20.10.2008 | 08:22
Fokið í bæinn, gleðiefni, fitubollurannsókn og fleira
Það hvein og brast í öllu í himnaríki þegar vekjaraklukkan hringdi kl. 6 í morgun. Rosalega langaði mig að sofa lengur, enda hafði ég ekki tímt að sleppa bókinni hans Stefáns Mána fyrr en klukkan var að verða eitt í nótt ... og er að verða búin með hana. Á mér sannaðist það sem sagt er um mömmur, að þegar þeim sjálfum er kalt skipa þær börnunum sínum til að fara í hlýrri peysu, húfu og vettlinga en ég breiddi aukateppi yfir erfðaprinsinn og lokaði gluggunum, það var hrollkalt í himnaríki. Dreif mig í tölvuna og sá að hviðurnar á Kjalarnesi dingluðu þetta 35-40 m/sek ... en vindáttin var þó vel hagstæð, eða norðvestlæg, austlægu kvikindin eru verst.
Við Ásta brunuðum því með latte í hönd eftir þjóðveginum og hún með óperusöngvarann Óskar Pétursson á hæsta syngjandi POPPlög! Ég reyndi að fitja upp á samræðum til að hún lækkaði og sagði lágt við hana: Ég er að fara í hóf á laugardaginn! HÓF? Mikið er mín hátíðleg í dag, sagði Ásta og barði mig í andlitið með saltfiski ... en lækkaði í tónlistinni. Þetta var ótrúlega hressandi uppákoma, ég glaðvaknaði alveg. Við sáum jeppa ofan í skurði á Kjalarnesinu, skömmu síðar fórum við framúr stórum trukki og mættum svo Skúlastrætó í Kollafirðinum á leið á Skagann. Þessi hefur fokið út af, sagði Ásta greindarlega. Ja, ertu viss? spurði fíflið ég. Ekki fauk stóri trukkurinn og ekki heldur strætó ... báðir ættu að taka mikinn vind á sig, bætti ég heimskulega við. Hvaða erindi á þessi bíll ofan í skurði? heyrðist úr ökumannssætinu og andrúmsloftið hrímaði vegna heimsku minnar. Það eina sem ég gat sagt var: Hehe, ég var auðvitað að djóka! Og slapp með skrekkinn!
Enn ein spennandi rannsóknin hefur litið dagsins ljós, heyrði ég á Bylgjunni í morgun. Fitubollur þurfa, samkvæmt henni, að borða meira en mjónustangir til að fá gleði og ánægju (dópamín) út úr máltíðinni. Ég held að það ætti frekar að kíkja á samsetningu matarins hjá fólki yfir kjörþyngd, ekki magnið. Sem minnir mig á að það verða kjötbollur í matinn í hádeginu. Steingleymdi að kippa með mér ávexti í morgun ... morgunmatur hér hefst kl. 8.30, ég veit hver fær sér bláberjabúst í fernu og banana.
Skyldi það vera rétt sem ég heyrði og slúðraði um á blogginu um daginn að nýju bankastýrulaunin væru 950 þúsund á mánuði? Ef það kemur í ljós munið þá hver skúbbaði með þetta!!! Þetta þykja náttúrlega hlægilega lág laun miðað við það sem hefur verið og ekki gaman að láta hlæja að sér fyrir að sætta sig við þetta.
Munið að hafa það gott í dag, það er hægt að gleðjast yfir mörgu. Ingibjörg Sólrún er komin tvíefld til landsins, ráðamenn segja að svar vegna lána komi á fimmtudaginn, ekki á að taka neinum afarkostum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heyrist mér ... og síðast en ekki síst: Jón Ólafsson er kominn til landsins og ætlar að bjarga okkur! Sjá www.dv.is
P.s. Litla fallega stúlkan sem ég fékk í afmælisgjöf 12. ágúst sl., munaði bara 10 mínútum að hún yrði nákvæmlega 50 árum yngri en ég, var skírð á laugardaginn og heitir nú Ragnheiður, kölluð Gurrí (held ég). Flott nafn, sætt barn, æðislegur afmælisdagur.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 184
- Sl. sólarhring: 350
- Sl. viku: 876
- Frá upphafi: 1505883
Annað
- Innlit í dag: 145
- Innlit sl. viku: 711
- Gestir í dag: 139
- IP-tölur í dag: 134
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég var að klára bókina hans Stefáns Mána og mér finnst hún ótrúlega spennandi vegna þess að hún er svo "right on the money" með það sem er að gerast.
Græðgin, siðleysið og harkan er eins í undirheimunum og fjármálaheiminum.
Ekki spurning.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 08:29
Ég reyndi að fitja upp á samræðum til að hún lækkaði og sagði lágt við hana: „Ég er að fara í hóf á laugardaginn!“ „HÓF? Mikið er mín hátíðleg í dag,“ sagði Ásta og barði mig með í andlitið með saltfiski ... en lækkaði í tónlistinni.
Æ takk fyrir Gurrí mín....það er svo gott að skella svona uppúr snemma dags. Þú ert nú meiri gleðikonan!!! Eigðu góðan dag og njóttu matarins. ÁSTARKVEÐJA úr Vesturbænum
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 08:30
sæl Frú Gurrí.
er þetta bók sem vert er að taka með sér í ferðalag? Kanski ég ætti að kaupa mér hana áður en ég fer af landi í næstu viku, ég er flúinn land. Læt ekki bjóða mér þetta meir, hver ræður hér landi? mér sýnist allir vera að benda á hvern annan og seigja þetta er þessum að kenna ekki mér. Er fyrir löngu búin að missa allt álit á íslenskri pólitík, fannst hún Ingibj selja sig heldur betur til sjálfstæðismanna, mun aldrei geta kosið hana aftur fyrir það ófyrirgefanlega að fara í eina sæng með mínum gamla flokki Sjálfstæðismönnum.
kveðja siggi
siggi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:22
Ég vil hér með lýsa ánægju minni með það, að farið er nú að fyrirmælum mínum í hvívetna, nú á þessum krepputímum, en berlegt er að stórdregið hefur úr orkufreku knúsi hér á síðunni, og er það mikil framför. Nýlegar rannsóknir sýna fram á að eitt saklaust knús sóar sem nemur orkuinnihaldi heimasneidds þrumara með þykku smjöri! Verði áframhald á þessari ánægjulegu þróun, má vera að síða þessi fái vottun þess efnis frá Ríkisflokknum, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:31
Guðmundur, ég fékk knússjokk þegar farið var að bjóða upp á að bloggvinir sendu sérstakt knús hverjir til annars. Þetta drap alla knúsþörf mína til margra ára og ég enda t.d. alla tölvupósta á: Með hnúum og hnefum, Gurrí. Allt þér að þakka.
Siggi, hræðilegt að þú sért að flytja, láttu mig vita hvert og hvernig er ... kannski kem ég bara til þín/ykkar. Verð skemmtilegi nágranninn við hliðina og sonna ... hehehehe, er með gurrihar@gmail.com. Ráðleysið er vissulega mikið, enda aldrei jafnmikil krísa herjað á okkur síðan svarti dauði forðum, held ég. Stefán Máni ætti að verða góður ferðafélagi, mér finnst þetta mjög spennandi bók sem ég hlakka til að klára í kvöld.
Risaknús til allra, sérstaklega Guðmundar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2008 kl. 12:41
Sæl Frú Gurrí. 'Eg er nú ekki alveg að yfirgefa landið fyrir fullt og allt, ég kem aftur að ég held, ekki nema Italia vinni hug minn og hjarta. Matarlega hefur það núþegar gert það núþegar eru garninar farnar að gaula í mér, þeim hlakkar svo til að fá hin góða 'Italska mat í toskana. Fer og kaupi S-Mána mér til uppliftingar.
kveðja siggi
ps. ekki gleyma að gera handa þér góða grautinn, nú veitir manni ekki af góðum graut í byrjun dags þegar vindar fara að blása og kuldaboli blæs manni í kinn, þannig að kinnar verða eins og falleg Jólaepli rauð
siggi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:11
Sjitt, mar. En ... var að vona að þú ætlaðir til Færeyja. Ítalía er of mikið pödduland fyrir mig, held ég. Múahahahah Þarf að finna grautinn aftur, þ.e.a.s. uppskriftina og prófa. Gott að þú ert ekki að fara fyrir fullt og allt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:32
Knús á þig elsku Gurrý mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:03
Er ekki málið að flytja bara til ... ja Finnlands? kannski Svíþjóðar???
Lítill áhugi hjá mjög mörgum að búa á Íslandi i dag..... held ég sé á sama máli bara...svei mér þá..
Einar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:51
ég elska pöddur, mitt uppáhald var stór svört könglu sem var fyrir ofan bekkinn sem ég lá alltaf á þegar ég heimsótti Bali, og snákurinn sem synti með mér í sjónum, DONT TOUCH
siggi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:16
Hæ Gurrí mín. Hjartans kveðjur héðan úr Elfulandi. Hér er logn og góð veðurspá fyrir næstu daga, en rignir í dag eftir himneskan dag í gær. Ég skal reyna að koma með gott veður til baka til ykkar. Hlakka til að hitta þig aftur!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.10.2008 kl. 17:29
Hahahaha...Gurrí þó. Ég þarf greinilega að lesa bloggið þitt á hverjum degi en ekki bara öðru hvoru, sé að þú hefur opinberað kvikindishúmorinn minn fyrir alheimi...tjah...eða bloggheimi. Næst þegar ég sé eistu í brauðrist segi ég þér sko ekki frá því...en ef ég sé Eista í brauðrist skal ég segja þér það. Þá fyrst værirðu komin með krassandi sögu!!!
Hrund (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.