Bannsettur raunveruleikinn

Stendur Geir þetta af sér ...Assgolli var hvasst á Kjalarnesinu í morgun, hviðumælirinn sagði að vanda 27 m/sek en Ásta mælti spámannslega: Þetta? Þetta eru 34 m/sek. Það hvarflar ekki að mér eitt orð að efast um orð hennar. Hún hélt fast um stýrið og sagðist ekki halda að til væri sú upphæð sem nægði til að borga henni fyrir að taka strætó í þessum vindi. Mig langaði að bjóða henni 300 milljarða en hætti við. Hver hefði þá átt að keyra mig í vinnuna ef Ásta sæti í strætó og nagaði sætið fyrir framan sig?

Rétt fyrir heimför í gær kom ég við í Kaffitári við Bankastræti til kaupa latte fyrir heimferðina á Skagann. Þar hitti ég elskuna hana Láru Hönnu, þýðanda Bold and the Beautiful og bloggsnilling hér á Moggabloggi. Það urðu miklir fagnaðarfundir og þessi elska, sem var í kaffibaunakaupaerindi þarna, keypti ögn meira en vanalega og gaf mér með sér, eða heilt kíló af Espressóbaunum sem er nú komið í himnaríki og bíður eftir drykkjuskap okkar erfðaprins. Hvernig gat Lára Hanna hafa fundið á sér að elsku bankinn minn yrði tekinn eignarnámi í nótt mögulega vegna ógætilegra orða seðlabankastjóra (skv. www.dv.is og fl) og vitað að ég þyrfti á svona góðri gjöf að halda? Takk, engill.

Munið hvernig lífið var fyrir rúmu ári, eða þar til bansettur veruleikinn bankaði upp á? Flettið og njótið. http://www.visir.is/ExternalData/pdf/sirkus/S070119.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Assgolli, ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 08:57

2 identicon

Hér kemur uppskriftin af lifrarklöddunum góðu, einfaldast að peista það bara hér inn.

250 gr. lifur 200 gr. hráar kartöflur 1. lítill laukur 1 egg 3 msk. hveiti 5 msk. heilhveiti ( má nota haframjöl ég nota það sjálf) 1/2 tsk. pipar 1/2 tsk. engifer 2 tsk salt ( smakka til) 50 gr. smjörlíki brætt.

Allt hakkað saman og hrært, smjörlíkið hrært síðast í og steikt eins og klattar. gott með brúnni sósu, smjörlíki, kokteilsósu,eggjum, lauk eða bara því sem manni dettur í hug og til er í ísskápnum!!Verði þér að góðu í hallærinu elsku Gurrý mín og takk fyrir alla stórskemmtilegu pistlana þína, ég hef frussað yfir takkaborðið af hlátri (tannlækninum til ómældrar gleði) þegar þér tekst best upp. Kær kv Elín

Elín (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takkkkk, Elín. Þetta með haframjölið, kemur það í staðinn fyrir heilhveitið eða er bara líka?

Knús á ykkur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2008 kl. 09:15

4 identicon

nei annað hvort ertu í hafra eða heilhveitistuði, ef valkvíðinn nær yfirhöndinni þá má reyndar líka vera í bland 50/50 ef vill, knús til baka

Elín (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:23

5 identicon

Sæl Gurrý

Það er fínt að minna okkur á hvernig þetta var.  Nú er ammæli hjá mér í þessum mánuði.  Kannski verður bara kreppulandi og hemavafnar sígó

Einu sinni þótti það smart

Guðrún Elsa (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þegar ég sé bloggið þitt hef ég hálfgerðan móral yfir því að vera hér í blíðunni, en reyndar er þrumuveðursmá fyrir helgina og rétt framyfir. Þannig að ég get tekið þátt í veðurþrasinu, sem er góð tilbreyting.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.10.2008 kl. 12:53

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 9.10.2008 kl. 14:08

8 identicon

Hættið nú þessu knúsi og kossaflangsi, telpur mínar, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:06

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég drekk ekki kaffi, kyssi enga, knúsa enga. Hvað á ég að gera?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.10.2008 kl. 17:49

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hvað ertu alltaf að flækjast í Bankastrætinu? Þú sem vinnur hér í Hálsaskógi. Þarftu að fara þangað út af strætó? Þú vaknar á óguðlegum tíma og ert svo stödd á ótrúlegustu stöðum. Þú ert eiginlega jafnruglingsleg og boldið.

Helga Magnúsdóttir, 9.10.2008 kl. 19:18

11 Smámynd: www.zordis.com

Ásta er greinilega þrusubílstjóri ... 34 mtr á sekúndu er ekkert smáræði og þú sallaróleg = Frábær bílstjóri!

www.zordis.com, 9.10.2008 kl. 19:30

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það bregzt ekki að ég fæ flisskast yfir blogginu þínu, óborganlega kona. Væri alveg til í lifrarklatta* með þér og svo kaffi með froðu og bleikum smákökum á eftir. Það ætti að hafa þig í vinning í happdrætti. (Nú mæri ég þig svo mikið, að þú verður alveg rauð til Akureyrar og aftur heim).

*= takk fyrir uppskriftina, Elín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:44

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, Guðný Anna, það er stranglega bannað að mæra hér, skömmin yðar! Væri til í klatta og kaffi með þér, sannarlega! Bleikar smákökur hljóma sjúklega vel ... ummmm

Zordís, það voru engir 34 m/sek í morgun, heldur "bara" 31 m/sek.

Ó, Helga, ég fer svo sjaldan í Bankastrætið en fyrst ég var í borgarferð (tannlæknir, það eina sem ég hef ekki fórnað úr Reykjavík), sko niður í bæ þá er ekki spurning um að fá sér kaffi. Það er líka mjög gott í Skrúðgarðinum hér á Skaga.

Já, Guðmundur, promiss, héðan í frá verður það bara með hnúum og hnefum.

Ég dauðöfunda þig af þrumuveðrinu, frú Anna, ég elska þrumur og eldingar og þær koma eiginlega aldrei á Íslandi.  Bið að heilsa Obama.

Knús á alla nema Guðmund, risaknús á hann. Múahahahahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2008 kl. 22:02

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, og Benedikt auðvitað líka, hvernig læt ég.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2008 kl. 22:02

15 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Meira að segja þá sá ég þig í Bankastrætinu, var næstum búinn að keyra á,vegna þess að ég horfði svo mikið á þig.

Einar Örn Einarsson, 11.10.2008 kl. 00:15

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhh, af hverju keyrðir þú ekki bara á mig? Það hefði verið svo gaman að hitta þig aftur. Held nefnilega að það þurfi árekstur núna, ég sé orðið svo illa frá mér ... nú hlýtur augnlæknirinn að leyfa mér að fá mér sterkari gleraugu svo ég geti heilsað fólki sem ég hitti á förnum vegi ... særi það ekki með því að "sjá" það ekki. Hehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.10.2008 kl. 09:22

17 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hehe tími ekki að keyra á svona gleðigjafa eins og þig. Á tímum sem þessum hefur verðgildi jákvæðs og skemmtilegs fólks snarhækkað.

Einar Örn Einarsson, 11.10.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 650
  • Frá upphafi: 1506003

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband