Heillatrefill og skiptimiði í stíl, hviður og kósíheit

TrefillÉg VISSI að þessi dagur yrði góður þegar Skúli rétti mér appelsínugulan skiptimiða, alveg í stíl við trefilinn minn. Þrátt fyrir gífurlegar vindhviður á leiðinni, bæði á Kjalarnesi og Kollafirði, fukum við ekki út af, sem er eitt dæmið, og þegar við skriðum inn í Mosó pínku sein beið Haraldur almáttugur viljandi þar eftir okkur á leið 15 þótt hann hefði alveg getað verið farinn, sem er annað dæmi. Í Ártúni stökk einn Indverjinn minn (þessi sem ég kynntist fyrst) út úr vagni neðan úr bæ og ég tók eftir að hann var í leðurjakkanum sínum, hann hefur ekkert hlustað á móðurlega aðvörun mína í gærmorgun þegar ég sagði: „Bad, bad weather tomorrow.“ Man reyndar eftir því síðan í gamla daga að leðurjakkinn minn var MJÖG hlýr, dugði mér sumar sem vetur. Þykkt og gerð trefla skar úr um hvort ég yrði úti í frostinu eður ei.

labrador-hvolpurÍ gær eftir vinnu fórum við tvær vinkonur á Kjalarnesið og skoðuðum hvolpana hjá Labrador-fjölskyldunni minni. Þeir eru orðnir ótrúlega skemmtilegir, mikill leikur í þeim og lífsgleði, fáránlega sætir og krúttlegir. Ef ég byggi ekki í blokk ... ef ég ætti ekki ketti ... ef ég ynni ekki úti allan daginn ... jamm, ekki spurning! Það er hálfur mánuður í að þeir megi fara til nýrra eigenda og helmingurinn hefur þegar „gengið út“. Þannig að ... ef ykkur langar í labrador-hvolp, hreinræktaðan og guðdómlegan, þá veit ég um nokkra á lausu. :) Set inn myndir af þeim í kvöld.

Óska ykkur skemmtilegs og gleðilegs dags í sífellt minnkandi rigningu og roki. Um hádegi verður komið logn í Reykjavík, skv. norsku veðursíðunni, www.yr.no.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Ég skil ekki hvað þú varst að tala um fótósjokk í gær - sá myndina í DV þegar ég kom heim og hún var bara mjög fín.

Marilyn, 26.9.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Í tilefni þess að þessi ágæta mynd og grein (sem er enn ólesin hér á bæ, en mun verða lesin) birtust í þessu ágæta blaði var það borið í hús hérna a.m.k. til mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.9.2008 kl. 13:53

3 identicon

Sammála, myndin af þér var mjög flott.

Ég held að labrador hvolpar séu bara eitt það sætasta í heiminum það verður ekki tekið af þeim.

Eigðu sjálf frábæran dag.

Einar (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:13

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ketti fyrir mig, takk.

Helga Magnúsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega langt síðan ég hef kíkt á þig en þú ert alltaf jafn yndisleg í færslum þínum.  Hér eru ekki dýr lengur, svona er að vera í blokk og láta kjósa sig formann húsfélags og þurfa svo að hlýta reglum :):) get bara sjálfri mér kennt um, en þessi kafli er búinn í bili og allt leystist farssællega.  Góða helgi og njóttu inniveru í roki og rigningu.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 1523681

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 474
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vigdís og Halla
  • Hvað er svona sæt kona eins og þú að ...
  • Stigagangurinn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband