13.10.2008 | 18:18
Reiður almenningur ... og smá bold
Það er ekki alveg rétt að allir auðmenn Íslands séu flúnir á braut til skattaparadísa í Karíbahafinu. Einn þeirra, fyrrum ofurlaunamaður, lét sjá sig á líkamsræktarstöð á dögunum og var víst baulað á hann þar til hann hrökklaðist út. Annar gekk í sakleysi sínu inn á Saga Class í flugvél nýlega þegar maður (á sama farrými) veittist að honum og spurði hvort hann væri að flýja land, svo hrinti hann honum niður í sætið. Ekki beint gaman að vera þekkt andlit úr þessum geira núna. Ég veit svo sem ekki hvað hægt er að gera til að fólk róist, kannski á fólk ekkert að vera rólegt, sprengiþráðurinn er ákaflega stuttur og reiðin út í ráðamenn er líka mikil. Veit að haldnir eru róandi fundir víða í þjóðfélaginu núna, fólk hvatt til að missa ekki stjórn á sér og standa þétt við bakið á næsta manni. Sameinuð stöndum vér og allt það. Vinkona mín var á einum slíkum í dag á vegum ríkisins.
Símtöl til mín núorðið hefjast yfirleitt á: Hvað tapaðir þú miklu? Sumir vina minna hafa tapað einhverjum milljónum, þeir eru ekki fégráðugt fólk, heldur fólk sem treysti ráðum sem það fékk í bankanum um ávöxtun og ráðin voru örugglega gefin í góðri trú. Hvern hefði órað fyrir þessu öllu saman? Ja, ekki okkur sauðsvartan almúgann. Nú er mikið talað um að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin séu farin að skipta bankaleifunum á milli sín, nýjar stjórnir nýju bankanna séu mannaðar fólki úr þeirra röðum. Væri ekki ráð að breyta öllu svonalöguðu núna og setja hagfræðimenntað fólk þarna inn? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur kannski á þessu og svo verður örugglega allt rosalega gott þegar við erum komin í Evrópusambandið, mér skilst að sambandsþjóðirnar styðji svo vel hver við aðra núna ...! Annars virðist allt vera á örlítilli uppleið í heiminum í dag eftir ráðstafanir ríkisstjórna viðkomandi landa ... nema á Íslandi. Átti ekki a.m.k. að lækka vextina?
Hvaðan ertu að fá þessar bækur? spurði fréttamaðurinn í kristilegri ekkifrétt á RÚV í gærkvöldi (hvaðan færðu þessar bækur?). Ekkert skrýtið þótt fólk api þetta eftir og segi: Hvar voruð þið að sitja? Ég er ekki að skilja þetta, og fleira í þeim dúr. Eigum við að minnsta kosti ekki að reyna að tala sæmilega rétt mál á meðan við komum okkur upp úr kreppunni? Er íslenskt mál ekki það eina sem við eigum eftir ... svona næstum því? Svo getum við haldið okkur við kurteisina og í staðinn fyrir að segja t.d. okrurum að éta skít getum við sagt þeim að snæða óhreinindi.
Boldið er sjúklega spennandi þessa dagana en það er ekkert nýtt. Stefanía er komin með tak á Jackie (áður Payne) eftir að hún heyrði Taylor geðlækni, fyrrum tengdadóttur sína, lesa inn á segulband það sem fram kom á fundinum með Nick, syni Jackiear. Algjör sprengja, eða að Jackie hefði selt sig í gamla daga! Ég hef misst af einhverju í atburðarásinni en Nick á að hafa lofað Taylor að selja Forrester-fólkinu tískuhúsið til baka en hann kúgaði það út úr Eric með því að hóta því að láta senda Stefaníu, konu Erics) í fangelsi. Jackie datt niður stiga og þegar hún kom út úr kómanu laug hún því að Stefanía hefði hrint henni. Svo ætlar Nick að svíkja þetta og Stefanía er brjáluð. Kafteinn Jerry Kramer er maðurinn sem borgaði Jackie fyrir blíðu hennar og nú ætlar Stefanía með hjálp sonar síns, Ridge, fyrri eiginmanni Taylor, að hafa uppi á honum til að sanna þetta og það tekst. Ef hann býr yfir jafnskaðlegum upplýsingum og ég held ... segir Steffí kvikindislega og undirbýr versta dag í lífi Jackiear og Nicks, sem verður daginn sem fyrsta tískusýningin eftir eigendaskiptin fer fram. Vá, hvað ég skal vera dugleg að bolda á næstunni.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 56
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 694
- Frá upphafi: 1505985
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ef íslenska ríkisstjórnin hefði gripið (fyrr) til ráðstafana og tekið á þessu öllu með skynsemi værum við ef til vill ekki í þessum vondu málum núna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.10.2008 kl. 18:39
Ekki spurning!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2008 kl. 18:45
Af því að þú minnist á málfar fréttamanna þá finnst mér alltaf sorglegt þegar ég hlusta á Steinunni Ragnhildi segja,langar þér.Mér finnst að það fólk sem er í fjölmiðlum,þurfi að vera það vel að sér í íslensku að svona komi ekki fyrir.Ragnhildur er voða sæt og allt það,en mikið vildi ég að hún legði jafn mikla áherslu á tungumálið eins og fatnaðinn sem hún klæðist.
anna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:47
Gott hjá þérl Gurrí að minnast á þetta málfar sem er svo áberandi í dag. Ég tók fyrst eftir þessu hjá íþróttafréttamönnum. "Þeir eru ekki að spila vörnina." Hann er ekki að standa sig," o.sv. frv. Þetta er beint framhald af minni sagnorðanotkun, öllu er breytt í nafnorð og sagnorðin ekki notuð. Svo ekki sé nú minnst á ofnotuð orð eins og aðstöðu, aðila, magn, satðsetningu og ofnotkun orðasambanda en þar er "um er að ræða," óþarfast.
Haraldur Bjarnason, 13.10.2008 kl. 18:53
Fólk kallaði eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar löngu áður en svona fór. En ríkisstjórnin og seðlabankinn ákváðu að gera ekki neitt. Komu meira að segja í fjölmiðla til að tilkynna það sérstaklega að ekki átti að gera nokkurn skapaðann hlut.
Síðan fór sem fór og þá fór ríkissjórnin loksins að gera eitthvað og fengu mikið hrós fyrir.
En það var bara of lítið og of seint. Fyrst fór Glitnir, svo Landsbankinn...............
"Vinir" okkar Bretarnir kláruðu málið síðan endanlega með að setja á Ísland ákvæði úr hryðjuverkalögum og þá fór síðasti stóri bankinn. Bankinn minn! Kaupþing!
Óhæf ríkisstjórn og óhæfur Seðlabanki.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta endar alltsaman ...
Bestu kveðjur
Einar (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:29
Það nýjasta: "Við erum ekki að leyfa fólki að borga ...." (Kompási rétt áðan) og „við erum ekki að bjóða upp á að fólk geti skilað bílum ...“ Arggggggg
Hef ekki tekið eftir þessu hjá Ragnhildi, Anna, en leitt að heyra þetta. Og takk kærlega, Haraldur, fyrir að benda á þessi orð, alltaf gott að vera minnt á. Mér finnst líka frábært þegar einhver nennir að leiðrétta mig, síðast í gær eða fyrradag gerði ég villu í færslu og einhver góðhjartaður bjargaði mannorði mínu með ábendingu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:37
Úps, Einar, sá þig ekki. Sammála, það verður fróðlegt að vita.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:37
Það er nú ekki eins og stjórnvöld hafi ekki fengið neinar viðvaranir. Það hafa dunið á þeim viðvaranirnar en allir sem leyfðu sér að gagnrýna vitleysuna voru dæmdir hálfvitar og eitthvað þaðan af verra.
Höldum öll í íslenskuna svo við lendum ekki í málkreppu líka.
Helga Magnúsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:41
kreppa - slaka bloggaði vinkvenna minna og ég held að slökun sé nauðsynleg ....
www.zordis.com, 13.10.2008 kl. 19:53
Var það ekki "ooog kreppa ooog rétta"? Þannig var það sumarið sem ég hlustaði reglulega á morgunleikfimina í útvarpinu.
Kristín í París (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:07
Nei, það var kreppa-banka-kreppa-banka ... heheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2008 kl. 20:17
Það sorglega við þetta er að þetta var svo fyrirsjáanlegt, ég var sjálfur búinn að vara við þessu í nokkur ár og spilaborgin hrundi mun seinna en ég átti von á, var einmitt kallaður svartsýnn hálviti og úrtölumaður...það rugla margir saman svartsýni og raunsæi!
Georg P Sveinbjörnsson, 14.10.2008 kl. 01:02
Auðvitað á fólk ekki að róa sig, það á að gera uppreisn. Og mótmæla spillingunni, sjá blogg hjá Láru Hönnu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 01:21
Ég elska yður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 07:55
Alltaf gaman að lesa boldið hérna, ef ég missi af þætti, þá er gott að sjá þráðinn hérna :) Já, það væri fínt að fara að fá smá vaxtalækkun núna!!
alva (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 08:37
Ríkið er aðalsökudólgurinn í þessu máli, mér finnst skítt að þeir sem klúðruðu málinu algerlega þó það væri búið að hrópa á þá í lengri tíma séu að þykjast leysa málið.
Sjálfstæðisflokkur, framsókn og svo samfylking eru þeir sem klúðruðu málum, þetta eru þeir aðilar sem var treyst til þess að hugsa og plana... þetta er það lið sem hlustaði ekki á einn né neinn... þetta er það lið sem hugsaði bara um að þykjast vera stórkarlar á heimssviðinu.
Fuck them. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:25
Auðvitað á að draga fólk til ábyrgðar,ekki bara ríkisstjórnina(þó þess þurfi auðvitað) heldur ekki síður þetta fólk sem er búið að vera á ofurlaunum vegna allrar "ábyrgðarinnar"sem það hafði í bönkunum,látum þá axla þá ábyrgð NÚNA!!! Heyrði af feðgum sem fóru með margar töskur (fullar af hverju???) í einkaþotu strax eftir hrunið, hefur hvorki heyrst eða sést til þeirra síðan,sel það ekki dýrara en ég keypti það.Takk fyrir boldið,alltaf hægt að treysta á þig
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 14.10.2008 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.