"Eins og þjófur úr heiðskírri nóttu ..."

Svartir englarEkki var erfitt að sofna vel og rótt eftir sjónvarpsveislu gærkvöldsins. Svartir englar lofar mjög góðu ... ég var svo óheppin að fá símtal í miðjum þætti og datt svolítið út, ætla að horfa á endursýninguna á fimmtudagskvöldið. Ævar Örn er einn af uppáhaldsrithöfundunum mínum og fyrst þættirnir eru byggðir á bókum hans ... jamm, bara gæðastimpill. Í mörgum íslenskum þáttum er það oft leikurinn sem er veiki hlekkurinn, skýrmæltir sviðsleikarar sem gera hlutina ótrúverðuga en ég sá ekki hvort  slíkt var í gangi í gær. Eitthvað sem góðir gribbuleikstjórar ættu að geta lagað. Dagvaktin var bráðfyndin og lokaatriðið alveg brilljant. Það er búið að auglýsa hana svo mikið undanfarnar vikur að ég ætlaði varla að nenna að horfa en sé ekki eftir því að hafa gert það.

Ung kona á stoppistöðinni við Garðabraut var með lopavettlinga í morgun brrrrrr ... og mér kólnaði skyndilega við þá sýn, nú kafa ég í skápa og skúffur og finn gammósíur, fleiri trefla og hlýja peysu. Sagði við eina berhálsaða: „Nú er aldeilis tveggja trefla veður.“ Var samt ekkert að meina Troðfullir strætóar í morgunþað til hennar, minn eini trefill var nefnilega aðeins of lítið skjól gegn kulda að þessu sinni. Konan flissaði glaðlega og hagræddi kraganum á úlpunni. Öryggisbeltið í sætinu mínu passaði ekki utan um mig (enga offitubrandara, takk) og skellti mér aðeins framar, eða í aðstoðarmannssæti bílstjórans, og þar passaði beltið. Ég aðstoðaði bílstjórann alla leiðina með hugarorkunni einni saman, steinþegjandi, og við komumst heilu og höldnu í Mosó. Mjög, mjög, MJÖG margir farþegar voru í Skagastrætó og ekki næstum allir komnir yfir götuna á stoppistöðina (til Rvk) þegar leið 15 kom brunandi. Við vorum svo mörg að við ríflega fylltum leið 15 þannig að elsku Mosóbúar fengu ekki sæti alla þessa leið til Reykjavíkur. Í Ártúni hitti ég einn Indverjann minn og hann sagði: „You have blogsite.“ Ég játti því og frétti þá að íslensk samstarfskona hópsins hafði rekist á skrifin um þá og blaðrað .... hehehehe. Ég sagði honum frá troðfullum Mosó-strætó sem ég var að koma úr og hann sagði að indverskir strætisvagnar væru ekki fullir - heldur TROÐNIR ... Ansi margt fólk var einmitt lika í leið 18. Veit ekki hvað gerðist í dag, kannski allir orðnir leiðir á því að láta .... uuuu, ..vera  með vaselín á bensínstöðvunum .... (var þetta ekki bara fínlega gróft hjá mér?)

Samstarfskonur mínar voru í miklu stuði við komu kl. 9 og fóru að rifja upp ýmis mistök í íslensku  ..., bæði sem þær hafa gert eða heyrt hjá öðrum. Dæmi: „stott stupp, spakk og hakettí ... Maður fórnar nú ekki höndum fyrir smá mat ... Hann kom eins og þjófur úr heiðskírri nóttu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hehe YOU HAVE BLOGSITE !!

En ég var að mestu leyti sátt við verk Ævars, Steinn Ármann gerður aðeins of ýktur asni og sérlega pirruð á honum þegar hann var hjá systur fórnarlambsins. Ég hefði bara urlast yfir svona framkomu en mér er málið skylt og hef þessa snöggu bletti gagnvart slíkum málum.

Ég ætla að horfa á næsta

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, ég missti alveg af því atriði, sé það á fimmtudaginn.

Guðríður Haraldsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:13

3 identicon

Sæl Gurrý, ein ókunnug hér á ferð en les alltaf bloggið þitt, þú ert svo ansi hreint skemmtilegur bloggari :)

Troðfullur strætó, er ekki bíllausi dagurinn í dag eða eitthvað svoleiðis???  Svo verð ég nú að segja það að Steinn Ármann gerir nú Guðna bara góð skil, hann var í bókinni alveg nákvæmlega svona, alger asni og tuddi !!!1 

Guðný (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Missti af þessu, ætla að horfa á fimmtudaginn. Troðfullur strætó? Hef ekki séð svoleiðis í mörg ár.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:12

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sammála Guðný, það sem ég sá af Guðna passar nú skrambi vel við lýsinguna af honum í bókunum. Mér finnst fólk reyndar aldrei hlýða svona "Dögum" eins og reyklausa deginum, bíllausa deginum ...

Jú, Helga, troðið í leið 15 og svo þurftu nokkrir að standa í leið 18. Bara þvílíkt! Ekkert hægt að treysta á Ástu mína, hún fer bara af og til á bílnum í bæinn sem er ósköp notalegt með.

Guðríður Haraldsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:20

6 identicon

Haha þessi mynd lýsir mynd lýsir ferðinni í morgun mjög vel alveg troðfullur vagnin og ég svoldið grumppy En það er á svona dögum sem maður uppsker brosin sem maður sendir út því að það hressir mann við að vera búin að venja altt liðið á að brosa til baka

Það var mjög leiðinlegt að dangla speiglinum í hausinn á stráknum en sem betur fer þá fór það ekki ílla 

Ég hef aldrey lent í þessu áður en þessir vagnar eru búnir að vera hjá Strætó í 10 ár (reindar er þetta elsti svona vagninn) og á þessum tíma þá hefur þetta aldrey gerst.

Svo varð ég pirraður á því að þurfa sífelt að fá fólk til að færa sig aftar í vagnin þetta tafði ferðina um 2-3 mín og varð næstum til þess að við mistum af vögnunum í Ártúni! það má ekkert útaf bregða í þessari ferð til þess að ná vögnunum þar og ég hef reynt að gera mitt til þess að fólk þurfi ekki að býða óþarflega í Ártúni 

En það gengur örugglega betur á morgun 

Helga vagnarnir eru gjarnan fullir það fara t.d. 4 stk vagnar á leið 6 frá Ártúni um 7:30 og þeir eru allir það fullir að fólk stendur, það er ansi mikið af fólkki 

kv hag

hag (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 18:10

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú varst sko ekki grömpí í morgun, Haraldur, fólk áttaði sig hreinlega ekki á því að það gat ekki staðið fremst, þá komust nýir farþegar ekki inn. Já, þetta var ansi mikil hrúga í morgun, hef ekki séð það svona mikið lengi. Ég fæ stundum far í bæinn og það er auðvitað voða þægilegt, en mér finnst alltaf gaman að taka strætó. Ég var búin að gleyma þessu með spegilinn, strákurinn hló bara að þessu, algjör hetja. Svona getur farið þegar allt of margt fólk er á stoppistöðinni, þá eru einhverjir svo nálægt götunni og þá vagninum þegar hann rennur inn á stoppistöðina.

Guðríður Haraldsdóttir, 22.9.2008 kl. 18:19

8 identicon

Mér fannst þátturinn betri en bókin hans Ævars, skítadjobb. Fíla hann ekki nógu vel sem rithöfund. Fannst bókin alltof langdregin en þættirnir lofa góðu:)

Viktoría (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:30

9 identicon

Sæl Gurrí

 Vona að þú hættir ekki að blogga um Indverjana þó þeir viti af síðunni þinni.  Á nefnilega einn prins frá Indlandi og finnst gaman að lesa um Indverjana þína, fer þá alltaf í smá ferð til Indlands og rifja upp frábæra ferð þangað.....sjokk við að kynnast fæðingarlandi sonarins, en ótrúleg upplifun að verða mamma í fyrsta sinn í saman landi - elska Indverja og Indland, enda gaf það land mér dýrmætustu gjöf sem hægt er að hugsa sér ERFÐAPRINS :)

kveðja, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:46

10 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl vertu, alltaf er gaman hjá þér á morgnana, já troðin strætó, það er sjaldséð sjón, á íslandi, en hér er strætó oft það fullur að maður þarf að bíða eftir næsta.

Sá ekki þáttinn, en hann hefur örugglega verið skemmtilegur.

Hafðu það gott kv Gleymmerei

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:22

11 identicon

Ég missti af englunum, hlakka ekkert smá til á fimmtudaginn, hahah óþolandi svona smágerð bílbelti...hahaha!!

alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:31

12 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Ég missti líka af báðum þáttunumekkert smá spælandi búin að hlakka mikið til,ég elska bækurnar hans Ævars,en Guði sé lof fyrir endursýningar svo þá læsi ég mig bara inni og dreg fyrirgóða nótt ljúfust

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 23.9.2008 kl. 00:42

13 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 37
  • Sl. sólarhring: 422
  • Sl. viku: 2154
  • Frá upphafi: 1456104

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1792
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband