Árgangsmót hinna fallegu 30-menninga

Um næstu helgi verður árgangsmót á Skaganum. Um 110 krakkar eru í þessum stórkostlega Akranes-árgangi 1958 sem hefur sannarlega haft áhrif út um allan heim. Bréf voru send út með góðum fyrirvara og SMS tvisvar til að fylgja því eftir. Um 30 manns sjá sér fært að mæta. Veit ekki um afdrif þessara 80 sem ekki ætla að koma, held að þau séu sprelllifandi en þjást kannski af ellifjarsýni og heyrnardeyfð fyrst þau gátu hvorki lesið bréfið né heyrt SMS-in koma.

Þegar ég sá listann yfir þessa 30 tók ég reyndar eftir því að þetta verður kvöld fallega fólksins. Fyndið hvernig sætustu strákarnir og stelpurnar höfðu óafvitandi tekið sig saman og ákveðið að mæta á þetta árgangsmót.

Sjö ára á BíóhöllinniÞegar 7 ára bekkurinn minn flutti ljóð í Bíóhöllinni var það myndað, enda stórkostlegur atburður. Einhverra hluta vegna er ég frekar dræsuleg á myndinni, eða í langstysta kjólnum. Um svipað leyti reyndi bekkjarbróðir minn að kyssa mig undir teppi niðri á Langasandi. Óafvitandi hef ég sett þetta í eitthvert samhengi og hef alla tíð verið afar siðsöm. Læt mér t.d. nægja að horfa á Langasandinn.

Maturinn kemur frá hinum virta og stórkostlega matsölustað Galito og ég ætla rétt að vona að hann verði ekki með hnetum, möndlum, döðlum eða rúsínum ... hef ekki pantað hjá þeim síðan ég bað um furuhnetulaust salat með tandoori-kjúklingnum og fékk bara pecan-hnetur óumbeðið í salatið í staðinn. Já, og svo leyfir maður sér engan munað lengur.

Tæknin 1958Nú vantar mig (af sérstökum ástæðum) eitthvað skemmtilegt um árið 1958. Veit bara að Harry Belafonte var í miklu stuði á þessum tíma. Ár var í að Barbie-dúkkan kæmi til sögunnar (ég átti Tressí-dúkku) og þrjú ár í að George Clooney fæddist. Lumið þið á einhverju?

Hitti undirbúningsnefndina á fundi í Skrúðgarðinum seinni partinn í gær. Komst að því að kennarinn okkar í 10 ára bekk treysti sér ekki til að kenna okkur aftur af því að við vorum svo óþekk! Í minningunni vorum við algjör englabörn þannig að þetta hlýtur að vera misminni í Siggu og Gauju. Þetta var samt bekkurinn sem tók því illa ef einkunnir okkar voru undir 8 og enduðum flest sem stjarneðlisfræðingar. Alla vega Gulli.

Mikið hlakka ég til á laugardaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér kem ég sterk inn Gurrí min því eitt af því markverðasta sem gerðist árið 1958 var að sjálfsögðu þann 7 sept. fæddist drengur í Mosfellsdal sem skírður var Daði Þór. Þessi drengur er valdur að hamingju minni í dag og foreldrum hans verð ég æfinlega þakklát fyrir að hafa getið hann í byrjun þess sama árs væntalega.

Elín Íris (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, það verður erfitt að toppa þetta. Hehehehhehe Knús í Mosó.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2008 kl. 11:44

3 identicon

þetta ár kom ungur Nossari til íslands þar eð hann var ættleiddur hingað, svo það hefur líklega barasta verið nokkuð gott ár, eða eigum við ekki að seigja það.

siggi (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað var Chuck Norris að gera á þessu ári ? 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta ár var Krúsjof kosinn leiðtogi Sovétríkjanna. Alveg ómissandi að nefna slíka staðreynd á bekkjarmóti.

Steingerður Steinarsdóttir, 30.9.2008 kl. 14:43

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

 Hér eru örfáar staðreyndir til viðbótar sem ég gróf upp á Netinu. „cars continued to get bigger and heavier with larger engines, but imports continued to grow now with the added Datsun and more Toyotas from Japan. Alaska became the 49th State and Americas first satellite was launched from Cape Canaveral. This is also the year that the Microchip first developed in US by Intel which is the the very early stages of PC's we all now use at work and at home. This was also the year of the Munich air disaster on 6th February in which 7 Manchester United Players died. “

Steingerður Steinarsdóttir, 30.9.2008 kl. 14:45

7 identicon

Hér er árið 1958 í hnotskurn: http://en.wikipedia.org/wiki/1958 allavega í útlöndum.

Svo er hér fótboltinn árið 1958: http://is.wikipedia.org/wiki/1._deild_karla_í_knattspyrnu_1958

Sirrý (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:06

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þið eruð svo miklir snillingar ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2008 kl. 15:08

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun stuttpilsa.  Já snemma beygist pilsasíddarkrókurinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 15:32

10 Smámynd: Aprílrós

Góða skemmtun i undirbúning fyrir laugardaginn. ;)

Aprílrós, 30.9.2008 kl. 16:20

11 identicon

Frábær mynd :)

Ellen frænka (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 17:39

12 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Var ég ekki að syngja með þér á þessum tíma???

Einar Vignir Einarsson, 30.9.2008 kl. 18:32

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gæti verið ... eða að flytja ljóð. Okkur var ekki treyst til að syngja þarna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2008 kl. 18:39

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gat verið að þú værir í stysta kjólnum! Ég var fjögurra ára árið 1958 og man svo sem ekki eftir neinu merkilegu. Nú geturðu glatt þig yfir að vera svona miklu yngri en ég.

Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:27

15 identicon

Hvurslags mæting er þetta, eruð þið svona leiðinleg í þessum árgangi :o) 

Eða kannski bara svona gömul og ekki búin að læra á farsíma og tölvur

Annars, bara góða skemmtun og þú verður að taka einn sving með Nonna Allans, hann

er snillingur á dansgólfinu

Erna (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 183
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 875
  • Frá upphafi: 1505882

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 711
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband