27.10.2008 | 11:23
Skítakuldi, kenning Kalla sænska og Alkasamfélag Orra
Það var ekki kalt á stoppistöðinni í morgun, það var SKÍTKALT. Við tölum um grenjandi rigningu, fljúgandi hálku ... og skítakulda. Tvennt af þessu var í gangi í morgun en ... ekki svo margir dagar eru í það fyrstnefnda eða blessaða rigninguna. Mikið hlakka ég til að geta farið í regnstuttbuxunum mínum í vinnuna aftur. Skúli kom okkur á hárréttum tíma í Háholt, leið 15 var akkúrat að renna inn á stoppistöðina og við hlupum eins og við ættum lífið að leysa úr leið 27 yfir götuna til hans Haraldar. Ef móðirin með barnið hefði verið nær mér hefði ég staðið upp fyrir henni, ég óttaðist mest af öllu að einhver myndi stela sætinu ef ég stæði upp og næði í hana. Það hefði nefnilega verið gaman að standa í strætó og þykjast detta á sæta menn í "hreppstjórabeygjum" Haraldar bílstjóra ... eða hringtorgunum.
Kalli, hinn sænski samstarfsmaður minn, er voða hrifinn af hrifningu minni á Stieg Larsson (Karlar sem hata konur). Hann vill meina að höfundur bókanna þriggja sé í raun að skrifa um fullorðin Kalla Blómkvist og Línu Langsokk ... (Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander). Kalli sagðist geta lánað mér hinar tvær bækurnar ... á sænsku. Er séns að einhver hér í bloggheimum geti kennt mér sænsku á mettíma?
Annars las ég Alkasamfélag Orra Harðarsonar í gær og fannst hún skrambi góð. Orri lítur á AA-samtökin sem sértrúarsöfnuð og er ekki hrifinn. Ég fór reyndar á frábært S.Á.Á. fjölskyldunámskeið 1987 en eftir það prófaði ég nokkra Al Anon-fundi (aðstandendadæmi AA) en fann mig aldrei þar, einhverra hluta vegna. Kannski út af trúardæminu. Samkvæmt bókinni er ég á hnefanum og næ aldrei bata ... því er nefnilega líka haldið fram að aðstandendur VERÐI að sækja fundi til að hrapa ekki ofan í gryfjur meðvirkni og vanlíðanar ... og fell þá kannski næst þegar ég sé gamla, blinda konu reyna að komast yfir götu og býð fram aðstoð. Þannig myndi meðvirkni mín tefja konuna frá því að læra að bjarga sér ... sumir rugla algjörlega saman hjálpsemi og meðvirkni. Annars hafa AA-samtökin hjálpað mörgum, þekki nokkra afar ánægða þar sem hafa náð góðum árangri, EN það sama hentar bara ekki öllum, við erum svo ólík og ein leið getur því aldrei verið sú eina rétta.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 38
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 676
- Frá upphafi: 1505967
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.10.2008 kl. 11:26
Lestu bara sænskuna, ekkert mál. Svo hringirðu bara í mig ef þig vantar orð (ég hef aldrei lært sænsku en sænskar spennusögur eru bara svo góðar!!!!) - þurfti einu sinni að þýða smá brot úr ljóði úr sænsku og það gekk ágætlega þar til ég fann orðið ,,struntar" ekki í orðabók. Hringdi í Ernu Indriða, sem lærði í Svíþjóð, og hún gaf mér þýðinguna: Gefa skít í ... þannig að þetta er bara danska með nokkrum skrýtnum orðum og vinkonu hinu megin við símalínuna ;-) - og svo varðandi hitt dæmið: One size fits all, hefur alltaf verið della!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.10.2008 kl. 11:58
Ég tala sænsku betur en Karl Gústav (sem er ekki svo merkilegt, múha).
Ég skal kenna þér á methraða. Nú eða Anna eða Anna. Jenný Anna er alltaf til.
Rosalega eru sumar nafngiftir ófrumlegar.
Alkasamfélagið er áhugaverð bók og ég er hrædd um að hún verði þögguð í hel, það er ekki mikill stemmari fyrir umræðu í sumum leynifélögum.
Meðvirkni? Já það er víðtækur misskilningur í gangi hvað varðar hana. Eins og þú segir maður má ekki rétta hjálparhönd þá er meðvirknin að versna.
Alls ekki hjálpa gömlum konum yfir götu - það er ÓGEÐSLEG meðvirkni.
Loveu
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 13:20
Ég ætla að reyna að taka sem minnst þátt í umræðum um bókina hans Orra en langar að benda á að það stendur skýrum stöfum í AA-bókinni að þetta (12 sporaleiðin sem bent er á í bókinni) sé hugsanlega ekki eina leiðin til bata og að þeir (höfundar bókarinnar og samfélag þeirra sem nýtt hafa sér kenningar hennar) taki glaðir hattinn ofan fyrir þeim sem finna aðra lausn.
Að því sögðu tek ég minn ímyndaða hatt ofan fyrir Orra og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.
Marilyn, 27.10.2008 kl. 13:27
Held að Orri hafi fremur gagnrýnt að AA -fundir væri skylda á hinum "ýmsustu" stöðum, t.d. í eftirmeðferð og brottrekstrarsök að mæta ekki, og jafnvel hjá fangelsunum, hann segir að þegar t.d. ákveðinn þingmaður lauk afplánun sinni í fangelsi fór hann á Vernd og þurfti að fara reglulega á svona fundi ... viðkomandi er bindindismaður.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.10.2008 kl. 13:42
Jáhhhh ég er ógeðslega meðvirk og les bara mitt eigið blogg ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 14:29
Taktu mark á Önnunum Gurrí mín og helltu þér út í að lesa sænsku. Hún er að verulegu leyti eins og íslensk mállýska og þó þig vanti orð á stöku stað spillir það ekki heildarskilningnum. Ég veit þú átt eftir að skella upp úr hvað eftir annað -- bara af því það er svo gaman að lesa sænskan texta!
Sigurður Hreiðar, 27.10.2008 kl. 14:39
Er búin að sjá og lesa viðtöl við hann og hann hafði reyndar ekki talað um þetta þar (þetta með skyldumætinguna sem er þá eitthvað stjórnsýslu eða meðferðarbatteríis "red-tape" og á ekkert skylt við AA-samtökin sem slík - AA og SÁÁ er ekki það sama). En hann var að tala um í þessum viðtölum hvernig þetta (AA og 12 sporin) væri kynnt sem eina rétta lausnin, hvernig þetta væru trúarsamtök og fordóma fólks í AA-samtökunum gagnvart þeim sem ekki voru að ná lausninni, þess vegna ákvað ég að koma með þessa ábendingu.
Annars er ég auðvitað ekki búin að lesa bókina svo ég ætla að hafa sem fæst orð um þetta.
Marilyn, 27.10.2008 kl. 15:04
hæ gurry min .
mér finst að það hafi allir gott af þvi að lesa AA bókina .
það er nú svoleiðis að það hentar ekki öllum það sama .
En hver hefur ekki gott af þvi að vinna í sjálfum sér , og skoða sjálfan sig og sina hegðun, og breyta þvi sem hún getur breytt og hafa vit til að greyna þar á milli .
margir þurfa á þvi að halda td v/ uppeldis, vanliðan ,ýmisa vandamála sem kemur upp i lifinu .
það er lika talað um trúna en við trúum á svo misjafnt og það er bara gott en aðalmálið er að trúa á eitthvað , td er ekki slæmt að hafa meiri trú á sjálfan sig og lifa á innri ró .
kv mæja
maria (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:05
Þegar ég var í félagsfræði í HÍ þurfti ég að lesa langa og lærða grein um hvítasunnusöfnuðinn á sænsku. Þar voru allir alltaf að doppa. Ég hélt að fólkið í þessum söfnuði væri allt örgustu dópistar þar til ég fékk þá skýringu að doppa er niðurdýfingarskírn.
Helga Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 19:47
Orri kallinn hefur heldur betur farið fram úr sjálfum sér með því að skrifa þessa bók, sumir halda að þarna sé einhver nýr sannleikur á ferðinni en það er ekki málið, margir hafa skrifað bækur um reynslu sína sem alkar og telja sig hafa höndlað sannleikann með hvað sé besta leiðin og er það yfirleitt einhverjar sérleiðir sem hafa verið reyndar í mörg ár en ekki borið árángur, það sama er að segja með bók Orra þetta er leið sem margir hafa reynt að fara að vera edrú á sjálfsþekkingunni einni saman en það stríðir gegn öllu sem vitað er um alkóhólisma.
Það sorglega er að þeir sem hafa skrifað bækur um sína reynslu eða látið skrifa um sig bækur eftir svona stutta edrúmennsku hafa flest allir dottið aftur í það og hafa sokkið mikið dýpra en áður, þessir alkar eiga flestir erfitt með að snúa til baka eftir það því skömmin er svo mikil að þeir megna ekki að horfat í augu við hana.
Ég vona svo sannarlega að Orri nái að halda sér edrú á sjálfsþekkingunni einni saman en það er ekki miklar líkur á því samanber reynslu annarra.
Í sambandi við meðvirknina þá ert þú eitthvað að rugla saman hvað meðvirkni og hjálpsemi er því þetta dæmi með gömlu konuna er hjálpsemi ekki meðvirkni og þetta myndir þú kannski vita ef þú stundaðir fundi í dag og hefði unnið prógrammið:)
Eitt verður þú samt að hafa á hreinu að það er hvergi talað um í AA bókinni að alkinn verði að stunda AA fundi og í reynd er varla minnst einu orði á AA fundi í bókinni þá ekki nema kannski í reynslusögunum, þetta kemur frá SÁÁ og fólk má ekki rugla þessu tvennu saman enda tvennt ólíkt.
Kreppa Alkadóttir., 27.10.2008 kl. 21:03
Kreppa Alkadóttir hlýtur að fara að opna ráðgjafastöð......fyrir ALLA.
Segðu mér; hvar eru bestu að versla bíla og eldhúsgardínur?
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 21:33
Afsakið að ég gríp frammí hér.
En Kreppa góð, þú verður að skilja gálgahúmor Guðríðar varðandi meðvirknina.
Sjáðu, sko sem dæmi er hún alveg hætt að kommenta á minni síðu aþþí hún telur sig meðvirka í rökræðu minni um sjálfan mig.
Góðar stundir...........
Þröstur Unnar, 27.10.2008 kl. 21:39
Æj.... það er svo leim að útskýra brandara........... ;)
....og Þröstur - þér er fyrirgefið!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 22:38
Ég kom einmitt inn hér aftur til að útskýra fyrir Þresti að það á ekki að útskýra brandara, það útskýrir sig sjálft.
En Hrönn var á undan mér - great minds think a like
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 22:44
Það má sko alveg útskýra brandara ef einhver missir sig hérna á meðan ég er að lesa! Takkkk! Farin að kommenta hjá Þresti!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:09
Það er bara gaman af því þegar maður misskilur eitthvað, gott að átta sig á að bloggeiandi er ekki svo vitlaus eins og hann virtist í fyrstu.
Jenný kannski ég geri það, eitthvað hitti þetta þig illa sem ég sagði kannski það hafi verið sannleikskornið í þessu sem snerti við þér því yfirleitt kemur ekki eitthvað illa við mann nema það snerti innstu strengi;)
Kreppa Alkadóttir., 27.10.2008 kl. 23:59
Þetta hittir mig svakalega illa fyrir - jájá.
Gaman að þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 00:01
Hahahhaahah, ég dey!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2008 kl. 10:05
Guð minn almáttugur Helga...ég hefði dáið...langa og lærða grein um hvítasunnusöfnuðinn á sænsku...ég hefði hætt í náminu
Þið eruð æði konur!! Það er hryllings leim að þurfa að útskýra brandara
alva (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:22
innlitskvitt ;)
Aprílrós, 28.10.2008 kl. 16:15
Knús knús og ljúfar kveðjur:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:21
knús og innlits-kvitt..
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:37
Knús á móti og góða nótt, elskurnar! Bloggletin (annríkið) að fara með mig í dag, sá samt boldið og það var djúsí ... sundurklipptur brúðarkjóll Taylor og alles ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:18
Þetta heita líka "sénsabeygjur", Gurrí mín.
Sé að þú ert komin með svo marga sænskukennara að mér er ofaukið. Prata annars sjö sænskar mállýskur, t.d. Skaansku og Smálensku, þannig að þú hefðir getað valið... (Bendi svo á að núorðið er alveg harðbannað að gera grín að "Knugen", þar sem hann svo orðblindur, blessaður, að hann getur ekki skrifað nafnið sitt, eins og margur steypuklumpurinn er til vitnis um)
Þetta með meðvirknina o.fl. er svo athyglisverð pæling, en aðeins of djúp fyrir mig, svona seint um kvöld. Nema hvað ég held að við ættum ekkert að vera að hætta að hjálpa gömlu fólki yfir götur.
Get hins vegar ekki hætt að hlæja að ummælum aldarinnar, sem Gretar Eir rifjaði upp -að gefnu tilefni, reyndar óskemmtilegu- á blogginu hennar Birgittu.
Þegar Keikó bárust morðhótanir sagði minn ágæti gamli kollegi, Hallur Hallsson, að þetta segði sko miklu meira um hótarann en Keikó...
Er ekki lífið yndislegt, þrátt fyrir allt ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 03:10
Hæ Gurrý, heldurðu að þú gætir ath hvort Orri Harðar ( ef þú þekkir hann eitthvað) eigi til diskinn sem hann gaf út, minnir að hann hafi heitið drög að heimkomu , er ekki viss samt. Enn ég átti diskinn og hef því miður glatað honum :( Væri sko til í að kaupa hann aftur :) ef þú gætir ath það... Kærar kveðjur til þín og systur þinnar Ég er alveg með okkar samtal á bak við eyrað ,, það kemur tími og þá færð þú að njóta hans......
Erna Friðriksdóttir, 29.10.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.