24.9.2008 | 07:59
Ótrúleg afköst og innslagið frá BBC ...
Vel- og glaðvaknað var í morgun og ótrúlegt hvað vakn fimm mínútum fyrr en vanalega munaði miklu, engin hlaup og ekkert stress. Ég náði að baka nokkrar sortir, hreingera baðherbergið, prjóna hosur fyrir veturinn og skrifa fyrstu drögin að inngangi að formála um sögu fílsins í átta bindum ... og allt þetta áður en ég bjó til latte og fékk með hollustudótið mitt.
Við stuðningsfjölskyldur Línu kíktum á hana í gær og höfðum að láni túlk í klukkutíma til að spjalla við hana. Það var ótrúlega gaman ... annars hefur henni farið helling fram ... í uuuu ... enskunni eftir að hún kom. Og er spennt að læra íslenskuna sem hún kann nokkur orð í. Hún skellihló þegar ég sagði henni Allah-brandara ... um það þegar íslenski eiginmaðurinn öskraði yfir yfirfulla verslun eða markað í Marokko: ALLA!!! ALLA MÍN, hvar ertu? og allir sneru sér forviða við og gláptu á þennan guðrækna mann.
Ein konan úr hópnum var í viðtali hjá BBC World og gaman að sjá m.a. Báru og Dodda heima hjá henni og negla upp mynd ... og strákinn á heimilinu fara á hestbak í sveitinni hjá Nínu, stofnanda stórverslunarinnar Nínu (þar sem Dorritt hefur verslað ...). Doddi ók í bæinn um daginn rétt áður en brjálaða veðrið skall á, frekar óvanur að keyra í Reykjavík, rataði ekki um í Breiðholti en fann samt yndislegu konuna sem gaf hjól fyrir stálpaðan strák (ja, fullorðinshjól). Strákurinn þráði hjól heitast af öllu. Ég fylltist afbrýðisemi fyrir hönd Línu þegar ég sá að "konan þeirra" er með uppþvottavél ... heheheh, nei, nei, uppþvottavélar eru ekki jafnsjaldgæfir gimsteinar og áður, það fylgdi t.d. með í kaupunum á himnaríki heilt stykki uppþvottavél sem ég elska mjög, mjög heitt. Þessi kona var bara jafnheppin og ég.
Læt slóðina að innslaginu frá BBC World fylgja með ... þessi fréttakona var víst engu lík og það var upptökuliðið hennar sem þurfti að elta kvikmyndavélar um móa og mýrar í öllu rokinu um daginn. http://www.youtube.com/watch?v=olehN_FwJ4M
Vona að dagurinn ykkar verði skemmtilegur, spennandi, gefandi og guðdómlegur!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 171
- Sl. sólarhring: 340
- Sl. viku: 863
- Frá upphafi: 1505870
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 703
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég verð svoldið "frústreruð" inní mér þegar ég hlusta á Magnús, honum er frjálst að hafa sína skoðun, en vá. Það eina góða sem dásamleg skoðun hans hefur haft í för með sér er að ég, t.d er miklu ákveðnari í að gera það sem ég get til að hjálpa þessu fólki að líða vel hjá okkur, vona bara að þau þurfi lítið við hann að sælda.
Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:30
Ég hlakka svo til að lesa sögu fílsins.......
Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 08:35
Hahhaah, Hrönn, með þessu áframhaldi næ ég að koma bókinni út fyrir jól ... jamms.
Sammála Harpa, Magnús hefur ekkert á móti flóttakonunum, hefur hann sagt, óttast bara að þeim gangi illa að aðlagast. Mér sýnist annað eftir þessar fyrstu tvær vikur og þar sem fólkið átti sér skelfilegt líf fyrir komuna hingað og sá ekkert fram undan þar, held ég að það eigi eftir að pluma sig vel á Íslandi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2008 kl. 08:40
þakka fyrir fallega kveðju, hef stundum kíkt hérna inn og flissað, takk líka fyrir það.
Daggardropinn, 24.9.2008 kl. 09:20
Ekki taka þess illa, ertu eins og stormsveipur á morgnana?
Gott að flóttafókinu gengur vel, það er fyrir öllu, hvernig ætli þeim finnist veturinn á Íslandi.
Vonandi hafa þau hlý föt.
Hér er skýjað og hiti 24 stig og ogogo að koma rigning, ég ætlaði út að vökva,en jæja sleppi því.
Hafðu það gott, og takk fyrir kvittið á síðunni minni.
Kær kv
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 24.9.2008 kl. 10:08
Fyrirgefðu en ég skil ekki þetta sjónarmið MÞ. Finnst það vera yfirklór.
Þegar fólk er búið að lifa í helvíti á mörkum þess að tóra þá er það tertubiti að aðlagast.
Flott myndband.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 10:17
Alveg er ég viss um að hann er hundfúll yfir hvað gengur vel og hvað fólk er almennt jákvætt
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 10:45
Sjúkk að þeir ákváðu að klippa minn hluta út úr innslaginu. Takk fyrir hittinginn í gær, gott að fá túlk til að koma skilaboðum á milli okkar og að fá að kynnast Linu aðeins betur. Sjáumst
Ella (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:53
Elskurnar reyniði líka að kenna nýfluttum Akurnesingum íslensku, - ekki bara ensku.
Laufey B Waage, 24.9.2008 kl. 10:57
Laufey, við tölum núorðið bara við hana á íslensku, ensku í algjörri neyð, en ... hún bjargar sér sjálf í búðum og slíkt á enskunni og fólk er duglegt að koma á móts við hana þannig. Bráðum, eða eftir að hún byrjar á fullu í skólanum, verður íslenskan allsráðandi. En það verður gott fyrir hana að geta líka bjargað sér á ensku í framtíðinni.
Já, það er ALLT betra en þessi viðbjóður í tjaldbúðunum og að eiga í ekkert hús að venda. Hvergi! Hef séð á hatursbloggsíðum ótta við að "þessar konur" fari nú að flytja inn frændur sína og bræður, örugglega hryðjuverkamenn, sem muni sprengja Arabíu-Skagann í loft upp ... Hahahahha. Stór hluti flóttafólksins okkar frá gömlu Júgóslavíu er reyndar múslimar, skilst mér, hef ekki orðið vör við svona ótta (fordóma) gagnvart því.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2008 kl. 11:12
það er auðvitað lykilatriði að þetta fólk læri íslenskuna til að aðlagast, Magnús hefur sínar skoðanir eins og við öll og við verðum bara að leyfa honum það ;) en ansi hefurðu verið dugleg í morgun stelpa, svona á að fara að þessu. Hlakka tiil að lesa sögu fílsins þegar hún kemur út núna fyrir jólin hehehehe
Vona sannarlega að eftir allt þetta að vinnudagurinn verði þér mildur
Guðrún Jóhannesdóttir, 24.9.2008 kl. 11:19
Brynja skordal, 24.9.2008 kl. 12:26
Rosalega flott myndband,vonandi sjá fleiri að það að hjálpa þessu flóttafólki setur ekki þjóðarskútuna á hliðina frekar mætti fara að spara í þessari gengdarlausu eyðslu stjórnvalda eins og að stofna eyríkjasjóð upp á 420 miljónir til að styrkja önnur eyríki til að draga úr fátækt hvernig væri að byrja heima hjá sér.Annars þið megið svo sannarlega vera stoltir stuðningsaðilar þessara fjölskyldna ÁFRAM SKAGAMENN
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:55
Alltaf gaman ad lesa bloggid titt.
Takk fyrir kíkkid
Kvedja úr danaveldi
Gudrún Hauksdótttir, 24.9.2008 kl. 14:32
Hvað er málið með hann Magnús, það er alveg sama hvað hann segir hann getur ekki leynt því hvað hann er fordómafullur, að reyna svo að klæða þá fordóma í búning umhyggju fyrir flóttafólkinu að hann haldi að þau geti ekki aðlagast á einu ári...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.9.2008 kl. 18:02
"Arabíu-Skagann" - Mér þykir þú fyndin í dag
Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 19:24
Þú er snilli Gurrí beibí!
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:30
Ekki er ég svona morgunhress, maður, ætti kannski að gera tilraun á morgun.....
Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:19
Innlits-kvitt
Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.