Flottustu tvíburarnir og alsælir hjólreiðamenn

 

 

Komnir með bílpróf
ChagallLangt síðan ég hef sett inn myndir
af sætustu tvíburum í heimi. Úlfur og Ísak eru fjörugir, skemmtilegir frændur mínir og algjörir gleðigjafar. Bloggvinir mínir ættu flestir að muna eftir þeim.

Strákarnir fæddust báðir með skarð í vör og gómi og hafa farið í þrjá uppskurði. Úlfur er með hjartað hægra megin, ja, er bara spegilmynd af Ísaki, svona innvortis séð. Þeir eru svo líkir í útliti að þeir hljóta að vera eineggja þótt þeir séu sagðir tvíeggja. DNA-próf (rándýrt) er það eina sem getur skorið úr um það.

Annað: Það er SVO langt síðan að ég hef bloggað um þá að þeir eru komnir með bílpróf og farnir að keyra um allt.

 

AbdullahMohammedHinir strákarnir mínir eru komnir á hjólin sem Inga fann handa þeim og hjóla nú um allt alsælir. Inga skrapp með þá í hjólatúr í dag og komu þau við á hlaðinu hjá mér norðanmegin. Mikil gleði og hamingja. Sá yngri hjólaði á stóra bróður sem kenndi honum enn og aftur á handbremsuna, þolinmóður og góður.

Annars bara allt gott að frétta. Helgin að koma með öllum sínum dásemdum og svo hefst annað líf á mánudaginn þegar Ásta mætir kl. 6.30 sharp við hlið himnaríkis, eða á bílastæðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er rosalega langt síðan ég hef séð mynd af þessum gullmolum.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Flottir strákar á ferð ...

Það er Ásthildur í þessari færzlu, alveg 'boldlauzt'

Þér fer fram í seinni hálfleik, annað en hitt 'Skagaliðið' ...

Steingrímur Helgason, 12.9.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Brynja skordal

Awww Gullmolar litlu frændur þínir bara farnir að rúnta já það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og mikið er yndislegt að sjá stóru strákana þína með sín flottu hjól sælir á svip gott að fá svona Fallega færslu fyrir svefn góða nótt mín Elskuleg

Brynja skordal, 12.9.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hæ hæ, þeir tveir litlu eru alltaf jafn sætir og brosakallar, ekki er eftir neinu að taka eftir þessa uppskurði, allaveganna ekki á myndum. Ég vildi bara segja við þig, Gurrí mín, að ég er svo ánægð að þekkja þig, þú ert rosalega upptekin kona, en gefur þér sýnist mér mest allan þinn aukatíma til þess að aðstoða flóttafólkið, og mikið ertu nú yndisleg í öllum þínum ummælum. Mér finnst ofsalega yndislegt að sjá að vel sé tekið á móti öllum flóttamönnum, og mér sýnist Ísland vera að standa sig betur en flest önnur lönd sem maður þekkir til. Mikið er hún Lína og börnin hennar heppin að hafa þig að sem vinkonu, og mér þykir enn meira til þín koma sem meira ég heyri um allt sem þú ert að gera.

Hafðu það nú gott í bili, og farðu vel með þig, ekki gleyma að hugsa vel um Gurrí líka....

Kossar og knús yfir hafið

Bertha Sigmundsdóttir, 12.9.2008 kl. 05:51

5 identicon

Algjör krútt! enda frændur mínir!

Eigðu góðan dag.

Einar (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 12.9.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottir frændur og fóstursynir. Til hamingju með þá.

Helga Magnúsdóttir, 12.9.2008 kl. 14:29

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jesús minn hvað tvíburarnir eru fallegir. Þarft að kaupa eitthvað undir rassinn á þeim svo þeir nái upp í stýrið.

það verður gaman að fylgjast með fóstursonunum Gurrí. Æðislegt að þeir skildu fá hjól.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 69
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 761
  • Frá upphafi: 1505768

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 617
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband