Hvolpamyndir, Háholt afhjúpað, bloggpælingar og boldspælingar

Stoppistöðvarnar í Háholti, MosóDagurinn hélt bara áfram að vera góður.  Klara á símanum bauð Mosó-skutl kl. 17 og innan skammst stóð ég að stoppistöðinni í Mosó og beið eftir Skúla ... í klikkuðu roki. Háholtið er á sérstöku (ó)veðurbelti, ég er löngu búin að uppgötva þennan vindstreng sem liggur eftir því þrátt fyrir sjúklega gott veður annars staðar í bæjarfélaginu. En hva, íslenskt eðalkvendi lætur ekki smá rok slá sig út af laginu. Rétt fyrir kl. hálfsex var bankað í skýlið. Fyrir utan og aftan stóð maður af sætukarlastoppistöðinni og bauð mér far. Konan hans hafði átt erindi til höfuðborgarinnar og gat ekki hugsað Ungt og leikur sérsér að láta karlinn sinn taka strætó heim þar sem hún var á ferðinni. Góð kona. Skemmtileg heimferð og mikið spjallað. Þegar við rúlluðum út úr göngunum norðanmegin giskuðum við á að strætó væri nákvæmlega þá að leggja af stað frá Háholtinu en Skagastrætó þarf að bíða eftir leið 15 sem er stundum sein á þessum tíma. Staðan eftir daginn er 1:1. Leið 15 beið nefnilega eftir okkur í morgun. Svona sér lífið nú um að viðhalda jafnvægi og réttlæti.

Ég er að lesa nýja bók núna, Petite Anglaise, sem fjallar um breskan kvenkynsbloggara í París. Hún bloggar undir dulnefninu Petite Anglaise og segir opinskátt frá lífi sínu, frá froskinum (sambýlismanninum), körtunni Við viljum koma INN(barninu), eldheitu ástarsambandi við landa sinn, leiðindin í vinnunni og fleira og fleira. Bókin er skrifuð á hefðbundin hátt, ekki eins og blogg. Ég er ekki komin langt í henni en strax búin að ákveða að skrifa sjálf einstaklega opinskátt um eldheitt ástarsamband sem ég ætla að koma mér fljótlega í (tillögur óskast), æsispennandi strætóferðirnar eins og þær eru í raun og hætta að draga nokkuð undan, breyta yfir í dulnefnið Skagaskvísa og nú verður meira stuð í bloggheimum.

Bold: Mamma Stefaníu komin til hennar og biður um fyrirgefningu. Henni finnst ömurlegt að hafa ekki tekið þátt í lífi dótturinnar sl. 30 ár og fengið að njóta barnabarnanna, barnabarnabarnanna og barnabarnabarnabarnanna, held ég. Stefanía ætlar að horfa fram á veginn, vill ekki sjá að eiga í sambandi við móður sína sem varði hana ekki fyrir vonda pabbanum. Móðir hennar grátbiður hana en Stefanía segir henni að yfirgefa svæðið. Pam, systir Harðfisk takkStefaníu, styður bugaða móður þeirra á brott. „Það er of seint,“ segir Stefanía skömmu seinna við Feliciu, dóttur sína.

Taylor geðlæknir er búin að rugla Nick í ríminu og hann hugsar allt í einu voða mikið um sálarflækjurnar sem virðast hrjá hann og hann hafði ekki áður fundið fyrir. „I love therapy,“ segir hann og heimtar að þriðji tíminn fari fram á þilfari báts hans með bjór í annarri og kjúklingavængi í hinni. Taylor þarf nú að fara að passa sig, persónutöfrar Nicks eru farnir að hafa áhrif á hana og hún sem er nýfarin að sofa hjá ekklinum Thorne.

P.s. Myndskreytingarnar í færslunni tengjast m.a. ferðinni á Kjalarnesið í gær þar sem labrador-hvolparnir voru heimsóttir. Myndin úr Háholti, 270 Mosó, sýnir strætóskýlin sem spila svo stóra rullu í lífi mínu. Það græna vinstra megin er fyrir farþega til Reykjavíkur, það ósýnilega úr glerinu hægra megin er fyrir farþega til Akraness. Við förum út hægra megin á morgnana, hlaupum yfir götuna og náum leið 15 í bæinn hjá því græna. Svo er hérna mynd af Ylfu Ósk Úlfarsdóttur sem bíður spennt eftir harðfiski. Hún er kannski hvolpafull og þarf mögulega að borða fyrir níu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hæ aftur, gleymmerei hér.

Svakalega eru þetta sætir hvolpar, æ yndislegir.

Alltaf gaman hjá þér, hafðu gaman áfram, Góða helgi.

Kv Gleymmerei

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 26.9.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Ragnheiður

Flottir hvolparnir hjá þeim heiðurshjónum ! Djís mig langar svo í labba í safnið hehe

Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Mæli með Magnúsi Geir í aðalkarlhlutverk bókarinnar.

Þröstur Unnar, 26.9.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jæks! Nei!! Frekar Magnúsi Þór....

Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Glætan Hrönnsla, sunddrottningin hanns yrði alveg Steypireið eða góríll.

Þröstur Unnar, 26.9.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... og myndi prjóna á mig peysu úr ill-girni ... hehehhe, þurfti ég að taka fram að engir kvæntir karlar yrðu "notaðir"? Hmmmm. Fleiri hugmyndir, takk!

Annað, helming hvolpanna sætu vantar enn heimili!! Verða tilbúnir eftir hálfan mánuð til þrjár vikur að verða besti vinur þinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Þekki nú engan sem er óvart ókvæntur í stöðunni. En ef mér yfirsét eitthvert góðmennið hér í borg þá tengi ég hann við innstungu Himnaríkis. NOT?

Þröstur Unnar, 26.9.2008 kl. 22:00

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er ekki rómantískara að hafa viðkomandi búsettan í Reykjavík? Eða kannski hafa hann farþega í strætó? Þá gæti kannski ein færslan heitað: "Kossar í kröppum hviðum" ... önnur: "Subbulifnaður í Skagastrætó" ... o.s.frv. Eða kannski það sé bara einfaldara að búa þetta til, skálda bara og vera ekkert að trufla einhvern geðillan piparsvein sem kann kannski ekki gott að meta ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2008 kl. 22:16

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Góð hugmynd. Ég fer þá bara að ferðast með strætisvagni.

Þröstur Unnar, 26.9.2008 kl. 22:22

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jésús, við erum að lesa sömu bókina.  Múha, er þetta eðlilegur andskoti?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 22:46

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jenný, þetta er orðið óhugnanlegt. Úúúúúú ... best að fara næst í Hafskipsmálsbókina og vonast til að þú sért ekki að fara að lesa hana. Hehehhe

Komdu bara í strætó, Þröstur, þar er sko gaman.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2008 kl. 22:52

12 identicon

Var að hlusta á lag með Bjartmari Guðlaugssyni,það heitir Ég endurtek endurtek endurtek endurtek tek tek tek,er alveg viss um það að það passar við =BOLD-Strætó===skrifin þín.Kveðjur á Arabaskagann:::::::::::::fór ég yfir strikið sorrý.

Númi (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 23:31

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamms, Númi, þetta er strætó- og boldblogg. Hélt að þú vissir það. Ekki stjórnmála- eða matreiðslublogg hvað þá megrunar- eða hatursblogg. Ferðu kannski líka inn á síðarnefndu síðurnar og nöldrar í bloggurunum þar fyrir endurtekningar? Hmmm.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2008 kl. 23:37

14 identicon

Þetta var ekki illa meint kæra Gurrí.Nei ég er ekki að nöldra í neinum með endurtekningar,en aldrei að vita nema að ég byrji á því núna,en nei annars nenni því ekki.Þetta var svona aulanöldur hjá mér,,fyrirgefðu mér Skagamær.

Númi (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 00:00

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Allt í lagi, Númi minn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2008 kl. 00:25

16 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Alltaf gaman að lesa hressandi bloggið þitt kæra Gurrí....

Ég tek stundum strætó...Latabæjarvagninn...með bílstjóra sem ég held að hafi aldrei tekið prófið.....og er alltaf jafn hissa á að komast heil út úr þessum svaðilförum um Kópavoginn....

Eru hvolparnir til sölu eða fást þeir gefins????

Well...draumaprinsinn...leynist hann ekki hérna í bloggheimum????

Bergljót Hreinsdóttir, 27.9.2008 kl. 11:19

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Örugglega til sölu, hreinræktaðir labradorar. Held samt að sú tegund sé ekki seld á uppsprengdu verði eins og þær sjaldgæfari.

Latabæjarvagninn, hehehehhe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2008 kl. 11:35

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já..... ég hugsaði málið greinilega ekki alla leið! Kannski ég skelli mér bara í strætó. Sú leið gæti heitað iðrun og yfirklór

Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 12:40

19 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég les bloggið þitt af því að ég er svo vel læs. Þar að auki finnst mér það skemmtilegt. Það eru allar kýr dýr en það eru ekki öll dýr kýr.

Kveðja

Ben.Ax.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.9.2008 kl. 13:13

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2008 kl. 16:53

21 Smámynd: Sverrir Einarsson

Er ekki Siberian Husky þarna einhverstaðar hjá þér að þvælast í óskilum, skal gjarnan taka að mér að fóstra einn svoleiðis.

Hryggurinn á mér þolir ekki strætóferðir héðan úr Gettóinu aftur næstu árin, varð að taka strætó í fyrra og ég held að bílstjórinn hafi verið að æfa sig fyrir einhverja torfærukeppni, þvílikar voru æfingarnar á hraðahindrunum, sem hann lét þó ekki neitt hindra sig (enda í fjaðrandi sæti).

Nei þá er betra að ferðast um í bílboxi sem kemst næstum skammlaust yfir breiðholtshraðahindarnirnar.

Hvað er þetta bóld sem þú ert alltaf að vittna í? (þarf ég kannski að fara að lesa Vikuna til að komast að því?) spyr sá sem ekki veit.

Sverrir Einarsson, 27.9.2008 kl. 17:11

22 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er ekki svona fallegur. Þetta er bara góð mynd af mér tekin í góðu veðri í Danmörku.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.9.2008 kl. 18:24

23 Smámynd: Fjóla Æ.

Takk fyrir Bold-ið. Eftir að ég fór að taka þátt í saltsöfnuninní á graut heimilisins hef ég ekki séð Boldið. Ferleg þessi vinna en ekki eins slæm vegna þín. Ég lofa að kaupa bókina eftir þig þega rhún kemur út. Sama um hvað hún er.

Fjóla Æ., 27.9.2008 kl. 21:25

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gott kvöld!

Ég hef nú verið afskaplega stilltur og prúður undanfarið og gefið yður fröken Guðríður Himnaríkisdrottning góðan frið af áreiti ýmsu, kossum og káfi, o.s.frv.!

En ertu þó samt að gefa í skyn að ég sé einvher geðíllur piparsveinn, sem kunni ekki gott að meta, snéri bara upp á mig ef þú vildir troða me´r inn í einvherja akrúnesískaofurraunsæisútgáfu af ammrisku eftirmiðdagsendaleysissápu!?

Hvers á ég eiginlega að gjalda, ég sem ætti svo sannarlega skilið að vera holdveika ljóðskáldið! í dramanu!?

En Þresti þakka ég hlýhug í minn garð og Hrannarkvennsníftinni reyndar líka, þó hún hafi eflaust ekki verið að meina Hafsteinsson Magnús þór, heldur Sigmundsson auðvitað, en bara ekki vitað af því sjálf!(hann mun þó ekki heldur vera einhleypur síðast þegar ég vissi)

Annars talar fólk um fjöldaskilnaði núna og þú veist allt um það Guðríður, vinir þínir á S&H hafa víst ekki undan að uppfræða landan um öll herlegheitin, eða svo var mér sagt!

Því kannski um óvænta kandidata að velja auk piparsveina!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 22:49

25 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ, bara að láta þig vita að ég sakna þín (en þykist ekki hafa neinn tíma til að gera neitt í því í bili).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.9.2008 kl. 00:33

26 identicon

plan að reyna að taka eftir þessum strætóskýlum næst þegar ég á leið þarna framhjá, hef aldrei gert það.

labradorhvolpar alltaf æðislegir... þurfa ekki einu sinni að vera hvolpar til að vera æði.

Hulda (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 00:53

27 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk fyrir upplýsingar um boldið,missti af nokkrum þáttum en þú semsagt reddaðir því æðislegir hvolpar vildi alveg geta tekið einn en sorry eigðu góða helgi ljúfust

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 28.9.2008 kl. 01:26

28 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Snilld!

Edda Agnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband