þetta verður skemmtilegt og ekki síður lærdómsríkt verkefni ... auðveldara með hverri vikunni, tjáskiptin eru kannski erfiðust en samt ótrúlegt hvað við getum þó gert okkur skiljanlegar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha,fengu þær notaðar tölvur?Beið bara notaðar tölvur handa þeim,og þaug komin alla þessa leið.Ný einbýlishús og nýjar tölvur takk,og ekkert minna fyrir fólkið.

Númi (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æðislegt að fylgjast með þessu.  Þetta eru gleðiskammtar dagsins hér á heimilinu.  Hvað er litlan gömul?

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mjög gaman að fylgjast með, þetta hlýtur að vera mjög gefandi og gaman

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hún er þriggja ára og rosalega skýr og skemmtileg. Algjör dúlla. Bræður hennar ekki síðri.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Brynja skordal

Sá í fyrri færslu að þín kona er kaffikona þar sem ég er mjög mikil kaffikona þá finnst mér verða að vera kanna sem er sjálfvirk þó gamli uppáhellingur sé alltaf góður sko! Ætla að láta kallinn minn tékka á því á morgun hvar hann setti okkar könnu sem er í lagi ef þú vilt fá hana fyrir þína konu??

Brynja skordal, 10.9.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, Brynja, líst þrælvel á það. Takk kærlega.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gaman að fylgjast með hvernig þetta gengur hjá ykkur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.9.2008 kl. 23:50

9 Smámynd: Brynja skordal

ok er með nr þitt bjalla í þig þegar þetta er komið til mín

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 00:01

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.9.2008 kl. 08:39

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mikið er gaman að fylgjast með þessu hjá ykkur sómafólkinu á Skaganum.  Bestu kveðjur til ykkar allra. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.9.2008 kl. 10:46

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég "hitti" þessa konu að "sunnan" með einni af nýbúunum fyrir utan Ráðhúsið áðan, og var nærri búinn að flengja mér um hálsinn á þeim þegar ég fattaði að í raun þekkti ég þær ekkert.

Þannig að ég lét það ógert, brost bara tvo hringi.

Þröstur Unnar, 11.9.2008 kl. 11:27

13 Smámynd: Þröstur Unnar

i

Þröstur Unnar, 11.9.2008 kl. 11:27

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Takk fyrir að fá að fylgjast með gangi mála. Þetta er allt alveg meiriháttar.

Helga Magnúsdóttir, 11.9.2008 kl. 11:36

15 identicon

Yndislegt að fá að fylgjast með þessu. Stundum missi ég alveg trú á öllu hér, leiðinleg og spillt stjórnmál og of margir elska bílana sína meira en börnin. En að lesa um stuðning ykkar við flóttafólkið hefur alveg bjargað mér frá pirringi undanfarna daga

Sigga (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:40

16 Smámynd: www.zordis.com

Gott hvað allt gengur vel.  Bréfið hér að neðan er frábært! 

www.zordis.com, 11.9.2008 kl. 12:24

17 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

En æðislegt hvað allt gengur vel á skaganum... og vonandi verður það áfram..kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 13:47

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er yndislegt. Ég tek ofan fyrir ykkur og ekki síður hinum aðkomnu. Þetta getur ekki verið auðvelt.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2008 kl. 23:26

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gaman að því sem Þröstur er að segja hehe. Búinn að fylgjast svo vel með að honum finnst hann þekkja bláókunnugt fólk. Það hefði nú bara verið gaman að því ef hann hefði látið undan þessari knúslöngun sinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 182
  • Sl. sólarhring: 348
  • Sl. viku: 874
  • Frá upphafi: 1505881

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 711
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband