Minna skutl og meira bold

InnanbæjarstrætóÞað var greinilega hárrétt ákvörðun hjá Skagayfirvöldum að hafa frítt í strætó því mikill fjöldi fólks notfærir sér þjónustuna. Bílstjórinn sagði mér áðan að oftast væri vagninn þéttsetinn og oft alveg stútfullur. Í svona veðri skil ég að krakkar nenni ekki að rennblotna á leiðinni í skólann eða kerlingar á leið úr sjúkraþjálfun vilji halda sér þurrum og þá er strætó frábær kostur. Það hlýtur að vera mun minna um skutl foreldra og erfðaprinsa á þessum háabensínverðstímum og þá er tilganginum náð.

Nick er á bömmer yfir Forrester-fyrirtækinu, hlutirnir ganga ekki eins vel og hann bjóst við, sigurinn ekki jafnsætur. Jackie, mamma hans, reynir að stappa stálinu í strákinn. Ég sá ekki betur en Thorne og Taylor sofi nú saman og hann búinn að gefa henni hring. Taylor er líklega svolítið siðlaus geðlæknir, hún lofaði Thorne sínum að hún stefndi að því að endurheimta fyrirtækið fyrir fjölskylduna, hún hefði boðið Nick í geðlæknismeðferð ... Það er eins og mig minni að kristalskúlan mín hafi sagt að það leiði til ástarsambands þeirra.

Taylor og PhoebePhoebe, dóttir Taylor og Ridge, er svolítið skotin í garðyrkjumanninum grunsamlega sem bar ekki vitni í máli Taylor sem var, eins og allir muna, fyrir rétti fyrir að hafa ekið full og réttindalaus á Dörlu, konu Thorne, og valdið dauða hennar. Garðyrkjumaðurinn er á flótta undan lögreglunni, var barinn á ströndinni og býr nú í skjóli dr. Bridgetar að beiðni Phoebe. Ridge hefur sagt dóttur sinni að líta ekki við svona lúser en Phoebe vorkennir honum, hver sér ekki rómantík í subbulegum flækingi sem mögulegt væri að bjarga?

StefaníaUm daginn tilkynnti Stefanía að hún ætlaði aldrei framar að tala við móður sína. Það misheppnaðist algjörlega tilraunin til að hugga barða barnið í henni með að fá mömmuna til að biðja afsökunar á því að hafa ekki varið hana fyrir pabbanum með fúsa hnefann. Systir Steffíar tók upp hanskann fyrir hana í uppgjörinu og sagðist muna eftir hræðilegum atvikum.

Jamm, alltaf stuð í boldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"hver sér ekki rómantík í subbulegum flækingi sem mögulegt væri að bjarga?"hehehehehehe.Mögnuð setning

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Boldið klikkar ekki.

Helga Magnúsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

#/(=&$=Q&$Q= boldið sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Aprílrós

Alveg ómissandi ;)

Aprílrós, 23.9.2008 kl. 17:11

5 identicon

Júhh... skítugir og subbulegir flækingar eru mjög rómantískir... sérstaklega ef þeir lykta soldið líka.

Snilldar færsla!! :D 

Kveðja

Einar (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

SÆl, gaman að fylgjast aðeins með boldinu, ég sé það ekki hér,held samt að það sé sýnt á þýskri stöð. En takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með. Gott að hafa frítt í strætó, þá nýta sér það fleiri, sparar bensín.

 Hafðu það sem best.

Kv á skagann, Frá Spáni,  Gleymmerei

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 23.9.2008 kl. 19:25

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Sammála Jenný auddað.

Þröstur Unnar, 23.9.2008 kl. 19:35

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já boldið klikkar ekki...þvílík drama í gangi..úff hehehe..en Taylor og Nick hafa sofið einu sinni saman eftir góða drykkju í eina kvöldstund...svo það er spurning hvort framhald verði á því..hmmm...kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:41

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sammála Þresti um að vera sammála Jenný AB

Kjartan Pálmarsson, 23.9.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þið eruð nú meiri boldhatararnir, Kjartan, Þröstur og Jenný. Hehehehe ... ég sit og horfi á þetta, fórna dýrmætum tíma til að setja mig inn í fjölskyldumál Forresteranna og fæ bara spælingar ... iss, ég held að þið bíðið spennt í laumi eftir hverri bold-færslu.

Knús á alla og góða nótt.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:50

11 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

USSSSSSSSSSSSSSS

Kjartan Pálmarsson, 23.9.2008 kl. 22:28

12 identicon

Fékk að upplifa Skagastrætóinn þinn í dag - alveg til fyrirmyndar - takk fyrir að blogga svona um hann annars hefði ég ekki fattað að það væri hægt að komast svona auðveldlega í þitt sveitarfélag.  Reyndar vissi bílstjórinn sem keyrði mig uppeftir ekki af bloggsíðunni þinni. Ég varð hin hissasta. Og segðu konunni sem hefur ekki heyrt um troðfulla strætóa að kíkja á leið 3 um áttaleitið á morgnanna og til tilbreytingar á leið 1 síðdegis ... 

JóhannaH (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 112
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 1505811

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 655
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband