30.10.2008 | 00:17
Lestur, vinna, spælandi kökuferð og blessað boldið
Hér í himnaríki hefur bara verið unnið og lesið. Las skemmtilega barnabók, svolítið óvenjulega, Funhildur heitir hún, er búin með Guðmund Andra, dásamleg bók alveg, er svo með tvær í takinu núna, glæpasöguna góðu eftir Jón Hall og ævintýralega unglingabók sem heitir Göngin. Ég hef varla tíma til að vera til, hvað þá hafa magasár yfir kreppunni. Aumingja sjónvarpið, ég vanræki það þvílíkt, eins og bloggið, en ekki boldið. Og auðvitað ekki Kiljuna sem var mjög skemmtileg að vanda í kvöld.
Svo var ég aðeins á ferðinni í dag með ljósmyndara sem myndaði glæstar tertur í kökublaðið okkar sem er í undirbúningi en þar sem voru döðlur í öllum kökunum og hnetur, möndlur og rúsínur, ásamt döðlum í einni var þetta ekki fitandi ferð. Síður en svo, eiginlega bara frekar spælandi kökuferð.
Litla stúlkan með engilsásjónuna, Alexandría, eyðilagði brúðkaup föður síns, Thorne, og væntanlegrar stjúpmóður, geðlæknisins Taylor, (sem drap óvart mömmu hennar með því að keyra drukkin á hana) með því að klippa brúðarkjólinn í tætlur sem fattaðist nokkrum mínútum fyrir athöfnina. Hún fékk faðmlag fyrir og var sagt að hún væri bara ekki tilbúin. Ef þarna er ekki verið að búa til fjöldamorðingja framtíðar þá veit ég ekki hvað. Forrester-fjölskyldan hélt blaðamannafund og sagði frá nýstofnaða tískufyrirtækinu og Nick, sem á núna gamla Forrester-fyrirtækið, horfði stjarfur af reiði á þetta í sjónvarpinu. Hann sagði mömmu sinni að hann ætlaði að ná sér niðri á þeim með afdrifaríkum hætti. Svo man ég eiginlega ekki meira. Nú er það bara upp í rúm að sofa og hlakka til spennandi strætóferðar í fyrramálið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Matur og drykkur, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 48
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 686
- Frá upphafi: 1505977
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 553
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gurrí góð í bakinu,
gengst nú upp í skakinu
Er með TVÆR í takinu,
tilbúnar á lakinu!?
Gaman að þú sért sátt við Andra frænda!
West Ham tapaði fyrir M.U. Slæmt!
Duflkveðjur!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 00:57
Hmmm, eru kökurnar sem myndirnar eru af sem sagt ætar (fyrir aðra en hnetu-, möndlu- og döðluhatara?). Ég man nefnilega þá tíð á vikunni að allur góður matur og eflaust kökur líka, voru pensluð með einhverju ógeði til þess að láta það líta betur út á mynd. Hrmmppppfff! Og svo er auðvitað skemmtilegasti kökublaðsbrandarinn þegar ég lag leiðréttingu á kökublaðinu eitthvað á þessa leið: Á bls. x. á að vera 100 g af hveiti, ekki 1000 g, á bls. x. vantaði 1 msk lyftduft, í kornflekskökunum átti að vera 3 bollar af kornflexti (o.s.frv. þetta með kornflexið og lyftiduftið var þarna alla vega og líka rangt, mjög rangt, magn af hveiti - þarf að finna þetta við tækifæri).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.10.2008 kl. 01:03
Þessar leiðréttingar eru EKKI frá mínum tíma á Vikunni, heldur talsvert fyrr, og einmitt ÞESS VEGNA sem það er fyndið.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.10.2008 kl. 01:04
Hahhaahha, kakan sem er á myndinni er rammstolinn af google, Lemon Cake, hét hún þar, ... og okkur á Vikunni myndi ekki detta í hug að pensla þær með einhverjum óbjóði til að þær líti betur út, ekki séns. Annað hvernig við förum með okkur ... til að gera okkur sæta!
Já, slæmt hvernig leikurinn fór, Magnús.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.10.2008 kl. 07:27
Hm, ekki bloggað í sextíu klukkustundir? Það bara allt að fara til fjandans á Los Klakos, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:09
Eina sneið takk!!! Sé bara þessa geðveiku hnallþóru ...
www.zordis.com, 30.10.2008 kl. 15:59
Er einmitt á leiðinni heim í kvöld með Göngin og fleiri bækur með mér. Hann var svo freistandi bunkinn á borðinu hans Kristjáns að ég lofaði að skrifa um bækur fengi ég þær lánaðar.
Helga Magnúsdóttir, 30.10.2008 kl. 18:09
knús knús og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:36
Elskku kona. Ég lofa því að baka einhvern tíma handa þér dísæta djöflatertu með mergjuðm marengs og ekki svo mikið sem hugsa um rúsínur eða hnetur eða döðlur eða möndlur á meðan ég stend yfir hrærivélinni!
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.