15.10.2008 | 10:41
Fræðingar og fegurðardísir í strætó ...
Skúli kom okkur af miklu öryggi í Mosó þar sem Haraldur brosmildi tók við okkur og ók af engu minna öryggi til Reykjavíkur. Og það í hálku. Ég hafði skemmtilegan sessunaut í strætó, lögfræðinginn hressa sem ég hef bloggað um áður, og ræddum við um bækur og fleira skemmtilegt alla leið frá Skaganum. Hann er að lesa Bíbí núna og ég var að enda við hina bráðskemmtilegu Doktor Proktor og prumpuduftið. Fyrir aftan okkur sat virðulegi guðfræðineminn Jóhanna sem var í öngum sínum af því að hún gleymdi gemsanum heima. Ég lánaði henni minn í smástund, enda á maður víst að vera góður við guðfræðinga til að lenda ekki í helvíti. Líka lögfræðinga ef maður myndi nú fyrir mistök lenda í helvíti .... múahahaha. Við lögfræðingurinn skiptumst á afmælisdögum, hann er fæddur í júní en samt ágætur og árið eigum við reyndar sameiginlegt og ekki með ómerkilegra fólki en Madonnu, Viggo Mortensen og Guðmundi í Byrginu. Hann á einn kött, ég á tvo en ég held að hann eigi fleiri börn en ég.
Ætlaði svo að vera ógurlega fyndin þegar ég fór upp í leið 18 í Ártúni með tvöfaldan skiptimiða sem ég fékk óvart í Skagastrætó og sagði einlæglega við bílstjórann þegar ég afhenti honum allt of langan miðann: Ég borga auðvitað tvöfalt af því að ég er svo feit! Bílstjórinn horfði blíðlega á mig og sagði: Kaj pravite, krava?
Ógreiddi maðurinn var í leið 18, þessi seinni ógreiddi sko, og mig grunar að hann sé, eins og allt skrýtna fólkið í vagninum, í Kvikmyndaskólanum með Davíð frænda. Þýðandinn lenti á "kvennafari" eða einhver, sæmilega sæt skvísa, hlammaði sér hjá honum og hann fékk ekki við neitt ráðið. Man hvernig kvíðinn nagaði mann í strætó í eldgamla daga yfir því að einhver ljótur settist hjá manni. Svo hefur örugglega ljóta fólkið á Íslandi dáið út á undanförnum árum eða gleraugun mín dofnað því að þetta hræðir mig ekki lengur. Set samt alltaf upp undarlegan svip, svona eins og ég sé til alls vís, jafnvel hættuleg, þegar einhver asnalegur gerir sig líklegan til að setjast hjá mér. Það virkar ekki oft, því miður. Aðeins þrír Indverjar voru í vagninum að þessu sinni.
Jæja, farin að vinna. Óska ykkur yndislegs dags, bloggvinir kærir, sem og bloggóvinir.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 206
- Sl. viku: 646
- Frá upphafi: 1505937
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 520
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hefur aldrei hvarflað að þér að það sé ekkert ljótt fólk til lengur? Skýring mín á því er sú að eftir því sem maður eldist og væntanlega þar með þroskast sjái maður ekki bara útlitið heldur skíni mannkostirnir í gegn. Og allir hafa einhverja kosti (þó óneitanlega fari sumir vel með það!)
Kv.
Sigurður Hreiðar, 15.10.2008 kl. 11:07
Jú, minn elskulegi Sigurður ... ég var bara að gera grín að sjálfri mér, meintu sjónleysi og skorti á þroska!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:39
áttu marga bloggóvini?
Ólöf Anna , 15.10.2008 kl. 11:43
Heheheh, sko heilan helling!!!! Er komin með lífverði hér í bloggheimum og allt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:49
Spjalla ótilneydd við lögfræðing? Þær eru margar birtingarmyndir kreppunnar, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:42
Verður maður ekki að halda þeim góðum á þessum tímum? heheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:47
Sæl Gurrí mín, ég vil kvitta fyrir mig þar sem ég er einlægur aðdáandi þinn hér. Ég hef gefist uppá "þínum" strætó og tek þann sem kemur korteri á undan. Í honum þarf ég enn aldrei að efast um að fá sæti og get jafnvel breytt úr mér með Fréttablaðið Baráttukveðja Elín Íris
Elín Íris (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:21
Já, þú getur gert þetta yfir vetrartímann, þegar strætó er ekki lengur á hálftíma fresti. Það bættust ansi fáir við í Mosó, þetta er Skagaferðin greinilega, stappfullur strætó, nokkrir stóðu. Sakna þín, elskan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 15:09
Hressandi pistill úr hálkuheimum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.10.2008 kl. 15:10
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.10.2008 kl. 17:11
- if you want my opinion: það ætti að vera til miklu, miklu meira af þér ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:56
Vegna "fjölda" fyrirspurna: "Kaj pravite, krava" þýðir "Hvað sagðir þú, belja?" á slóvensku.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:56
Sæl, bara svo þú vitir, þá eru flestir indverjarnir okkar farnir af landi brott .. .. í kjölfar bankahörmunganna.
Þannig að nú get ég ekki lengur blaðrað í þá blogginu þínu . Sakna þeirra.
Ásta S. (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 18:08
Takk, Ásta. Þetta voru frábærir menn, þessir tveir sem ég spjallaði stundum við og allt þetta fólk bauð af sér góðan þokka. Skil að þú saknir þeirra, það mun ég líka gera. Gott að vita þetta, takk enn og aftur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:38
Ég sat alltaf í sætinu nær ganginum ef ég fór ein í strætó svo enginn settist hjá mér. Lenti einu sinni í því að maður með Brut-rakspíra settist hjá mér og ætlaði sko ekki að láta það koma fyrir aftur. Þurftir að fara úr strætó mörgum stoppistöðvum of snemma.
Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 19:38
innlitskvitt ;)
Aprílrós, 15.10.2008 kl. 19:45
Kaj pravite, krava þýðir Ólögulega afsláttarskækja. Þú gætir kannski kvartað við strætó vegna ónota, en ekki vegna lyga!
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:26
ég er svo sammála bílstjóranum Gurrí mín
mér líkar vel plottið þitt og fyrirvarinn: lögfræðingur, guðfræðinemi, efra og neðra
Jóna Á. Gísladóttir, 15.10.2008 kl. 22:02
Brynja skordal, 15.10.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.