Af skelfilegu dömpi, mögulega ekki óléttu ... og nammilöngun

PurusteikRifjasteik með brúnni sósu, steiktum kartöflum, rauðkáli og salati að eigin vali var í matinn í hádeginu. Bragðaðist bara vel. Föstudagar eru annasamastir hér í Hálsaskógi, alla vega hjá okkur Vikugellum, og því gott að meira skuli lagt í hádegismatinn en á t.d. þriðjudögum. Suma föstudaga kaupa stelpurnar nammi eftir hádegi og þá gaman að lifa. Nú er aðalnammigrísinn í helgarferð í Svíþjóð svo líklega verður ekkert nammi í dag nema ég grípi sjálf til aðgerða. Vona bara að nammigrísinn muni eftir að koma með nammi handa okkur úr Fríhöfninni. Það er regla hér.

Eftir matinn voru heilmiklar umræður, m.a. um lífsreynslusögur Vikunnar. Ég sagði full eftirsjár frá kunningjakonu sem nýverið bannaði mér að birta djúsí frásögn af manni sem sagði konu sinni upp með tölvupósti eftir langt hjónaband. Lét sig bara hverfa. Kunningjakona mín sagði að þetta hlyti að vera svo sjaldgæft athæfi að það myndi fattast hvaða fólk þetta væri og dró áður gefið leyfi sitt fyrir birtingunni til baka. Samstarfsmenn mínir hlógu kvikindislega og sögðust vita fjöldamörg dæmi þess að uppsagnir færu einmitt þannig fram og sögðu mér jafnvel enn meira krassandi sögur.

Þetta er búið, beljan þínEinn gæinn dömpaði kærustunni sinni með SMS-i: „Thetta er buid“ Annar sagði við konu sína þegar hann var nýkominn heim úr vinnunni: „Ég elska þig ekki lengur.“ Þegjandi og hljóðalaust setti hann svo fínu buxurnar, sem hann hafði nýlega keypt á 17.000 kall, ofan í poka og greip líka eina koníaksflösku úr vínskápnum með. Fleiri orð voru ekki höfð um þetta. Það vantar jafnrétti í þetta, alveg er ég viss um að karlar hafa líka fengið hrikalega útreið hjá mökum sínum í þessum málum.

Kannski er ég á lausu vegna hræðslu við eitthvað svona skelfilegt dömp. Ég kannski búin að vera með manninum í viku, búin að kaupa brúðarkjól, koma mér upp smekk fyrir fótbolta og Formúlu, velja á milli hans og kattanna/erfðaprins og velja hann ... og svo kemur önnur kona í spilið og býr á heppilegri stað en á næstum 5. hæð á Akranesi (erfitt að flytja flygilinn alla leið upp). 

Siberian HuskyYlfa Ósk Úlfarsdóttir, af ætt úlfhunda, kom í heimsókn í vinnuna í dag og Úlli kokkur, eigandi hennar, er ekki lengur viss um að hún sé hvolpafull. Sónar um daginn sýndi nákvæmlega ekkert en það þarf samt ekki endilega að tákna óléttuleysi. Ég sem er búin að vera að lauma að henni harðfiski þegar hún kemur, af því að ég hélt að hún þyrfti að borða fyrir níu núna ... og það stolnum harðfiski úr skúffunni hennar Hrundar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sá utan á Séð og Heyrt í gær að það eru bara allir að skilja, hvað er í gangi, eitthvað Bold syndrome?

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

hehe Skilnaðaræði á Íslandi?

Já það er ekkert annað, best að treysta ekki karlmönnum, þá verð ég ekki svikin. hehehhe

kv Gleymmerei

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er alveg nýbúin að fá mér gemsa í fyrsta sinn á ævinni. Kannski að það hafi verið ómeðvitaður ótti við að Stjáni skildi við mig með SMS?

Helga Magnúsdóttir, 26.9.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ísak, þessu skal ég koma til skila. Þið karlarnir eruð sko ekkert smá flottir í mínum huga!!! Við vitum að þið lesið Vikuna líka en konurnar eru víst duglegri að KAUPA tímarit! Góð hugmynd þetta með umhirðu húðar karla.

Helga, ekki spurning. Ekki gefa honum upp gemsanúmerið þitt!

Ásdís og Gleymmérei ... held að það sé ekkert endilega skilnaðaræði í gangi núna, hef alla vega ekki orðið vör við það í nánasta umhverfinu. Finnst þó algengara að sjá brúðkaup í Séð og heyrt!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.9.2008 kl. 18:20

5 identicon

Hey!!! Er ég nammigrís Vikunnar??? Móðgaðist svo hryllilega yfir þessum ómaklegu ummælum að ég fyllti ferðatöskuna af súkkulaði með hnetum og rúsínum handa þér grísinn þinn!!!

Björk Eiðsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þorði ekki að kenna hinum um nammgrísheitin, þú ert fjarverandi og verður búin að gleyma þessu þegar þú kemur til vinnu ... heheheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 27.9.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 310
  • Sl. sólarhring: 458
  • Sl. viku: 2103
  • Frá upphafi: 1461086

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 1728
  • Gestir í dag: 269
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband