Maður í einkennisbúningi-fullkomin byrjun á degi

Við Ásta ákváðum í gær að vera svolítið mikið snemma á ferðinni í morgun og ég stillti vekjaraklukkuna á áður ókunnar víddir ... eða 5.45, ég vissi satt að segja ekki að þessi tími væri til á klukkunni minni. Brottför 6.15 sem var bara fyndið og óraunverulegt en hvað er svo sem eðlilegt á þessum tímum? Það var meira að segja hvít jörð á Skaganum en þannig var það ekki á háttatíma í gær. Valdi skafari var greinilega enn steinsofandi og hálka og ömurð alveg að göngum. Hinum megin var sama sagan ... en klakklaust komumst við yfir "Kjalarnesheiðina" ... enda stórkostlegur bílstjóri undir stýri.

Á vettvangi í morgunÉg reif upp alla glugga við komu og fjarlæg hringingin sem ómaði í eyrum mínum kveikti ekki á aðvörunarbjöllum í höfði mínu. Þegar ég opnaði þriðja og síðasta gluggann í salnum sá ég öryggisbíl koma brunandi inn á stæðið og þrjá vopnaða og vígalega verði stökkva út, alla vega einn. Tveir slefandi blóðhundar réðust á mig inn um opna gluggana og næstum sleiktu mig til bana eða hefðu gert ef þeir hefðu verið með í för, og mennirnir störðu ásakandi á mig þar sem ég hefði þá mögulega legið hlæjandi á gólfinu. Kannski ekkert sniðugt að vera svona snemma á ferð nema að því leytinu að þarna hittir maður sæta, ókunna menn ... í einkennisbúningi í þokkabót. Í raun ekki hægt að hugsa sér betri byrjun á degi.

Hún Ylfa Ósk Úlfarsdóttir, úlfhundur með meiru og mjög góð vinkona mín, reyndist vera hvolpafull eftir allt saman og nú um helgina fæðast 4-5 hvolpar í Mosfellsbænum. Algjör snilld. Allur harðfiskurinn sem ég hef stolið frá Hrund "samstarfs" og gefið Ylfu hefur ekki verið til einskis. Hún borðaði allan tímann fyrir fimm eða sex, þetta krútt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Mmmm einkennisklæddir menn í morgunsárið! Frábær byrjun!

Vera Knútsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ekki dónaleg byrjun á svölum degi....

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvaða aðdráttarafl hafa einkennisbúningar?    Getur einhver útskýrt það fyrir mér?

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eiginlega ekkert, kaffigjafmilda skvísa. Ég reyni bara að viðhalda staðalímyndum í skrifum mínum, annað en þú þarna byltingardrottningin þín!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:51

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góð...! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:53

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að þú sért svag fyrir júníformum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 16:06

7 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

eða kanski ertu bara svag fyrir stórum hundum...

Svala Erlendsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:16

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Einkennisbúningar? Ég verð að játa að ég sá nákvæmlega ekkert sexí við samstarfsmenn mína í löggunni þegar ég var að mæta á morgunvakt klukkan sex. Í besta falli voru þeir fyrir mér.

Helga Magnúsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:42

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Iss, Helga, þú hefur ekki kunnað gott að meta ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:53

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Búníngablæti  betrakyns dugði bezdamann betur ...

Steingrímur Helgason, 23.10.2008 kl. 20:58

11 Smámynd: Svava S. Steinars

Mmmmm, menn í einkennisbúning.. bjóddu mér með næst þegar þú setur kerfið á stað :D

Svava S. Steinars, 23.10.2008 kl. 22:19

12 identicon

Manstu fyrstu 7 árin eftir að við kynntumst, þegar ég hélt að þú værir stöðumælavörður, hvernig átti mig að gruna að þú klæddist svona af fúsum og frjálsum vilja!!!!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 164
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 856
  • Frá upphafi: 1505863

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 698
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband