Færsluflokkur: Væmni
10.5.2008 | 23:42
Æ, strákar mínir á Stöð 2
Nú er martröðin hafin! EM í fótbolta að byrja og þá skal passað upp á að kvenfólkið verði á réttum stað, eða yfir dramaþáttum og ástarvaðli í sjónvarpinu sem á að vera sárabót fyrir þennan fótbolta sem allar stelpur hljóta að hata. Nú skal fetað í fótspor SkjásEins sem gerði þetta í hittiðfyrra við miklar óvinsældir margra kvenna ... og karla. Það var nefnilega annað hvort fótbolti eða væl.
Ég er löngu hætt að sætta mig við að vera dregin í dilka: stelpurnar skulu vera hér yfir dramavæmninni og strákarnir þar yfir fótboltanum, helst ropandi, prumpandi og klórandi sér í bumbunni (staðalímynd af körlum). Ég fyllist heitri bræði þegar ég hugsa um alla fótboltaleikina sem þetta hefur kostað mig í gegnum árin ... af því að umhverfið sagði mér að stelpur fíluðu ekki fótbolta, bara strákar, fótboltaleikir væru ömurlegir og það væri eðlilegt að ég ryksugaði á laugardögum og horfði reið og sár á manninn minn sem var neyddur til að horfa á fótboltann af því að það var svo karlmannlegt. Vá, ég var að fatta af hverju maðurinn minn heimtaði skilnað ... fjárans Nilfisk.
Annars heillar sjónvarpsgláp mig ekki á sumrin, enda lélegri dagskrá á boðstólum (nema fótbolti og Formúla og fréttir). Já, ég er konan sem horfir bara á sjónvarpsefni sem byrjar á F-i. Þetta er orðinn vítahringur, sjónvarpsstöðvarnar eyða engu púðri í efni af því að það horfir örugglega enginn á sjónvarp á sumrin. Og það er ekki horfandi á sjónvarp af því að ... já, og svo framvegis. Svipaður hugsunarháttur og á gamlárskvöld eftir miðnætti þegar bara eru á dagskrá endursýndar myndir ... af því að ALLIR eru úti að skemmta sér, sjúr!
Jæja, strákar mínir á Stöð 2, hættið þessu staðalímyndakjaftæði, sýnið báðum kynjum virðingu, það er komið árið 2008.
Við mörðum jafntefli í dag, Skagamenn, í þessum fyrsta leik sumarsins. Erfðaprinsinn fór á völlinn með ÍA-trefil um hálsinn og fannst afskaplega gaman. Ekki heyrðist kattarins mjálm í himnaríki þegar mörkin tvö voru skoruð, þvílík fagnaðarlæti, gestirnir (Breiðablik) eiga sér greinilega háværan stuðningsmannahóp líka. Ég horfði til skiptis ofan af svölunum og svo sat ég líka og fylgdist með útsendingu á mbl.is, þar uppfærast allar nýjustu fréttir á mínútu fresti. Snilld! Annars bara letidagur.
Væmni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2007 | 22:32
Loksins litlufrændablogg
Langt síðan ég hef rænt mynd af litlu frændum mínum af heimasíðunni þeirra. Ísak og Úlfur stækka ört og dafna vel, eins og sést á myndinni.
Eldri mynd af þeim síðan í apríl er til samanburðar hér til hægri, mikil breyting. Að auki fóru þeir í aðra aðgerðina sína í millitíðinni.
Börn þroskast svo hratt á fyrsta árinu sínu. Erfðaprinsinn fæddist t.d. með slétt, svart hár og leit út eins og Ella frænka en ársgamall var hann kominn með ljósar krullur og líktist pabba sínum!
Væmni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.7.2007 | 09:22
Fögur og fljótsnyrt
Vaknað 6.23 og andvarpað, aðeins 18 mínútur í brottför strætó frá Skrúðgarðinum. Hrein, falleg en nokkuð gömul fötin tilbúin á stól við rúmið (sett þannig að kettirnir geti ekki lagst á þau), sokkar enn í þurrkaranum, þeir sóttir. Horft á kaffikönnuna, einhver tími? ... nei. Strætó náð og það án þess að hlaupa eða stressa sig á nokkurn hátt, aðeins þetta kvenlega andvarp við vöknun. Mikið er gott að vera svona fljótsnyrt á morgnana!
Undanfarið hef ég verið að pæla í því að það væri kannski mögulega svolítið sniðugt að ganga út, jafnvel bara skrambi hentugt, sérstaklega ef maðurinn er handlaginn því að þótt smiðurinn minn hugsi mikið til mín lagast svalaumbúnaðurinn ekki neitt og ég kann EKKERT á svona smíðadrasl. Það styttist líka í veturinn og það er nú ögn hlýlegra að hafa karl í fanginu en kött. Það styttist líka fáránlega í að ég verði 49 ára, eða 12. ágúst nk., og það vill enginn 49 ára gamla konu, eins og allir vita. Ég hef því lagst í ýmsar handbækur undanfarið um árangursríkar karlaveiðar, meira að segja las ég Handbók piparsveinsins, sem ég fann uppi í hillu, en hún reyndist bara vera fyrir stráka, eins og nafnið gefur til kynna. Handbók einstæðra mæðra: Íslenskir milljarðamæringar, var lítið skárri. Þá datt ég ofan í gamla Viku þar sem mátti finna veiðiaðferðir á frelsaða karlmenn. Ég hló subbulega í upphafi en svo fór ég að hugsa alvarlega um þetta ... Ég bý líka í næsta húsi við KFUM-húsið á Skaganum og hæg heimatökin. Ætla að prófa að negla einhvern með einhverri af þessum setningum: 1) Flott biblía! 2) Meiddir þú þig þegar þú féllst af himnum ofan? 3) Ertu syndugur maður vegna þess að þú STALST hjarta mínu? 4) Ég er að fara að mála mynd af Jesú, viltu sitja fyrir?
Æ, annars, ég held að ég nenni þessu ekki. Það mátti vissulega velta þessu upp í morgunsárið! Takk fyrir að hlusta. Argggg!
Megi dagurinn ykkar, bloggvinir góðir, verða FRÁBÆR!
Væmni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
12.7.2007 | 19:34
Sætir frændur og sofandi systir í sófanum
Nú er orðið allt of langt síðan ég hef birt mynd af ástkærum frændum mínum, Úlfi og Ísaki sem fæddust 19. desember sl. Þeir eru tvíeggja en voru samt báðir með skarð í vör á nákvæmlega sama stað, einnig klofinn góm. Önnur myndin af þeim er tekin morguninn sem þeir fóru í aðgerð númer tvö. Þeir eru svo yndislegir ... fékk fiðrildi í hjartað þegar ég sá nýju myndina af þeim, allt of langt síðan ég hef hitt þá.
Hilda heimsótti þá í dag og var í svona krúttkasti a la Jenfo á eftir. Hilda er í sólarhringsfríi frá sumarbúðunum ... og sefur inni í stofu, heheheheh! Þyrfti að fara að vekja hana til að hún sofi ekki af sér fríið á Akranesi, hún var búin að hlakka svo til að fara heim í Kópavoginn (of oll pleisis). Hún átti erindi í raftækjaverslun á Skaganum, Hljómsýn, held ég að hún heiti, og mikið fengum við góða þjónustu þar. Kaffi og meðððí á Skrúðgarðinum var næst á dagskrá. Þægilega svalt var inni og galtómt sem er óvenjulegt. Kíkti út í garð og þar sat fjöldi fólks og sólaði sig. Jæja, best að vekja Hildu.
Væmni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
11.7.2007 | 21:52
Játningar úr himnaríki plús smá bold
Einhver vírus eða eitthvað virðist vera að ganga á Netinu ... virðulegasta fólk er klukkað, sumt jafnvel fjórum sinnum, og verður að opna hjarta sitt fyrir bloggvinum sem halda virkilega að þeir viti ekki allt ... Reyndi að taka saman eitthvað sem er kannski ekki endilega á allra vitorði ... án þess þó að afhjúpa öll fjölskylduleyndarmálin. Er búin að klukka Dodda og Þröst Unnar. Kann ekkert rosalega vel á svona leiki.
Átta virkilega háalvarlegar og opinskáar játningar:
1) Kann ekki að nota matarlím.
2) Þoli sjaldnast tónleikaútgáfur af lögum.
3) Hef ekki farið í sund í 20 ár, fyrir utan smásvaml í sundlaug í Hrútafirði á síðustu öld. Heitir pottar eru heldur ekki á vinsældalistanum.
4) Finnst lax, silungur og slíkt ferlega vondur matur, nema reyktur.
5) Leigði mér Bodyguard (Whitney Houston) á spólu eitt árið.
6) Líður langbest í 10-15°C og forsælu ... sól er stórlega ofmetin til baða.
7) Nagaði neglurnar í 40 ár. Er nýhætt af því að fólk hætti að skipta sér af því.
8) Þoli ekki nísku, þá meina ég ekki sparsemi eða varkárni í fjármálum.
ANNAÐ:
Ástumálin: Ásta kíkti í stutta heimsókn í kvöld. Fæ sjaldan kvöldgesti á virkum dögum, eins gott að hún þarf að vakna klukkan sex eins og ég, annars værum við enn að spjalla! Spiluðum nokkur Metallica-lög á youtube.com og rifjuðum upp skemmtilega tónleika í Egilshöll. Afrekaði líka að ryksuga himnaríki í dag!
Boldið: Stefanía ÆTLAR að eyðileggja hjónaband Bridgetar og Nicks en fyrrum maður hennar, Eric, sem er líka pabbi Bridgetar, hótaði henni öllu illu ef hún blaðraði frá leyndarmálinu, eða því að Nick og Brooke, mamma Bridgetar, ætla að fórna sér og ást sinni fyrir hamingju Bridgetar. Þetta og samdráttur Jackie, mömmu Nicks, og Erics, pabba Bridgetar og fyrrum eiginmanns Stefaníu, hefur verið það helsta undanfarið. Lofa að fara að fylgjast betur með! Já, og Jackie ætlar ekki að leyfa Stebbu að skemma hjónabandið af því að hún Á þetta barnabarn og Stebba fær ekki að skipta sér af því. Svona ömmuslagur er alltaf spennandi!
Væmni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 24
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 851
- Frá upphafi: 1515946
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 713
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni