14.10.2008 | 16:54
Fjandskapur og lítilsvirðing gagnvart Íslendingum
Ég er í sjokki yfir þessu, vonandi fyrirgefur Orðið á götunni mér þjófnaðinn:
Orðið á götunni er að íslensk kort hafi verið klippt í stórum stíl í verslunum í Danmörku í gær og í dag og íslenskir viðskiptavinir þar mætt mjög breyttu og öfugsnúnu viðmóti.
Áhafnameðlimir (áhafnir, innsk. GH) íslenskra flugfélaga segjast hafa tekið á móti farþegum á leið heim til Íslands frá Kaupmannahöfn, sem hafi verið í öngum sínum eftir helgarferð eða stutta heimsókn. Ein lýsing hljóðar svo: Allir Íslendingar sem gengu um borð voru í öngum sínum og þökkuðu guði fyrir að vera komin um borð, því fólki í helgarferð og fólki í stuttum heimsókum hafði aldrei verið sýnd eins mikil lítilsvirðing.
Þegar fólk borgaði vörur sínar með kortum sínum í búðum á Strikinu og víðar, var kortið tekið og klippt í tvennt. Fólkið okkar var rekið út úr búðunum í sjokki. Verslunareigendur sögðu við reiða og sneypta Íslendinga að þeim hafi verið uppálagt að gera slíkt ef fólk sýndi slík kort í búðum í Danmörku og sagði fólki að snauta burt úr þeirra landi.
VIÐBÓT kl. 19.46: Skv. Þorvaldi Fleming, fréttaritara í Danmörku, er þetta hér að ofan bara gróusaga og ég trúi honum! Ég biðst velvirðingar á því að hafa haft þetta eftir en læt þetta standa áfram á bloggsíðunni mér til svívirðingar og skammar ...
Skyldi ekki hinum venjulega múslima líða svona, dæmdur fyrir skoðanir og verk mikils minnihluta fólks úr hans röðum? Það finnst mér vera umhugsunarefni.
Þetta, af vef RÚV, er líka ömurlegt:
Fyrirhugaðri tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Japans hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Skipuleggjendur ferðarinnar í Japan segja að í kjölfar sviptinga í efnahagslífi Íslands sé eftirvæntingin eftir tónleikum sveitarinnar orðin minni en engin.
Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, segir tíðindin ákaflega bagaleg og komi sér illa fyrir hljómsveitina sem hafði undirbúið ferðina undanfarin tvö ár.
Ég var au pair úti í London (að verða 18 ára) þegar þorskastríðið stóð sem hæst, eða 1976. Aðalfréttirnar á BBC, Nine o´clock news, hófust iðulega á fréttum af deilunni. Mamma ráðlagði mér óttaslegin að þykjast vera frá Finnlandi sem ég gerði náttúrlega ekki. Bretar tóku mér frábærlega vel og aldrei fékk ég hnjóðsyrði frá neinum vegna þjóðernis míns, ég var svo sem heldur ekki í Hull eða Grimsby.
Reiðin út í okkur víða um heim núna er ekki eðlileg, það er eins og það gleymist að íslenska þjóðin, hinn venjulegi Íslendingur, á virkilega um sárt að binda núna. Eins og ég færi að berja alla Nígeríumenn bara út af nígerísku svikamyllunum ... eða væri brjáluð út í Davíð, systurson minn, bara af því að hann heitir Davíð ... Það verður löng bið á því að ég fari til Danmerkur, Englands eða Japans ... eða bara nokkuð. Ekki að ég eigi fyrir ferðinni eða fengi gjaldeyri ...
Eitt jákvætt sem vinkona mín benti mér á í gær. Yfirdrátturinn minn þykir mjög hagstætt lán núna, engin verðtrygging ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 36
- Sl. sólarhring: 123
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 1505965
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 543
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hvað er málið með þessa blessuðu dani?? Ég á bara ekki orð yfir þessum ruddaskap. Japanskir ekkert betri. Eigum við þetta virkilega skilið???
Jonna (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:03
Þetta er ótrúlegt ef satt er ...
Maður hefur heyrt af þessu í Bretlandi... Íslendingar hafa orðið fyrir aðkasti nánast.
Hvað er í gangi bara... :/
Kveðja
Einar (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:07
Hvað eru allir brjálir út í okkur ekki er þetta okkur að kenna. þvílíkir svikarar.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 17:44
Er þetta ekki bara bull? Allavega ég og minn rauðvínssúpuferðaklúbburinn KREPPAN (var nefndur snemma í sumar) er að fara á morgun til Boston og þar er vonandi ekki fólk sem hefur lent í þessu bankaveseni. Ætlum að gleyma þessu ástandi hér og skemmta okkur (annars skrítið lögðu allir Bretar og Danir inná íslenska reikninga?treystu þeir ekki sínum bönkum? )
kveðja úr neðri BLÁFJÖLLUM
tanta (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:44
Er það ekki lögreglumál að klippa kort fólks bara sisona? En er þetta ekki bara skrökulygi, ágæta Gurrí? Mér finnst þetta afskaplega ótrúlegt. En að öðru: Boldið er æsispennandi og gott að detta inn í þá blessaða vitleysu nú um stundir!Kærleikskveðjur í kreppunni.
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:05
Gamli góði Uffe Ellemann er ekki búin að gleyma okkur. http://uffeellemann.blogs.berlingske.dk/2008/10/14/island-i-finanskrisens-epicenter/
Emma (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:09
Auður, ég vona heitt og innilega að þetta séu ýktar sögur og skil ekki hvers vegna kortin voru klippt! Kort sem eru góð og gild hérna heima! Einhver hefur þó sagt Orðinu á götunni frá þessu, virðist vera, trúi varla að þetta sé vitleysa frá upphafi til enda. Það er a.m.k. ekkert bull þetta með sinfó og Japan, tveggja ára undirbúningur farinn í súginn! Emma, ég kíki á Uffe.
Þetta hlýtur að jafna sig, ég trúi ekki öðru. Tanta, held að þú verðir í góðum málum í USA, útrásarsnillingarnir okkar voru ekki komnir þangað, held ég.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 18:22
Greinilega gott að vera bara í Portales í New Mexico - enginn veit neitt um ísland hér um slóðir.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.10.2008 kl. 18:59
Af er verið birta þetta? Þetta er einfaldlega ekki rétt. Danskir bankar eru þvert á móti í mörgum tilfellum mjög hjálpsamir við að “redda málum” í þeim tímabundnu kortaviðskipta-vandræðum sem nú eru. Auðvitað er einn og einn Dani haldinn vissri Þórðargleði, en það er jú skiljanlegt við þessar aðstæður. Hér er Dönsku þjóðinni alls ekki rétt lýst.
Þetta er rangt og ber að flokka undir “kjaftasögu”.
Sem dæmi má nefna bankann okkar hér í Danmörku sem ítrekaði stuðning sinn við okkur sem viðskiptavini á þessum óvissutímum. Fullt traust og fullur skilningur. Ég veit um fleiri dæmi. Það er varla neinn fótur fyrir þessu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2008 kl. 19:16
Mikið er ég fegin að heyra þetta, Gunnar, og vil frekar trúa þessu en því sem er að finna á hjá Orðinu á götunni og á fleiri síðum á Netinu. Hugsa samt að einhverjir Íslendingar hafi fengið yfir sig gusur en þannig er það bara, fólk er misjafnt. Ég hef alla tíð verið afar hrifin af Dönum og ekki síður af Englendingum, trúi bara ekki öðru en að þetta lagist allt saman.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:28
Ég heyrði á bylgjunni viðtal við þorvald Fleming að þetta væri gróusaga.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 19:39
Takk, Katla, ég er búin að skamma mig í viðbót í færslunni fyrir að hafa lagt trúnað á þetta.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:50
Ég hef bara heyrt að ekki sé hægt að taka út á íslensk kort í hraðbönkum. Held að það sé alveg satt, þori samt ekki að hengja mig upp á það.
Helga Magnúsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:02
knús á þig og eitt ljúft fallegt bros
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:49
Hæ, ég á ekki orð, hvers slags framkoma er þetta hjá ástsælu Dönum.
Flytjið bara til Spánar, hér er best að vera, gott veður, lækkandi verðbólga, tækifæri til að stofna sitt eigið fyrirtæki og hafa það gott hér, matvælaverð á niðurleið, ekki mikil kreppa hér.
SKoðið málið, ekki gaman að fara til köben núna.
Knús frá Gleymmerei.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:13
Get alveg ímyndað mér að það sé yndislegt að búa á Spáni en þetta með Danina er víst bara gróusaga sem ég hefði aldrei átt að hafa eftir nema fá staðfestingu. Heyrði af tvítugum vini mínum sem býr þarna núna og Danirnir eru ekkert nema elskulegheitin við hann, sumir eitthvað smá áhyggjufullir yfir því að staða Íslands núna geti haft slæm áhrif í Danmörku en meira er það ekki.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:21
Úff Púff, gott að sagan um kortaklippið í danaveldi er ekki rétt
Verra með Melabandið og japanska fyrirtækið sem afþakkaði svo skyndilega komu bandsins
Jonna (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:27
Það er ekki ýkja langt síðan gamlir danir ráku mig út úr hverri versluninni á fætur annarri í Köben bara af því að ég leit út fyrir að vera Þjóðverji. Seinna var mér sýnd ókurteisi í sömu borg bara af því að ég talaði sænsku og leit út eins og Svíi. Í Chicago og DC var ég hundsaður í sumum verslunum af því ég var hvítur. Hvað eru menn að kvarta?
Júlíus Valsson, 14.10.2008 kl. 21:44
Heheheheh, góður!!! Aumingja Þjóðverjar, hef verið í Þýskalandi og notið frábærrar gestrisni en sumir segja að þeir séu erfiðir ferðamenn. Man eftir því úti á Ítalíu einu sinni að ég var í einni búðinni ávörpuð kurteislega á þýsku. Ég harðneitaði að vera þýsk og mikið varð konan miklu almennilegri við mig eftir það.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:59
var sleginn þegar ég byrjaði að lesa bloggið en ró færðist í samnorrænt hjarta þegar á lesturinn leið...
ég staðnæmdist við samlíkinguna við múslima,þar hittir þú í mark. Ég hygg því miður að áður en um langt er liðið munum við fá að kenna á eigin skinni heimsku og fáfræði fjöldans vegna verka svo fáa...sem leggja líf og lífsafkomu nær allra í rúst.
En ég las meira og þú ert áhugaverður og skemmtilegur penni...ert allavega komin í favorits.
Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:41
Æ, takk, Sigurður, ég hljóp illa á mig í þessari færslu og læri vonandi af þessu. Mér brá mikið og þá á ég til að vera fljótfær.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:48
Því miður er eitthvað sannleikskorn í þessari fljótfærni og misskilningi. Þó margt megi gott segja um Dani þá fannst mér þeir vera almenn tilbúnir að leggja meira á sig en Íslendingar til að gera þeim sem þeir öfunda eitthvað til miska. Þetta er því sannur fljótfærnislegur misskilningur. Það er samt ekki meiningin hjá mér að skemma bisnessinn fyrir Flemming sem er frábær leiðsögumaður um sagnaslóðir Íslendinga í Kaupmannahöfn.
Sigurður Þórðarson, 14.10.2008 kl. 23:16
Að Guðríður sé væn og vær,
vitaskuld þið trúa megið.
Samt er allt of fljót já fær,
Feministabeljugreyið!
En varst auðvitað líka allt of sæt og sexý til að Tjallanum dytti í hug að reka þig úr landi þarna um árið!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 23:26
Sæl Guðríður það er örugglega fótur fyrir svona sögum , samstarfskona mín til margra ára á dóttur sem er stödd ásamt fleirum í Köben vegna vinnu sinnar. Hún ásamt annari fóru inn í búð á strikinu nú í morgun og voru reknar þaðan út vegna þess að þær voru íslendingar. Þær eru miður sín og sögðust ekki tala islensku inni í dönskum verslunum það sem eftir væri af dvölinni. Ég hef enga ástæðu til að rengja þessa sögu því ég þekki ágætleg þetta fólk.
Þetta er það sem mér líður verst yfir varðandi þetta fjármálahrun að mér finst stolt mitt sem íslendings vera mjög sært.
Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 00:27
Ja það er nú það...við erum náttlega orðin hálfgerðir hundingjar í augum annarra þjóða
Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 00:47
Stórkostleg vísa hjá þér, Magnús Geir, ... skömmin yðar.
Sigríður, mikið er leiðinlegt að heyra þetta, vona að þetta hafi verið einstakt tilfelli. Stolt mitt sem Íslendings er líka mjög sært þessa dagana.
Horsí mín, útlendingarnir eiga eftir að meta okkur að verðleikum aftur, það er ég viss um. Þeir vita ekki betur núna, krúttmolarnir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:57
jæja Frú Gúrrí. Ljót er ef að kort landa okkar sem eru í helgarferðum til Damerku sé tekin af þeim og bútuð í sundur. Nú erum við íslendingar teknir við af Múslimum í Danmörku, við fáum skammir og litið er niður á okkur, en skyldi það kanski vera pínulítill öfund? Það verður langur tími þangað til ég mun ferðast til Danmerkur, Englands, USA eða annara landa sem sýnt hafa okkur þvílíkan fjandskap. 'Eg legg til að við seiðum hjá öllum vörum sem koma frá þessum löndum, snúum okkur af okkar eigin sem framleiddar eru hér á landi.
kv á þessum fallega degi
siggi
siggi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:50
Þér fáið ei trúað því hve þessar upplýsingar um hagstæðustu lánin skiptu mig miklu máli. Samkvæmt þessu hef ég löngum sýnt mikla forsjálni og hef að öllum líkindum meðfætt viðskiptavit. Á ég bar'ekki að kippa þessu aftur í liðinn, kæru bræður og systur, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:23
Mer hefur gengid allt of vel ad nota mitt kreditkort her i USA! .. Somebody stop me!!! ..
Nei, nei, eg er nu fegin ad vera stodd i henni Amriku nuna, tho oft hofum vid kvartad undan Kananum, tha eru their mjog almennilegir her og ekkert vesen med kort ne annad. Mer heyrist ad generally seu their on our side vardandi samskipti okkar vid Brown og Bretana. Annars eru their adallega i kosningapaelingum nuna.
Greetings from Florida.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.10.2008 kl. 09:51
Afsakadu gridarleg amerisk innskot i okkar annars islensku tungu, og alveg gaesalappalausa, finn engar gaesalappir a thessu lyklabordi, ne adrar lappir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.10.2008 kl. 09:52
Sauvignon Blanc vínið var fullkomlega kælt þar sem ég sat á veitingastaðnum og saup af ísuðu glasinu í góðum hópi starfsfólks BBC við störf í höfuðborg Íslands.
Stólarnir voru úr svörtu leðri, veggirnir hvítir, ljósin dimm og róleg tónlistin vall út úr Bang og Olufsen hljóðkerfinu.
Orðið "svalt" (Cool) var fundið upp fyrir svona stað og ég á ekki við ísinn í ÍS-landi.
Við njótum að smá lægð hefur myndast eftir að hafa flutt fréttir af fjármálakreppunni hér í rúma viku.
Lágt gengi íslensku krónunnar er það eina sem gerir okkur mögulegt að snæða á þessum stað.
Hótel 101, sem höfuðpaurinn í Blur; Damon Albarn átti eitt sin hluta í, er núna í eigu einnar auðugustu konu Íslands.
Það er tákn hinnar auðugu Reykjavíkur og tilheyrir landi sem fyrir viku var miðað við fólksfjölda eitt að auðugustu ríkjum heims, en stendur nú á barmi gjaldþrots.
Heimskreppan í efnahagsmálum hefur mikil áhrif á Ísland.
Þessi Eyja eldfjallanna í Norður Atlantshafi byggði eitt sinn afkomu sína á fiskveiðum en á síðasta áratug hefur fjármögnun og bankastarfsemi fært þeim reiðuféð í hönd.
Frjáls verslunarstarfsemi og einkareknir bankar hafa gefið íslenskum fjármálastofnunum möguleika á að vaxa og breiða úr sér á djarfan hátt erlendis, dálítið eins og víkingarnir gerðu forðum daga.
Þar til fyrir viku var 76% af viðskiptum íslenska verðbréfamarkaðsins skipti með hluta í bönkum.
Og hvað gerðist? Þegar að verðlag þessara hluta hrundi og eigur bankanna voru frystar af ríkisstjórninni sem þjóðnýtti þrjár stærstu stofnanirnar, rambaði landið á barmi gjaldþrots.
Öll viðskipti verðbréfamarkaðsins lágu niðri og krónan varð að óskiptanlegum gjaldmiðli.
Léttir í lund
Ég tók tvisvar viðtal við forseta verðbréfamarkaðsins Þórð Friðjónsson og Forsætisráðherrann Geir Haarde á þessum tíma.
Það kom mér á óvart hversu rólegir þeir voru í þessum viðtölum.
Þeir voru afslappaðir, léttir í lundu - myndi vera hægt að segja það sama um Gordon Brown undir svipuðum kringumstæðum?
En samtímis voru þeir grafalvarlegir um allt sem snéri að erfiðleikum þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin vinnur að því "nótt og dag" sagði Forsætisráðherrann, að fá neyðarlán frá öðrum löndum, mögulega Rússlandi og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum.
Þegar hefur verið komist að samkomulagi við Holland og Bretland.
Verðbréfamarkaðurinn opnaði loks fyrir viðskipti og þrátt fyrir ótta við 20%-25% fall á verðbréfum, var hrapið ekki nema 5.84 stig fyrsta daginn, ekkert til að hrópa upp yfir.
Ég hef það á tilfinningunni að róin og hið heimspekilega viðmót þessara tveggja mikilvægustu aðila sem takast á við að koma Íslandi út úr þessari klípu, sé talandi fyrir viðmót allrar þjóðarinnar.
Þetta fólk er vant velgengi og volæði, slæmum árum sem góðum, vant því að net togaranna séu full og að á næsta ári sé lítið að hafa.
Ó já, ekki taka það svo að hér sé fólk ekki gramt yfir því að leiðtogar þjóðarinnar hafa leift markaðnum að leika lausum hala og hætta öllu í leiðinni.
En undir niðri virðist vera djúp sannfæring um að landið muni rísa úr öskustónni og sigla í gegnum þennan storm og stíga ölduna.
Og það er hinn sanni kjarni þess að vera "svalur." (Cool)
Þýtt af vefsíðu BBC í nótt :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 17:32
Takk, Svanur Gísli, þetta er mjög áhugavert!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:06
Sæl Gurrý og takk fyrir skemmtilegt blogg. Eins og við vitum öll er mjög mikill straumur útlendinga til Íslands um þessar mundir. Ég þekki fólk sem er að vinna á transitsvæðinu í Leifsstöð og það talar um að Danirnir eru áberandi dónalegir og leiðinlegir í viðmóti, rengja gjarnan afgreiðslufólkið um stöðu krónunnar og ýja að því að hún standi verr en hún gerir. Með öðrum orðum, þjófkenna Íslenska afgreiðslufólkið. Ég veit að fólkið sem vinnur þarna er mjög kurteist og almennilegt í viðmóti.
Sigga Haralds (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.