Góð heimsókn, ævintýralegar upptökur og fleira stöff ...

Ella og Kjartan kíktu óvænt í latte í dag, ásamt dætrum. Við ætluðum að kíkja til Línu en hún hafði brugðið sér til höfuðborgarinnar þannig að það var bara kaffi í himnaríki í staðinn. Ég þarf að koma mér upp einhverju í ísskápinn til að eiga alltaf fyrir börn, áttaði mig á því að ég átti ekkert til að bjóða stelpunum, börn heimsækja mig greinilega allt of sjaldan. Við áttum hið skemmtilegasta spjall. Ég sagði Litla prinsessanþeim m.a. frá samskiptum okkar Indverjans í strætó í gær, glottið á mér þegar hann sagðist heita Grís og glottið á honum þegar hann heyrði nafn mitt. Kjartan var viss um að framburður hans á kryddinu „karrí“ væri líkur nafninu Gurrí sem er líklegra en það sem ég giskaði á. Sjálfur sagði hann farir sínar ekki sléttar þegar hann var í Bandaríkjunum einu sinni og var stundum kallaður Curtain (gardína) þar. Við Ella eigum sama afmælisdag, það hlaut að vera, svona dásamleg manneskja ... og annað, hún bjó í himnaríki fyrir rúmum áratug og var fannst gaman að sjá gamla heimilið sitt aftur. Saknar enn útsýnisins.

Þau Kjartan verða væntanlega heimsfræg á næstunni, voru plötuð í viðtal sem ein stuðningsfjölskylda Línu í þáttinn sem BBC er að gera um nýju Skagamennina. Margt ævintýralegt hefur víst gerst við upptökur, sjónvarpsmyndavélar hafa m.a. fokið út í buskann, og annað slíkt, enda rokið engin hemja þessa dagana. Svo er líka statt hérna upptökufólk frá arabískri sjónvarpsstöð. Það er víst aðferðin við móttöku flóttafólksins sem vekur athygli en hún þykir öðruvísi en í öðrum löndum og beinist að því að fólkið aðlagist hratt og vel. Dáist sífellt meira að Rauða krossinum og þeim sem hafa komið að skipulaginu og vinnunni við þetta verkefni. Margt bráðfyndið gerist vissulega af og til og ég held að ég særi engan þótt ég endurtaki setningu sem heyrðist í ónefndri verslun í dag: „Æ, hvernig kem ég henni í skilning um að maður kaupi ekki pollagalla á 17 ára strák!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið eruð svo dugleg með þetta verkefi. Væri með ef ég væri á landinu.

Dóttirin sem er á landinu er samt virk....

 Gangi ykkur allt í haginn með þetta frábæra framtak.

kveðja Dröfn

Dröfn Trausta (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 23:18

2 identicon

Þessi nýja aðferð virðist vera að virka vel. þar að segja með stuðningsfjölskyldurnar. Ekki skrítið að erlendir fjölmiðlar sýni þessu svona mikinn áhuga, þessi aðferð þekkist víst ekki erlendis.

Frábært framtak og þið eruð að standa ykkur vel.

Arnar (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Ekki bara Indverjar, ég man ekki betur en Hekla hafi alltaf kallað þig Karrí þegar hún var yngri.

Nanna Rögnvaldardóttir, 21.9.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahaha, Nanna. Held að þetta sé rétt hjá þér. Ekki slæmt að vera kölluð Karrí!

Takk, Dröfn og Arnar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt verkefni, vinnan lendir auðvitað mest á Akranesbæ og Rauða krossinum sem eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig staðið er að málum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2008 kl. 11:36

5 identicon

Takk fyrir kaffið Gurrí mín.  Ekki hafa áhyggjur af stelpunum,  við komum líka mjög óvænt í kaffi til þín og þá er kannski ekki hægt að ætlast til að fá einhverjar hnallþórur og rjómapönnsur með sopanum.  Mér sýndist þær nú bara una sér vel að skoða ævintýra heimin í Himnaríki, og elta kisurnar út um allt. 

Við höldum almennilegt kaffisamsæti síðar.

Ella (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 229
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 921
  • Frá upphafi: 1505928

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 752
  • Gestir í dag: 178
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband