Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Bloggarar afhjúpaðir ... og smá bold

BloggararÞeir bloggarar sem héldu að þeir „slyppu við“ að tekjur þeirra yrðu gerðar opinberar geta nú tekið gleði sína þar sem www.dv.is ætlar að opinbera þær fljótlega. Held að þetta sé ekkert leyndarmál svo ég blaðra því bara. Annars segja þessar útsvarstölur ekki allt, sumir lifa á fjármagnstekjum, aðrir fá áætlun, enn aðrir eiga fyrirvinnur og einhverjir vinna hlutastörf. Loksins eitthvað fútt í lífinu fyrir okkur sem hafa sogast inn í heim bloggsins og finnst ekkert þar fyrir utan skipta nokkru máli!

 

Fékk guðdómlegt far með drossíunni hennar Ástu í morgun. Brottför frá himnaríki var kl. 6.55 og geri aðrir betur. Með latte í annarri og latte í hinni hoppaði ég léttfætt niður himnastigann og var mætt í vinnuna upp úr kl. 7.30.

 

Darla heitinTaylor er komin í varðhald og appelsínuguli búningurinn fer henni bara nokkuð vel. Hún þráir heitast af öllu að afplána langan dóm, finnst hún ekki eiga neitt annað skilið fyrir að hafa ekið á Dörlu og orsakað dauða hennar. Thorne er enn öskureiður yfir því að hafa næstum trúlofast Taylor morðingja.

Stefanía reynir að fá garðyrkjumanninn grunsamlega til að segja dómaranum frá því sem hann sá en hann varð vitni að slysinu og getur vottað um það sem gerðist. Sá ætlaði í upphafi að kúga fé út úr Taylor en guggnaði á því þegar Phoebe skar næstum af honum hendina, alveg óvart.

Storm og Taylor í réttarhöldunumLögfræðingur að nafni Storm reynir að verja Taylor en það er erfitt verk þar sem hún vill taka út refsinguna og þjást sem mest. Dómarinn er sammála henni í því og dæmir hana í 10 ára vist í fangelsi með hámarksöryggisgæslu.

Stefanía og „garði“ hlaupa inn í dómsalinn og bregður Thorne mikið þegar hann heyrir þennan trúverðuga fyrrum umrenning segja það sama og ástvinir hans fram að þessu, eða að þetta hafi verið slys.

Svo bara féll tjaldið og enginn mun hvað gerist fyrr en næsti þáttur verður sýndur. Mig grunar að Taylor sitji ekki inni í 10 ár því að hún fer víst fljótlega að deita Nick, eignast með honum barn og síðan deitar hún Rick, son Brooke, en Brooke er einmitt byrjuð á föstu með Ridge einu sinni enn.


Tekjur nokkurra þekktra Íslendinga og þeirra bloggara sem ég fann

FlugmaðurVeit ekki hvað gerðist ... en tekjublað Mannlífs er komið út!!! Snilld bara. Aðgangur að tekjum bloggara er ekki jafnauðveldur og í fyrra svo ég verð bara að handpikka út og get ekki verið þekkt fyrir að birta ekki alla vega nokkur nöfn hér á blogginu mínu.

Veit að það  hringdu nokkrir alveg trylltir og brjálaðir eftir tekjublaðið í fyrra. M.a. flugmaður sem kom út tekjulægri en hann var í raun, held að það hafi verið innsláttarvilla. Hann öskraði: „Ég kem út eins og ég sé með laun eins og fokkings flugfreyja!“ (GH færði í stílinn)

Tölurnar tákna mánaðartekjur viðkomandi!!!!

Bjarni Ármannsson, úr Skagaliði Útsvars, 44.826.869

Reynir Traustason, ritstjóri DV, 1.097.356

Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsmaður 86.805

Björgólfur Guðmundsson bankaeigandi 1.772.290

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður 5.317.586

Júlíus Valsson bloggari 1.410.618

Guðni Ágústsson alþingismaður 1.124.235

Björn Bjarnason, bloggari m. meiru, 1.078.594

Sigríður Arnardóttir sjónvarpskona 620.214

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona 568.100

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, ritstjóri 24 stunda, 555.276

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður 722.721

Elín Hirst fréttastjóri 852.041

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ritstjóri Skessuhorns, 128.070

Guðfinna Bjarnadóttir alþingiskona 3.314.648

Jafet Ólafsson fjárfestir 114.377

Bubbi Morthens, bloggari m. meiru, 477.610

Týnda kisanViðbót – áríðandi:

Lítil kisa úr Vesturbænum, Bárugötu 8, týndist sl. laugardag frá heimili sínu. Hún er innikisa og hafa eigendur hennar miklar áhyggjur af henni. Hún er af tegundinni Colourpoint-persi og er með blá augu.

Ef þið sjáið þessa kisu vinsamlega hringið í síma 856 5031 (Benedikta og Egill). Fundarlaun í boði.

 

 


Njósnir í morgunsárið

Skattstofan við StillholtÞá er lokið árlegri njósnaferð á skattstofuna fyrir skattablað Mannlífs. Njósnað var um aðila á borð við sýslumenn, lækna, presta og útgerðarmenn/-konur.

Mikið var gaman að sitja á skattstofunni í morgun, starfsfólkið þar er gjörsamlega frábært! Ég hef reyndar líka góða reynslu af fólkinu hjá skattstofunni í Reykjavík, held að það skipti máli hvort maður kemur á opinberar stofnanir kurteis í fasi ... eða í brjáluðu skapi og með attitjúd því maður búist við slæmri afgreiðslu.

SkattskráinUngir Sjálfstæðismenn, sem hata þessar njósnir, ættu að vera ánægðir með hvað þetta er gert erfitt fyrir okkur njósnarana, þetta er engin bók sem hægt er að fletta venjulega, heldur götuð blöð í möppu og nöfnin á vinstri síðu snúa öfugt við nöfnin á þeirra hægri, það þarf að snúa möppunni fram og til baka með tilheyrandi bakverkjum og vöðvabólgu. Mjög leiðinlegt er t.d. að skoða myndaalbúm sem þannig er raðað í.

Á skattstofunniKeppinautur minn frá hinu skattablaðinu sat á móti mér við lítið sófaborð og skráði laumulega úr hinni skattaskránni sem lá frammi. Við reyndum að láta hatrið ekki fara úr böndunum, enda erfitt að bresta í slagsmál og vera með kjaft þar sem við erum gamlir skólafélagar. Þótt við séum fædd sama ár er hann orðinn fimmtugur og hálfu ári betur ... og maður á að vera góður við gamalt fólk.


Góð okursíðan hans Dr. Gunna

Dr. GunniÉg hef verið að lesa okursíðuna hans Doktors Gunna, http://eyjan.is/goto/drgunni/, og finnst alveg frábært að almenningur sé loks að vakna upp úr okurdásvefninum langa. Við höfum látið okra ógeðslega mikið á okkur í gegnum tíðina af því að við höfum ekkert gert, enda alltaf þótt flott að vera/þykjast „ríkur“ hér á landi. Hér lætur maður sko helst ekki sjá sig með Bónuspoka ... og hér þegir maður yfir því að maður sé svona „Íbúðalánssjóðsfólk“ ... hehehhe. Eina leiðin er greinilega sú að halda vöku sinni og hætta alfarið að skipta við okrarana. Ég hélt t.d. í alvöru að BT væri lágvöruverslun í raftækjum en það var áður en ég las síðu Dr. Gunna. Hef reyndar keypt fína hluti þar ... en á tilboðsverði. Eftir lesturinn veit ég að við eigum ekki að trúa blint á hilluverð, heldur bera það saman við kassaverð og verja tíma í að gera verðsamanburð milli verslana. Þannig sést hverjir okra minnst.


Eftirsótt ... eða bara ofsóknir?

Flúið undan tryggingasölufólkiUndanfarnar vikur hefur tryggingasölumaður mikið reynt að ná fundi mínum. Hann vill að ég skipti um tryggingafélag og fari að tryggja hjá sér, félagi sem tengist bankanum mínum. Ég skil ekki áráttu sumra að vilja alltaf hittast og funda. Vinnan mín býður ekki upp á slíkt slugs og frítímann er ég líka nísk á. Bankinn minn sér um að greiða tryggingarnar mínar í gegnum greiðsluþjónustu og ég sagði manninum að hann hefði leyfi mitt til að fá út upphæðina sem ég greiddi árlega. Síðan skyldi hann gera mér tilboð símleiðis og ef mér litist eitthvað á það væri fyrst kominn grundvöllur fyrir að hittast. Það var ekki nógu sniðugt, fannst unga manninum, ég þyrfti að skrifa undir.“  „Nú, ég er ekki búin að samþykkja neitt, undir hvað þarf ég þá að skrifa?“ Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég vil ekki hitta manninn fyrr en ég heyri tilboðið og hann vill veiða mig augliti til auglitis, held ég. Honum hefur eflaust verið kennt það að fólk segði frekar nei í síma ... samt var ég búin að samþykkja að skipta ef ég fengi nógu gott tilboð. Eftir að „minn maður“ í tryggingafélaginu fór á eftirlaun finnst mér í lagi að sýna glyðruskap í þessum málum og skipta ... ef tilboðið er gott.

Ingólfsstræti sællar minningarHeld að það bitni á manninum að vægast sagt afar ákveðin kona var allt í einu búin að koma mér bláfátækri inn í sönnlæf-líftryggingar fyrir mörgum árum. Eflaust ágætis fyrirtæki en það sveið þó sárt að horfa á fimmþúsundkall hverfa í gin félagsins mánaðarlega í c.a. 2 ár áður en söfnun hæfist hjá mér. Í samráði við greiðsluþjónustuna ákvað ég að hætta sönnlæfinu eftir nokkra mánuði þótt það þýddi að ég kveddi endanlega nokkra tugi þúsunda. Ég hringdi og sagði þessu upp en samt var dregið af vísakortinu mínu tvisvar eftir það. Á endanum bað ég Vísa um að loka kortinu mínu ... og þá hófust símhringingarnar. Ég man eftir sjálfri mér á Ingólfsstræti, rétt hjá Sólon reyna að sannfæra konuna sem hringdi að ég væri hætt ... þrátt fyrir að það kostaði að ég yrði bláfátækt gamalmenni. En ég losnaði og keypti líftryggingu og söfnun hjá tryggingafélaginu mínu ... og nú ágirnist annað tryggingafélag mig. Það er munur að vera svona eftirsótt þótt ég kysi það á öðrum vettvangi líka. Ég sé alveg fyrir mér karla í biðröðum fyrir utan himnaríki að bjóða mér á Galito eða Trocadero eða Skrúðgarðinn ... já, og svo er orðið ALLT OF langt síðan einhver hefur beðið mig um að taka þátt í fegurðarsamkeppni.  


Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 833
  • Frá upphafi: 1515928

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband