Meinlaus, fimmtug kattakerling á strætó ... sjúr!

Í bráðum tvö ár hef ég bloggað undir nafninu Guðríður hér á Moggabloggi. Ég hef eignast þúsundir bloggvina á þessum tíma sem trúa því í fúlustu alvöru að ég sé meinlaus kattakerling um fimmtugt, alltaf á strætó. Raunveruleikinn er þó allt annar. Ég hef nú afráðið, vegna sérstakrar ástæðu, að „koma út úr skápnum“ og segja sannleikann.

Stjórnarráðið og nágrenni ...Fullu nafni heiti ég Tómas Einarsson og vinn hjá Leyniþjónustu Íslands sem er til húsa á 5. hæð í stjórnarráðinu. Nú vilja einhverjir meina að húsið við Lækjartorg sé bara tveggja hæða með kjallara og risi en sú blekking, eins og svo margar aðrar í þessu þjóðfélagi, er gerð með speglum. Aðrir vilja eflaust líka meina að það sé engin leyniþjónusta á Íslandi en það er kjaftæði!

Það var ekki auðvelt að koma þessari bloggsíðu saman. Mér hugkvæmdist að búa til frábæran karakter, dásamlega, siðprúða konu sem ekki mátti vamm sitt vita, pipraða kattakerlingu sem ekki fylgdi neinum pólitískum flokki að málum. Það var líka spennandi og ögn hættulegt að gæða hana femínisma og hætta á því að karlar færu að hata hana sem mátti alls ekki.

ÞrösturJennýHlutverk mitt í þessum einum mesta blekkingarleik íslenskrar bloggsögu var m.a. það að setja inn færslur um sápuóperuna Bold and the Beautiful til að sýna almenningi að ríka fólkið hefði það ekki endilega svo gott og væri ekki alltaf hamingjusamt. Það átti að gera fólkið auðsveipt og sátt við hlutskipti sitt eftir að trúleysi jókst á landinu. Það voru bara Þröstur og Jenný sem sáu í gegnum þau skrif og fussuðu. Ég viðurkenni að mig langaði stundum til að láta þau hverfa.

Einnig var mér falið að skrifa um ímyndaðar strætóferðir milli Reykjavíkur og staðar sem fyrirfinnst ekki á nokkru korti, Akraness. Enginn áttaði sig á þessum blekkingum og þúsundir manna flykktust í kjölfarið út á strætóstoppistöðvarnar og hófu þennan nýja lífsstíl sem hefur sparað ríkinu minnst þrjár milljónir í viðgerðakostnað á gatnakerfinu. Það fréttist af þessu alla leið til Indlands og hafa þónokkuð margir Indverjar flutt til landsins til að njóta strætóferða.

Einarsbúð er auðvitað sköpunarverk mitt, enda veit hver heilvita manneskja að það fyrirfinnst bara slík ljúfmennska gagnvart viðskiptavinum í Kjötborg við Ásvallagötu.

Blekkingin náði líklega hámarki í þáttunum Útsvar og við það, eins og annað, var notast við spegla til að blekkja áhorfandann. Ekki einu sinni tæknimenn RÚV föttuðu að keppendur fyrir „Akranes“ voru ekki á staðnum, heldur var notast við ýmis leynileg tæki og tól, m.a. kynlífsdúkkur og herðatré.

Guðríðarpersónan RitvaÞessi persóna Guðríður er líklega það verkefni sem ég er hreyknastur af á öllum mínum ferli. Á google.com fann ég mynd af gullfallegri finnskri konu og hef notað hana sem hluta af dulargervi bloggsins.

Starf Guðríðar flæktist líklega mest fyrir okkur. Á einum fundinum kom Björn með þá snilldarhugmynd að gera persónuna að blaðamanni á tímariti, jafnvel aðstoðarritstjóra. VikanVIKAN var eina tímaritið sem okkur fannst koma til greina. Virðulegt, vinsælt blað sem þjóðin hefur lesið í 70 ár. Þetta hefur verið gott gervi þótt það reyndist nokkuð erfitt í framkvæmd í fyrstu. Búin var til nokkurs konar flétta sem miðaðist að því að öllum á Birtíngi fyndist þeir vinna með þessari persónu og enginn áttaði sig á því að hún var ýmist í kaffi, í mat, úti í smók, í matsalnum, á klósettinu eða úti í viðtali. Þetta gekk upp, ótrúlegt en satt, og þessi guðríðarpersóna fékk meira að segja laun um hver mánaðamót. Launin hafa runnið til Kattavinafélagsins, mér tókst að ná því fram. Ég er kattavinur, lét persónuna eiga tvo ketti og gat ekki stillt mig um að láta annan þeirra heita í höfuðið á mér. Já, ég á það til að ögra.

HimnaríkiMér er farið að þykja skrambi vænt um þessa gervipersónu og ber meira að segja föðurlega ást til erfðaprinsins, sem er bara ímyndun eins og himnaríki. Þess vegna ákvað ég að hætta þessu Moggabloggiríi áður en ég fer til Finnlands til að kynnast Ritvu sem myndin er af.

HelvítiÉg er þó hvergi nærri hættur að blogga og mun halda áfram undir nafninu Gurrí á öðrum stað. Fólk má búast við meira ofbeldi og kynlífi í færslum mínum þar, enda erfitt fyrir mig að halda mig innan þeirra fáránlegu siðsömu marka sem eru skilyrði á Moggablogginu. Mig langar að þakka ykkur fyrir allar heimsóknirnar, kommentin, vináttuna og stuðninginn, hjartans dúllurnar mínar, eins og þessi guðríðarpersóna myndi orða það, sjáumst á blogginu á www.dv.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu Tommi minn ertu nokkuð líka i ríkisstjórninni ,seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu eða öðrum bönkum eða ráðum. Bara að vita hvort þú svona vel dulbúin gætir ekki tekið að þér að vera sökudólgurinn af þessari kreppu. Annars bjartsýniskveðjur úr neðri Bláfjöllum þar sem tanta snýst í einhverjum spíral og vantar fast land undir fætur.

tanta (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Nú er ég loksins að fatta af hverju ég sé þig aldrei þegar ég mæti í vinnuna og geng í gegnum þitt vinnusvæði. Ég hélt að þú hættir bara snemma af því þú mætir á svo ókristilegum tíma. Annað sem mig grunaði, út af ókristilega tímanum sko, var að þú værir sofandi undir borði. Þér hefur samt einhvern veginn tekist að heilaþvo mig því allavega tvisvar hef ég talið að ég sæi þig í reykherberginu. Verð að játa að ég hef aldrei talað við þig, né séð nokkurn annan gera slíkt hér í Hálsaskógi.

Blessuð sé minning þín og megir þú næðis njóta á nýjum slóðum.

Helga Magnúsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert brilljant - LIÐHLAUPI.

Skammastín.

En ætili ég lesi þig ekki Tómas minn samt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

he e hehe heh e

Erna Friðriksdóttir, 30.10.2008 kl. 21:31

5 identicon

Þú ert þá maðurinn á hæðinni fyrir ofan mig sem spigsporar á háum hælum á kvöldin og bloggar undir þessu nafni?

Þorfinnur Guðnason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:06

6 identicon

Bídduu nú við..... ertu þá bróðir minn? Eða ekkert skyld/ur mér?

Hilda systir? (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:25

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Mig var farið að gruna ýmiselgt. Eins og þegar þú komst í vinnuna til mín órakaður með kvikmyndagerðarmann undir hendinni, líka órakaðan, slengdir konum upp á borð og heimtaðir stúdíómyndir af mér og leikföngum.

Mér var farið að líða hálf kjánalega þegar þú baðst mig að raða öllum dúkkunum upp í rúm, í einhverri ókunnuglegri í búð úti í bæ, og auðvitað fékkstu þekktan kvikmyndgerðarmann til þess að mynda mig táldregin, án þess að ég vissi af.

En þó þér til málsbóta, þá baðstu mig ekki að afklæðast.

Og svo komstu aftur nýrakaður Old-Spice lyktandi og þóttist eiga kvenkápu sem þú heimtaðir að yrði hreinsuð af öllum hugsanlegum smánarblettum kvenmanns. Sagðist vera að fara í sextugs afmæli einhverrar Guðríðar á fimmtuhæð.

Auðvitað bauðstu mér, en ég þekki svona kalla og læt ekki plata mig í eitthvað trillt stóðlífi.

En þetta hefði bara verði gaman ef þú hefðir bara verið sú Gurrí sem við vorum svo kát með, en allar hríðir stytta upp um síðir.

Þröstur Unnar, 30.10.2008 kl. 22:26

8 Smámynd: Eyþór Árnason

Ertu þá farinn, ertu þá farinn frá mér, hvar ertu núna, hvert liggur þín leið? ...Kveðja.

Eyþór Árnason, 30.10.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Aprílrós

hahahahaha ;)

Aprílrós, 30.10.2008 kl. 22:41

10 Smámynd: Júlíus Valsson

þú ert íhadsmaður eins og frændi minn Miðbæjaríhaldið.

Júlíus Valsson, 30.10.2008 kl. 23:07

11 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Hehe, ykkar beggja verður nú saknað, nú þarf maður að fara að fylgjast með bloggi á fleiri stöðum.

Sigríður Þórarinsdóttir, 30.10.2008 kl. 23:37

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það var þrennt sem að seldi mér ekki söguna.

Dásamlegu siðprúðlegheit perzónunnar, það að 'Vikan' væri enn að koma út, & að það væri virkilega gott að búa á meintu Akranezi.

En, boldið, jamm, ég trúði því alltaf..

Steingrímur Helgason, 30.10.2008 kl. 23:45

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.10.2008 kl. 01:01

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Steingrímur lét blekkjast af Boldinu... ekki ég.

En ég trúi því ekki - ég mun ALDREI trúa því - að þú sért að yfirgefa okkur. Hvort sem þú heitir Tómas eða Gurrí! 

Hvar á maður þá að fá Boldlýsingarnar sínar í beinni?

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:08

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gurri minn -á maður virkilega að trúa því þú sért bara illa rakaður dónakall eftir allt saman ?

I think not.

Skotta strækar líka algjörlega á þetta dæmi -segir þetta bara athyglissýki.

En hvað veit hún, enda bara tík ?  (Að vísu vitur og vís sjö hvolpa móðir...) 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 03:09

16 Smámynd: Einar Indriðason

Huh?  DV blogg hvað?  Það verður missir af pistlunum þínum á mínum daglega blogghring.  Ég svo latur að lesa annars staðar, sko.

PS.  fyrst þú ert í leyniþjónustunni... geturðu ekki komið vitinu fyrir ráðamenn?

Einar Indriðason, 31.10.2008 kl. 08:19

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

http://www.dv.is/blogg/gurri/2008/10/30/matarstraetoullablogg/

Smátilfærsla ... oggulítið klikk með tölvumúsinni ...og þar verða bold og bjútífúl færslur í löngum bunum, kynlíf, ofbeldi og dónaskapur ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2008 kl. 08:38

18 Smámynd: Marilyn

Ertu þá hinumegin í húsinu núna? fannst eitthvað dularfullt að þú skyldir ekki vera mætt í vinnuna þegar ég kom kl. 9.

Marilyn, 31.10.2008 kl. 09:47

19 identicon

Djöls snillíngur :)

Hrund (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:59

20 identicon

Ok nú er ég að fatta þetta allt saman ég skildi ekkert í því hvaða Gurrí væri alltaf að skrifa um mig og ég sá aldrei neina konu labba með mér upp súkkulaðibrekkuna í Hálsaskóg

Var farin að halda að ég væri orðin eitthað geð... þú veitst . Þakka þér fyrir Tommi minn að redda geðheilsu minni með því að upplýsa loksins þína réttu persónu.

Farðu vel með þig

og dreymi þig vel 

Sigþóra (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:28

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

híhí Tommi, líst vel á þig...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 11:29

22 identicon

Unaðslegt.....múhahahahahahaha

Elín (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:12

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þessi óráðsþvæla er farin að minna mig á Bettý eftir Arnald Indriðason, sem vel að merkja er langlélegasta bókin hans! En skil núna að fyrirmyndin sé finnsk, fallegar fraukur, þéttholda með risabrjóst og græn fiskaaugu, finnur þú ekki nema í FINNlandi!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 14:36

24 identicon

Það hlaut að vera; fífl get ég verið, hm! Bezt að fjárfesta í kippu af öli, áður en verðið hækkar, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:07

25 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi Gurri mín mikð á eftir að sakna þín vonandi kemur þú aftur plís

Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2008 kl. 15:31

26 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Almáttugur hvað ég hló!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.10.2008 kl. 16:18

27 identicon

Þú ert með fyndnari og skemtilegri bloggurum á blog.is

geturðu ekki bara endurskoðað það að hætta að blogga hér???

Eiki (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:27

28 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já ssssæll.....eigum við að ræða það eitthvað???? hehehehehehe.....

Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:01

29 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þetta var allt eitthvað svo loðið

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.11.2008 kl. 01:07

30 Smámynd: www.zordis.com

Hvað sem öðru líður þá er kaffið þitt ekki það versta og old spice lyktin kveikti í konuræfli ....  Nýr vettvangur, nýtt líf, ný tjallenge.  Gangi þér vel í hazarnum!

www.zordis.com, 1.11.2008 kl. 16:45

31 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hvað get ég sagt? Tómas!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.11.2008 kl. 16:59

32 identicon

Noh! Manni er refsað fyrir að kíkja ekki á þig í dágóðan tíma ... og nú ertu að hverfa yfir á dv.is ... hmmm.... jæja, gangi þér vel þar og takk fyrir allt sem þú hefur gert hér á bloggheimum. Þú átt engan þinn líka og það gerir þig líka eins æðislega og þú ert. Kærustu kveðjur að norðan!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:38

33 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég vissi etta ! Það var eitthva bogið við þetta allan tímann. Því segi ég:  TAKE THIS BLOG AND S........... I ...... HERE NO MORE

Kjartan Pálmarsson, 1.11.2008 kl. 23:42

34 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Hæ  gurrí eða hvað þú vilt kalla þig . hafði spionerað a þig annsi leng he he hélt nu lengi að ég vissi hver þú ert .  litla systir  Minervu úr Arnarholti... en það gat ekki verið satt. Úr Háholtinu  hékkst þú á girðingunni og horfðir yfir til okkar. Eg fletti ofan af þér þegar þu skrifar um  strætó,  akranes, mosó.*A hvaða öld lifir þú.Ha. Ha Akraborgin stendur fyrir samgöngum her á milli... Og Himnariki er ekki  á Skaganum en það er til hús sem heitir Heimsendi.  Vikan er löngu niðurlagt vikublað saman með Fálkanum  sáluga.  Boldið  það eina sem þu hefur rétt í enn þú ert ekki komin eins langt i manus  eins og ég...kem til með að sakna þin af moggablogginu. Kem til með að fylgjast með þér í framtíðinni. Mvh, CSI.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 00:37

35 Smámynd: Yngvi Högnason

Þakka fyrir líflegt blogg í gegnum tíðina og leitt að sjá ekki blogg frá þér fyrr en þú byrjar hér aftur. En bloggið er eins og Vikan og Séð og heyrt, sem maður leitar ekki eftir en skoðar kannski ef að maður rekst á ,t.d. á biðstofu læknis eða þ.h..

Yngvi Högnason, 2.11.2008 kl. 10:24

36 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Tómas minn, ég hefði nú haldið að þú létir þetta viðgangast í lengri tíma .... af hverju koma útúr skápnum núna? Ástarkveðja, Tómasína.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:58

37 identicon

Vertu sæl/sæll...þín mun verða saknað og verður lesið á dv.is takk fyrir skemmtilega samveru hérna.

alva (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:45

38 identicon

hvað þýðir þetta á venjulegu máli,hætt?farin eitthvað annað?ég var rétt að læra hvernig ég gæti lesið pistlana þína ,og hvað?þarf ég að skipta um eignarhald á síðunni?ég er sko enn að hringja þrjár langar,ein stutt og þetta er of flókið,kveðja Bára ekki svo klára

Margret Bára Jósefsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:27

39 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ Gurrí mín...ég sakna þín héðan en óska þer alls hins besta í nýju bloggheimkynnum þínum....Snökt

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 17:37

40 identicon

kondu sæl og blessuð gurry min .

hvað er að gerast i himnariki ?

ert þú nokkuð að reyna að vera eins og ráðamenn þjóðarinnar , talar út og suður og enginn skilur neitt.

bara??????????????????????????????????????????????

kv mæja pæja

mæja pæja (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:51

41 identicon

Komst upp um strákinn Tuma.

ella (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:10

42 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Why, why, why???

Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 19:06

43 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Butterfly Glitter Graphic - 1Ljúfar kveðjur inn í góðan dag og láttu þér líða vel elsku vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 10:16

44 identicon

...af hverju ertu að flytja ??

Hulda (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:33

45 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Já...sæll...þarf að ræða það eitthvað????? Nei ég hélt ekki...þú ERT ógeð fyndin kona/kall.....?!!!???

Múhaha...

Bergljót Hreinsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:17

46 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með blogginu þínu Gurrý mín og þessi færsla gæti nú bara verið byrjun á nýrri spennubók annars njóttu þín vel á dv bloggi kanski rekst maður á þig þar hafðu það sem best

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:08

47 Smámynd: doddý

höfum við fengið lán frá finnum líka?

góða ferð og bið að heilsa á dv kv d

doddý, 8.11.2008 kl. 22:18

48 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Já sjúr

Kv af Snæfellsnesi

Sigurbrandur Jakobsson, 10.11.2008 kl. 21:40

49 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 23:06

50 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Snökt, snökt...(vegna miskunarlausu feministabeljunnar, sem nú hefur yfirgefið okkur og þá einkum og sér í lagi mig!)

Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 17:58

51 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Sko, Tomas minn, thu aldeilis blekktir mig, ertu kannski salfraedingur? Thu lest mig halda ad eg vaeri ad tala vid hana Gurri thegar hun gerdi vidtal vid mig i gegnum tolvupost, audvitad var thad ekki gert i gegnum sima, nuna skil eg af hverju.... En, eg er adeins ad spa, hvernig forstu ad thvi ad hljoma eins og kvenmadur thegar eg hringdi i thig i fyrra sumar? Ja, audvitad, thu ert med svona apparat sem breytir roddinni thinni, snidugur ertu, kall!!!!!! Eg mun nu samt halda i hana Gurri mina, thvi ad bakvid hvern karlmann er enn betri kvenmadur, thannig ad hun er greinilega thinn betri helmingur Fardu vel med thig, Tommi minn...

Bertha Sigmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband