Kvenhatarar og mótmælendadissarar

Karlar sem hata konurVar að ljúka við að lesa þykkan doðrant sem heitir Karlar sem hata konur. Bókin fjallar reyndar ekki um suma hér á Moggablogginu, þetta er sænsk glæpasaga og með þeim betri sem ég hef lesið. Ég byrjaði að lesa undir miðnætti í gær og gafst upp, úrvinda af syfju, kl. fjögur í nótt, grútspæld yfir því að þurfa að sofa, gat síðan ekki hætt í dag fyrr en ég var búin. Höfundur skrifaði þrjár bækur og dó síðan, aðeins rúmlega fimmtugur að aldri, áður en fyrsta bókin kom út. Það er grein um hann í Lesbók Morgunblaðsins í gær.

Held bara að með þessum rólegheitum um helgina, lestri, svefni, lestri, svefni (lasagna-bataaðferðin) hafi ég náð úr mér byrjandi lasleika. Andleysið er reyndar gígantískt.

P.s. Mikið var ég annars ósátt við hádegisfréttirnar á Stöð 2 í dag, þar fannst mér ekki laust við að það væri hæðst að þessum „500“ mótmælendum (sem er greinilega hin opinbera tala) og gefið í skyn að þeir gætu ekki komið sér saman um tímasetningu. Ég skildi þetta þannig að það væru tveir mótmælafundir, annar kl. 15 og hinn kl. 16 og væri blysför. Mér finnst fínt að mótmæla þögn ráðamanna, við eigum ekki að þurfa að lesa í erlendum fjölmiðlum hvað er í gangi á Íslandi. Að vísu róaði Ingibjörg Sólrún eflaust ansi marga á síðasta blaðamannafundi þegar hún sagði hvers vegna þögnin þyrfti að vera í sambandi við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, flott hjá henni. Ætli Geir átti sig á því að hitt getur virkað sem hroki og fái fólk upp á móti honum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ingibjörg Sólrún er fín en Geir Haarde þorir ekki að prumpa nema fá leyfi frá Davíð.

Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ;)

Aprílrós, 26.10.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg alveg fáránlegt að koma með önnur mótmæli ofan í þau sem fyrirfram voru ákveðin.

Meira egóflippið.

Les þessa.

Er að lesa Bókaþjófinn.  Mikið skelfilega er það mögnuð bók.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 16:57

4 identicon

já, fáránlegt alveg þetta með mótmælin...þarna skaut Kolfinna og kó sig í fótinn.

alva (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:38

5 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Oh hvað þú átt gott að fá að lesa allar þessar bækur,eigðu ljúft kvöld og haltu áfram að láta þér batna

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:14

6 identicon

Ég las í norsku blaði að við hefðum verið 2.000 við Ráðherrabústaðinn. Held alvega nojararnir kunni að telja. Það voru eitthvað færri klukkan 3 á Austurvelli - en samt alvega sæmilegasti slatti Og Einar Már var alveg frábær.

Öfunda þig að eiga eftir að lesa  tvær bækur eftir Stieg Larsson.  Magnaður höfundur - synd að fá ekki fleiri eftir hann.

Jóhanna Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 18:34

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

fimmhundruð aftur, eru þeir ekki að grínast?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:56

8 identicon

Hvað sagði Ingibjörg um þögnina - og hvar

Eiríkur Örn (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:04

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Einn súlupeníngur af mótmælöndum er orðinn 'fazdi' ....

Steingrímur Helgason, 26.10.2008 kl. 19:13

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sænskir krimmar eru æði - og komin heim frá Elfu og Nínu með viðkomu í barnaafmæli og fleiru. Fullt af myndum á Facebook.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.10.2008 kl. 01:10

11 identicon

Heil og sæl Frú Gurrí. Verð að kveðja þig þar er að ég er að fara að leggja land undir fót, frekar nervös við að vera að fara til útlanda á þessum líka hrikalegu tímum, 'islenska þjóðin komin í þrot, maður veit ekki aðhverju maður kemur aftur þegar maður kemur heim. Var að horfa á nágranna mína sem líklega hafa misst raðhúsið sitt flytja út í gærdag, örugglega ekki þau fyrstu sem verða að yfirgefa sitt framtíðarheimli. Þau fallegu orð G H eru að engu, bankar ætla ekki að skoða mál fólks og reyna að bjarga eða það fær maður á tilfinninguna er maður hlustar á útvarp, annars hef ég ekki útvarpið mikið á þessa daganna, það sem hún Helga hér efst á blogginu þínu segir þá þorir G H ekki að gerea neitt vegna ótta við D O, það sama á um INGIBJÖRGU S, missti allt álit á henni þegar hún fór í eina sæng með G H. Hef ekki minsta álit á henni blessaðri konunni.

Karlar sem hata konur góðt bók semsagt, á eftir að kaupa flugvélabókina, kanski ég kíkji á þessa bók.

 'Astarkveðjur til þín, láttu þér líða sem best og ekki hlusta of mikið á fréttir,

siggi

siggi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:15

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góða ferð, elsku Siggi! Njóttu dvalarinnar vel ... og ekki lesa fréttasíðurnar á Netinu ... heheheh

Þú gerðir margt vitlausara en að kaupa Karla sem hata konur. Hún er mjög spennandi og þykk og djúsí!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.10.2008 kl. 09:05

13 identicon

geri það Frú Gurrí, þarf að fara niðurí bæ og kveðja gamla foreldra mína, og láta snyrta hausin á mér, ekki skal maður fara illa útlítandi til útlanda.

hafðu það gott mín kæra

siggi

siggi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:32

14 identicon

Má ekki rugla þessari bók saman við litlu símaskrárbókina "Menn sem hata konu" sem þú párar í símanúmer gamalla kærasta, kúnna og eiginmanna

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:03

15 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

500-manna-talan er annað hvort lygi eða ímyndun. Það sá það hver sem var þarna að það voru mun fleiri á svæðinu.

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 1505938

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband