Höfundur kreppujeppanna, smá bold og nýja faðmlagakerfið

BummerGame OverÞegar Halldóri frænda leiðist þá gerist alltaf eitthvað skemmtilegt. Hann dúllaði sér m.a. við að gera Game Over-jeppann sem hefur ferðast helling um netheima. Nú hefur hann skapað nýjan bíl (myndin til hægri) sem segir allt sem segja þarf, eins og hinn. Það er kannski ljótt af mér að segja þetta ... en vonandi leiðist honum sem oftast!

Boldið var svakalegt í dag. Stefaníu tókst með klækjum að rústa flottu tískusýningunni fyrir mæðginunum Nick og Jackie. Eftir að glæstar stúlkur höfðu sýnt línuna hans Garrisons (heitir leiðinlegi Mæðginin Jackie og Nickhönnuðurinn það ekki?) rotaði Thorne hann og Stefanía lét gamla skipperinn sem keypti afnot af Jackie í gamla daga ganga eftir pallinum í stað Garra, öllum til undrunar, líka þeim gamla sem hélt að hann væri í öðrum erindagjörðum, eða að hitta hina fögru Jackie aftur sem saknaði hans eða eitthvað. Steffí fór síðan í hátalarakerfið og kynnti þann gamla sem einn af fjölmörgum elskhugum Jackie sem hefði unnið fyrir sér sem hóra á árum áður. Með þessu vonaði Steffí að stjórn Forrester-tískuhússins heimtaði að það fari aftur í hendur gömlu og réttmætu eigendanna. Taylor, sem er við það að fara að giftast Thorne, hitti bróður Thornes og fyrrum eiginmann sinn til margra ára, hann Ridge, og komst að því hjá honum að eitthvað væri í bígerð. Hún mætti með Ridge á tískusýninguna en of seint. Steffí, móðir Thorne og Ridge og fyrrum og tilvonandi tengdamóðir Taylor, rústaði Jackie fyrir framan elítuna í tískubransanum og fjölda fréttamanna. Tjaldið féll þarna og við tók óbærileg bið eftir næsta þætti sem verður kl. 17.28 á morgun.

P.s. Áríðandi viðbót. Hef ákveðið að loka á faðmlagakerfi mbl.is hjá mér vegna neyðarástands ... a.m.k. í bili! Hef nefnilega fengið c.a. 40 faðmlög bara frá einum bloggvini sem er ekki einu sinni karlkyns ... og litla pósthólfið mitt stíflaðist. Þetta er einhver bilun, viðkomandi bloggvinkona sendi mér bara eitt "knús" og segist hafa fengið mörg frá mér. Ef ég væri t.d. snertifælin væri ég hreinlega komin í köku við allt þetta knús ... hvað er moggablogg að pæla? Kommon, ég á ketti! Er þó búin að endurgjalda knús til þeirra sem sendu mér en nú er allt lok, lok og læs. Já, ég er vond manneskja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem sendir svona "knús" í gerviheimum á að fara í næstu lest í útrýmingarbúðir.

En það fólk sem vill gleðja mann í raunheimum með tungunni er velkomið, ef það er sæmilega þrifalegt.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Ólöf Anna

faðmlagakerfi ?????

Ólöf Anna , 16.10.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég ætla sko að rífa mig á fætur fyrir kl 9 í fyrramálið og hlamma mér fyrir framan imbann og góna á Boldið, get ekki beðið til kl 17.28...

Það er spurning hvort þetta faðmlagakerfi sé eitthvað gjafmildara frá sumum en öðrum, ég er nefnilega búin að fá fleirri faðmlög frá einum bloggvini en öllum hinum og þessi bloggvinur er ekki heldur karlkyns....

Góða nótt mín kæra, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.10.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta knúskerfi er að gera mig brjálaða.

Ég þorði bara ekki að segja það.

Var að hugsa um að eyða blogginu mínu út af þessum faraldri, ók smá ýkjur en fjandinn fjarlægur bara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er algjör Bummer

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.10.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Engin faðmlög fengið til mín, enda forljótur freðmýrargeithafur!

En flissið frá þér var ígildi holdlegs faðmlags!

Blessi þig allir góðir vættir, Guðríður drottning!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 01:11

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, það er farið    Nógu margir verið pirraðir...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 07:44

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hmm, nei, víst ekki.  Virðist bara birtast hjá bloggvinum manns 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 07:47

9 identicon

Ég býð upp á knús í eigin persónu.

Már Högnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:10

10 identicon

Már, muna eftir að fá samþykki samt fyrst, annars fer illa

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:15

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tek þig á orðinu, Már, loksins alvörukarlmaður! Bara næst í mötuneytinu?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:22

12 identicon

Vissulega. Ég hef ekki þorað að svífa á þig til þessa vegna feimni og tepruskapar en nú verður ráðin bót á því. Sennilega á morgun.

Már Högnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 220
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband