29.9.2008 | 08:21
Stjórnin að falla? Afnám verðbóta? Ljúft að láta sig dreyma ...
Mest spennandi fréttin í dag er þessi um leynifund helstu ráðamanna þjóðarinnar fram á nótt. Verður nú hlustað á háværa rödd almennings? Á kannski að afnema hinar ósanngjörnu verðbætur sem eru að sliga Íslendinga og viðgangast hvergi annars staðar í heiminum? Eða á bara að redda bönkunum enn einu sinni? Ég er hrikalega óhress með stöðu mála, tók á engan hátt þátt í uppsveiflunni með því að taka LÁN fyrir neyslu og/eða óþarfa, lán sem ég hefði reyndar þurft að borga af okurvexti og verðbætur. Slepp þó ekki við að taka þátt í niðursveiflunni frekar en aðrir. Óþolandi þegar mér er sagt af stjórnmálamönnum, sem sumir hverjir eru ekki í nokkrum tengslum við raunveruleikann (Pétur Blöndal?), að kreppan sé óráðsíu minni að kenna.
Í nýjustu Vikunni er stutt viðtal við Gunnlaug stjörnuspeking. Þar segir hann m.a.: Geir H. Horfinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, flokks sem vill ekki að stjórnvöld skipti sér of mikið af fólki. Ingibjörg (Sólrún) er formaður félagshyggjufólks sem segist vilja berjast fyrir fólkið í landinu en gerir ekki. Reiði almennings mun því frekar beinast að henni. Hún er áhrifagjörn þótt hún sé sterkur karakter. Hún á eftir að lenda í kaldri raunveruleikasturtu nú í október. Hún verður að vakna ... ... Það mun hrikta í stoðum ríkisstjórnarinnar og hún falla í október eða í síðasta lagi næsta vor. Vildi bara deila þessu með ykkur.
Fékk óvænt far í morgun og stimplaði mig inn sjö mínútur yfir sjö hér í Hálsaskógi! Fylltist áhyggjum af strætó sem við mættum ekki í Kollafirði, strætó sem ég hefði ella tekið kl. 7.40. Bilun ... seinkun .... eða kannski sjónleysi mitt? Strætó frá Akranesi er þéttsetin á þessum tíma og við troðfyllum síðan leið 15 í Mosó þannig að Mosóbúarnir þurfa að standa alla leiðina í bæinn.
Nóg var að gera í alla nótt ... flóð eða aðrar hörmungar voru yfirvofandi ... en við komumst nokkur yfir skip, líklega gömlu Akraborgina, og tókst að bjarga okkur. Fjöldi fólks lét lífið í þessum draumi ... Líklega martröð vegna sífelldra heimsendafrétta af efnahagsmálum.
Ráðamenn funduðu fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 134
- Sl. sólarhring: 312
- Sl. viku: 826
- Frá upphafi: 1505833
Annað
- Innlit í dag: 106
- Innlit sl. viku: 672
- Gestir í dag: 105
- IP-tölur í dag: 101
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
takk fyrir að laða fram bros í morgunsárið
Birgitta Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:45
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:25
Stjórnin að falla? Svei mér þá það getur varla versnað mikið er það?
Njóttu dagsins villingur og út að reykja með þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:30
Já þetta var skrítin nótt og erfið orka í gangi. Örugglega margir fundið fyrir því..og ekki er ástandið betra í vökunni hjá ráðmönnum þjóðar..það er allavega ekki tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Tek undir með Jenný..fáum okkur smók. Það er það eina rétta í stöðunni
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:55
Hvað tekur við ef stjórnin fellur? Kosningar? Það er eins gott, því Sjallarnir og Samfó eiga 90% af stólunum við Austurvöll.
Mig dreymdi að ég væri að moka skít fyrir af í fyrrinótt. Hvað þýðir það?
Annars er þetta allt í góðu. Það virðist viðra þokkalega til reykinga í dag.
Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 10:45
Moka skít fyrir afa, átti það að vera.
Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 10:46
jæja, þá er komið að því að stjórnin fái það í bakið sem hún svo vel gróðursetti sjálf, það er frjálshyggjan og það ofurkapp að gefa í raun bankana sem voru fyrir umþað bil fyrir 6 árum ríkisbankar til góðra vina. Eitt verðum við kjósendur að muna ef svo fer að þessi tíkar rikisstjórn verður að fara frá, er að franssóknarflokkurinn er stór ábyrggðaraðili í þessu, hann var jú undirlægja sjálfstæðisflokksins í 12 ár, okkur kjósendum er hollast að muna það, mitt mesta dissapointment í þessu öllu er að hún Ingibj skyldi selja sig og sinn flokk svona ódýrt til sjálfstæðismanna. 'eg held bara að maður skili auðu atkvæði eins og síðast. Enginn á þessu háa Alþingi okkur er þess verðugur(ug) að fá að komast til valda hér, engum er treystandi því miður. Fólk eins og við Gúrrí sem höfum í raun ekki tekið þátt í þessum darraða dansi eigum nú að blæða og borga reigingin sem vinir Daviðs, Halldórs, Ingibj, Geir H, hafa svo skemmtilega búið út handa okkur landsmönnum, við eigum bara að halda áfram að brosa okkar blíðasta brosi og þeygja.
siggi (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:51
Því miður erum við kjósendur með gullfiskaminni, Siggi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.