Yndisþokka úthýst ...

Búið er að finna nýtt Skagafólk í Útsvar. Máni, snillingur og múmínálfaviskubrunnur, heldur áfram og Þorvaldursvo bætast tvær mannvitsbrekkur við, Þorvaldur Þorvaldsson er annar þeirra, man ekki hver sá þriðji verður. Taka á þessa keppni með trukki og þá þýðir ekkert að velja keppendur eingöngu eftir útliti, eða kvenlegum yndisþokka með dassi af visku um póstnúmer Íslands og Oliver Twist, eins og gert var sl. vetur. Þorvaldur er náttúrlega bara snillingur, gáfnaljós og góður húmoristi. Þegar ég var nýbúin að eignast erfðaprinsinn og lá á fæðingardeild Sjúkrahúss Akraness kom hann í heimsókn ... í pabbaheimsóknartímanum. Á þessum tíma (aldri) vildi ég að allt væri eins og það ætti að vera (kvaldist t.d. yfir því að aðrar konur á stofunni hefðu eðlilega fengið blóm frá eiginmanninum en ég ekki ...) og Þegar fegurðin ríkti í Útsvarispurði Þorvald hvort hann vildi virkilega missa mannorðið með því að mæta í PABBA-tímanum. Það drundi í Þorvaldi: „Er ekki fínt að fá bæði eiginmanninn OG barnsföðurinn?“ Rétti pabbinn gekk inn á stofuna akkúrat þarna og hafði lítinn húmor fyrir þessu. Mér fannst þetta pínku fyndið þótt ég léti ekki á neinu bera en enn fyndnara eftir því sem á leið.

Mikið verður gott að sitja í stofunni heima og horfa og vita fleiri svör, finnst alltaf jafnfyndið hvað vísbendingaspurningarnar eru léttar heima en ofboðslega flóknar í stressinu í sjónvarpssal. Ekki gekk heldur að láta mig mögulega keppa við Álftanes og stefna þar með rúmlega 20 ára vináttu okkar Önnu í stórhættu ... hehehe. Áfram Akranes!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Noh, búið að skipta út liðinu?  Hm... ég vona að þeir tapi.  DJÓK.

Knús á þig yfir sundið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er mjög sátt við þetta, í rauninni alsæl. Það var ekki skammarlegt að tapa fyrir Kópavogi, sigurvegara keppninnar, í átta liða úrslitum.

Knús á móti.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er bara fúllt. Maður var rétt að byrja að kynnast ykkur og þá kviss, búmm, bang, allt búið.

Þröstur Unnar, 28.9.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Meina auðvitað að skjákynnast ykkur.

Þröstur Unnar, 28.9.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svona er bara sjónvarpsstjörnuheimurinn ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður sjónarsviptir af þér mín kæra. Hvað er annars að frétta úr boldheimum? geturðu gefið mér síðuna þar sem þú finnur nýja þætti, nenni aldrei að horfa á svona marga.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 12:59

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ætla ekki að horfa

Djók... en það verður tómlegt án þín .

Einar Örn Einarsson, 28.9.2008 kl. 13:05

8 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Og ég sem var farin að hlakka til að sjá þig á skjánum...

Rannveig Lena Gísladóttir, 28.9.2008 kl. 13:06

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Líst vel á þessa tillögu

Haraldur Bjarnason, 28.9.2008 kl. 13:14

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þriðji aðilinn heitir Steingrímur Bragason, kíkti á www.skessuhorn.is, þar sem allt er að finna. Líst óhemjuvel á þetta lið og er viss um að við komumst enn lengra í ár!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.9.2008 kl. 15:16

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég sem horfði bara til að sjá þig. Erðanú og abbababb.

Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 15:41

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2008 kl. 17:54

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sakna þín úr Útsvari og 25 ára vináttan myndi alveg þola þetta, en mér finnst samt sniðugt að láta okkur skiptast á, svona til öryggis.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.9.2008 kl. 18:42

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Bíddu, er þetta ,,þessi" Þorvaldur? Aha, ég elskaði þennan sanna brandara en fattaði ekki að hann bæri ábyrgð á honum. Enga samúð með Einari eldri, mundu bara hvað tengdamanna mátti þola þegar hún spurði Elísabetu systur hvaða rauða hárið á börnunum kæmi, og Ari minn sagði: Frá mér! Má, eiginmanninum, fannst þetta bara fyndið en tengdamömmu ekki alveg eins.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.9.2008 kl. 18:44

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst Þorvaldur ferlega fyndinn!

Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 19:12

16 identicon

Steingrímur Bragason er ekki bara hafsjór af fróðleik heldur einnig sérlegur fulltrúi íslenskudeildar FVA í þessari keppni.  Ætli við hin mætum ekki í klappstýrudressi til að hvetja okkar mann?

Þeir hinir eru fulltrúar einhverra annarra og hef ég engin orð um þá.

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:30

17 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvernig er hægt að vera fyndinn og heita Þorvaldur?

Þröstur Unnar, 28.9.2008 kl. 19:38

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skil´ðakki........ en ég flissaði samt

Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 21:39

19 identicon

ooo fær maður ekkert að sjá þig meir á skjánum :( en múmínmaðurinn er frábær, við deilum sama áhugamálinu :)

alva (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 184
  • Sl. sólarhring: 350
  • Sl. viku: 876
  • Frá upphafi: 1505883

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 711
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband