Sætir Skagakrakkar, lærdómshestur himnaríkis og pínubold

Skagabörn, Jón Yngvi lengst til hægriInga hringdi áðan og bað mig um að fylgja Línu og börnum yfir í Rauða kross-húsið á fund. Lína var nú bara farin á fundinn þegar ég kom heim til hennar, hafði bjargað sér þangað sjálf, dugnaðarforkurinn, enda vissi hún ekki að því að ég ætlaði að koma. Hitti á leiðinni hóp af þvílíkt krúttlegum og yndislegum Skagakrökkum sem ég smellti mynd af. Þar var m.a. elskan hann Jón Ingvi, sonur bloggvinkonunnar Flórens (sem er sveitamærin Sigrún), þeirrar sem bjargaði mér á Skagaslysó þegar ég datt í Ógæfumölinni forðum og fékk stórt gat á hnéð. Síðan er hún bara „Flórens“ í mínum huga, enda hjúkka. Spjallaði aðeins við kennara barnanna sem var líklega með þau í vettvangsferð. Þau höfðu stoppað til að klappa pínulitlum smáhundi sem var í gönguferð með eiganda sínum sem kallaði þann smáa sleðahund þreytulegri röddu. Hahahhaha. Við kennarinn fórum að tala um nýju íbúana á Skaganum, flóttafólkið, og það er greinilegt að börnin ætla að taka vel á móti börnunum í hópnum og hjálpa þeim að aðlagast nýja lífinu.

Lína og Nadeem í Skessuhorni í dagÁ leiðinni heim úr göngutúrnum hringdi Brynja bloggvinkona. Hún sagði að eiginmaðurinn hefði verið búinn að gefa gömlu, góðu kaffivélina og húsbandið því gert sér lítið fyrir og keypt nýja kaffivél handa Línu. Sagði að þær væru nú ekki mjög dýrar. Þvílíkt fólk, segi nú ekki annað. Það á vissulega að reyna að gera ekki upp á milli en þegar komið er ákveðið net í kringum hverja fjölskyldu áttar fólk sig á því hvað vantar og hvað ekki. Lína var alsæl með gamaldags uppáhellingardótið, hvað segir hún núna? Dóttir hennar skutlaði könnunni til mín áðan og þetta er fínasta græja. Takk, Brynja og fjölskylda. Strákarnir fá hjól í dag, uppgerð og viðgerð og ættu að vera í fínu lagi. Ingu tókst að redda þeim. Veit að Línu langar í hjól líka og hver veit nema leynist fullorðinshjól hjá Rauða krossinum. Fólk gaf þvílíkt mikið í söfnunina í sumar, ekki bara húsgögn.

Næ litlu sambandi við erfðaprinsinn þessa dagana, hann gerir lítið annað en að fara í skólann, læra heima og sofa. Danskan og stærðfræðin reynast leikur einn, sem hann átti alls ekki von á í byrjun.

Eric er orðinn beiskur út í konu sína, Stefaníu, sem getur ekki fyrirgefið honum að hafa látið frá sér Forrester-fyrirtækið til Nicks þótt það hafi verið eingöngu gert til að bjarga henni sjálfri frá fangelsi. Steffí segir að hann hafi gefist upp of snemma, hann hefði átt að leyfa henni sjálfri að tala við Nick fyrst, hún kynni lagið á helvítinu.

Nick biður Bridget, fyrri konu sína og síðar stjúpdóttur, dóttur Erics og Brooke, um að taka þátt í Forrester-ævintýrinu með honum en hún neitar voða sár. Líklega verður Donna, systir Brooke og áður skotin í Ridge, núverandi hennar Brooke, eina manneskjan fyrir utan Jackie, mömmu Nicks, sem kemur eitthvað nálægt þessu með honum. Forrester-fjölskyldan, með Brooke innanborðs, ætlar að bretta upp ermar og stofna nýtt tískuhús. Taylor, geðlæknir og fyrrum næstum fangi, sálgreinir nú Stefaníu og kemst að því að heiftin og frekjan í henni, sem brýst stundum út og er að fæla Eric frá henni, á rætur sínar að rekja til æsku hennar og dómínerandi föður. Jamm. Sá ekki allan þáttinn í morgun, guði sé lof fyrir endursýninguna í dag kl. 17.28.

P.s. Sá þetta http://dv.is/frettir/2008/9/11/felag-stofnad-til-hofuds-bloggara/ á dv.is. Þetta á eflaust að vera fyndið ... en þetta lyktar af argasta einelti. Veit ekki til þess að Stebbi hafi gert nokkrum mein með færslum sínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að það sé fátt meira heilandi en að taka þátt í (og fylgjast með) fólki praktísera mannúð sína.

Það á að ordínera aðstoð við náungann til að öðslast max. lífsgæði.

Takk Gurrí mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Brynja skordal

þakklæti mótekið Gurrí mín vonandi smakkast kaffið vel úr nýju vélinni og "þín" kona verði ánægð Hlakka til að drekka kaffi með þér Himnaríkisfrk vonandi fljótlega

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært hvað þetta gengur allt vel. Ég hef aldrei séð einn einasta BB þátt en fylgist spennt með hjá þér. Er meira að segja farin að fatta sumar fjölskylduflækjurnar.

Helga Magnúsdóttir, 11.9.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

það er alltaf hægt að fá hjól á spottprís þegar löggan heldur uppboð á óskilamunum

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 11.9.2008 kl. 18:06

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha, frábær hugmynd.

Knús til ykkar.

Guðríður Haraldsdóttir, 11.9.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Mummi Guð

Ég hef aldrei skilið þessa aðdróttanir í garð Stefáns, ef fólki líkar ekki við það sem hann skrifar þá á það ekkert að lesa bloggið hans. Þetta er voða einfalt. Ég skil ekki fólk sem nennir að svekkja sig á því hvað aðrir gera og leggja sig fram við að láta þá fara í taugarnar á sér.

Mummi Guð, 11.9.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Sæl elskan, langt síðan ég hef kvittað hjá þér. En þar sem á mig er minnst gat ég ekki annað. Og sæt mynd af Jóni Ingva.

Sjáumst vonandi fljótlega, þú átt alltaf eftir að kíkja í kaffi í nýja húsið okkar ;)

Knús...

SigrúnSveitó, 12.9.2008 kl. 00:22

8 identicon

Ég á hjól sem ég skal með glöðu geði gefa.  Þarf bara gera við dekkið annars nær ónotað.

Vala (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 18:51

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Inga fékk hjól handa Línu í dag. Takk samt kærlega, Vala.

Verð að fara að kíkja í kaffi í nýja, flotta húsið ykkar, Flórens. :)

Og knús!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:05

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vala, ef þú sérð þetta þá væri hjólið mjög vel þegið! Það eru auðvitað fleiri konur sem komast illa á milli. Ég er með netfang: gurrihar@gmail.com

Guðríður Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 590
  • Sl. viku: 2454
  • Frá upphafi: 1457323

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2040
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband