20.9.2008 | 22:33
Góð heimsókn, ævintýralegar upptökur og fleira stöff ...
Ella og Kjartan kíktu óvænt í latte í dag, ásamt dætrum. Við ætluðum að kíkja til Línu en hún hafði brugðið sér til höfuðborgarinnar þannig að það var bara kaffi í himnaríki í staðinn. Ég þarf að koma mér upp einhverju í ísskápinn til að eiga alltaf fyrir börn, áttaði mig á því að ég átti ekkert til að bjóða stelpunum, börn heimsækja mig greinilega allt of sjaldan. Við áttum hið skemmtilegasta spjall. Ég sagði þeim m.a. frá samskiptum okkar Indverjans í strætó í gær, glottið á mér þegar hann sagðist heita Grís og glottið á honum þegar hann heyrði nafn mitt. Kjartan var viss um að framburður hans á kryddinu karrí væri líkur nafninu Gurrí sem er líklegra en það sem ég giskaði á. Sjálfur sagði hann farir sínar ekki sléttar þegar hann var í Bandaríkjunum einu sinni og var stundum kallaður Curtain (gardína) þar. Við Ella eigum sama afmælisdag, það hlaut að vera, svona dásamleg manneskja ... og annað, hún bjó í himnaríki fyrir rúmum áratug og var fannst gaman að sjá gamla heimilið sitt aftur. Saknar enn útsýnisins.
Þau Kjartan verða væntanlega heimsfræg á næstunni, voru plötuð í viðtal sem ein stuðningsfjölskylda Línu í þáttinn sem BBC er að gera um nýju Skagamennina. Margt ævintýralegt hefur víst gerst við upptökur, sjónvarpsmyndavélar hafa m.a. fokið út í buskann, og annað slíkt, enda rokið engin hemja þessa dagana. Svo er líka statt hérna upptökufólk frá arabískri sjónvarpsstöð. Það er víst aðferðin við móttöku flóttafólksins sem vekur athygli en hún þykir öðruvísi en í öðrum löndum og beinist að því að fólkið aðlagist hratt og vel. Dáist sífellt meira að Rauða krossinum og þeim sem hafa komið að skipulaginu og vinnunni við þetta verkefni. Margt bráðfyndið gerist vissulega af og til og ég held að ég særi engan þótt ég endurtaki setningu sem heyrðist í ónefndri verslun í dag: Æ, hvernig kem ég henni í skilning um að maður kaupi ekki pollagalla á 17 ára strák!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 229
- Sl. sólarhring: 237
- Sl. viku: 921
- Frá upphafi: 1505928
Annað
- Innlit í dag: 186
- Innlit sl. viku: 752
- Gestir í dag: 178
- IP-tölur í dag: 172
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
þið eruð svo dugleg með þetta verkefi. Væri með ef ég væri á landinu.
Dóttirin sem er á landinu er samt virk....
Gangi ykkur allt í haginn með þetta frábæra framtak.
kveðja Dröfn
Dröfn Trausta (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 23:18
Þessi nýja aðferð virðist vera að virka vel. þar að segja með stuðningsfjölskyldurnar. Ekki skrítið að erlendir fjölmiðlar sýni þessu svona mikinn áhuga, þessi aðferð þekkist víst ekki erlendis.
Frábært framtak og þið eruð að standa ykkur vel.
Arnar (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 09:44
Ekki bara Indverjar, ég man ekki betur en Hekla hafi alltaf kallað þig Karrí þegar hún var yngri.
Nanna Rögnvaldardóttir, 21.9.2008 kl. 11:24
Hahahaha, Nanna. Held að þetta sé rétt hjá þér. Ekki slæmt að vera kölluð Karrí!
Takk, Dröfn og Arnar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt verkefni, vinnan lendir auðvitað mest á Akranesbæ og Rauða krossinum sem eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig staðið er að málum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2008 kl. 11:36
Takk fyrir kaffið Gurrí mín. Ekki hafa áhyggjur af stelpunum, við komum líka mjög óvænt í kaffi til þín og þá er kannski ekki hægt að ætlast til að fá einhverjar hnallþórur og rjómapönnsur með sopanum. Mér sýndist þær nú bara una sér vel að skoða ævintýra heimin í Himnaríki, og elta kisurnar út um allt.
Við höldum almennilegt kaffisamsæti síðar.
Ella (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.