Endurfundir í kvöld - mikil tilhlökkun

Gaman í kvöldVoðalega líður tíminn hratt.  Árgangsmótið hefst eftir tæpan klukkutíma og ég var að koma úr baði. Ég hafði ætlað mér að gera svo margt, m.a. gera meikprufu á andlitinu í gær en slíkt förðunardót hefur ekki komið nálægt mér síðan sólbruninn ógurlegi átti sér stað í júlí. Tek ég sénsinn og verð bólgin í framan eins og hamstur? Eða þessi náttúrulega fegurðardís sem ég er kölluð af mönnum sem vilja bara eitt ... selja mér tryggingar. Tókst að finna sæmileg föt, líklega þau sömu og ég klæddist í afmælinu mínu og valkvíðinn verður þá bara hálsfestin. Svo var ég að muna að ég á enga almennilega spariskó. Fyrir mörgum árum keypti ég krúttlega skó í Sautján, flatbotna svarta skreytta með hvítum steinum ... þeir eru eins og nýir, enda hef ég bara skjögrað um á þeim svona þrisvar. Finnst varla við hæfi að vera í strigaskóm þótt þeir heiti Sketsers-unglingaskór. Ef ég væri af 68 kynslóðinni myndi ég dansa berfætt í kvöld en skór 78-kynslóðarinnar voru með 20 cm hælum og eru vandfundnir, enda nenni ég varla að gnæfa yfir skólasystkinin knáu ... sem ég hlakka ógurlega til að hitta í kvöld.

Jamm, best að taka sig til og gera sig sæta, eins gott að ég keypti varalit í sumar af Ásdísi. Vona að kvöldið ykkar verði ljúft og munið að alls óvíst er að nýr Simpsons-þáttur fari í loftið. Þeir hafa svindlað svolítið á þessu síðustu vikurnar hjá Stöð 2 og sýnt gamla. Eins og við aðdáendur tökum ekki eftir því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Góða skemmtun í kvöld ;)

Aprílrós, 4.10.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun.  En þessi mynd af kisunum er yndisleg.  DÚLLUR!

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða skemmtun

Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 17:41

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

njóttu kvöldsin kæra Gurrí

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.10.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þú verður flott í svörtu skónum með hvítu steinunum, góða skemmtun( kannski hittir þú þann eina rétta þarna, vertu ekkert að spara varalitinn)

Heiður Helgadóttir, 4.10.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skónúmerið er?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 1505940

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband